Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

45. fundur 12. apríl 2016 kl. 17:00 - 21:05 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur málum við dagskrána sem er starfsmannamál og Hamrahlíð, malbikun bílastæða og verður þeir liðir númer 1 og 21 í dagskránni.

1.Gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur

201604010

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 31.03.2016 um að merkja með áberandi hætti þar sem göngustígar þvera götur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela Þjónustumiðstöðinni að taka saman upplýsingar um allar þveranir göngustíga yfir akbrautir, þar sem ekki eru þegar merktar gangbrautir og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Hamrahlíð, malbikun bílastæða

201604080

Erindi dagsett 12. apríl 2016 þar sem íbúar Hamrahlíð 2, 3, 4 og 6 gera athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd í norðurenda götunnar.

Málið er í vinnslu.

3.Fráveita hreinsun

201604052

Lögð er fram forhönnun og kostnaðarmat vegna hreinsunar frárennslislagna á Egilsstöðum og í Fellabæa.

Málið er lagt fram til kynningar og verður rætt frekar á næsta reglulega fundi nendarinnar.

4.Fyrirspurn frá Félagi ábyrgra hundaeigenda

201604048

Erindi í tölvupósti dagsett 02.04.2016 þar sem Rakel Linda Kristjánsdóttir kt. 290769-5159 f.h. Félags ábyrgra hundaeigenda, óskar eftir svörum við framlögðum spurningalista.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmönnum að svara framlögðum spurningalista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

201506106

Erindi dagsett 15.03.2016 þar sem Þráinn Lárusson kt. 150462-7549 f.h. 701 Hótels ehf. óskar eftir fresti til að fjarlægja smáhýsin af landi Skógræktar ríkisins á Hallormsstað til haustsins 2018.

Karl Lauritzson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu. Nefndin samþykkir að frestur til að fjarlægja húsin verði til 1. nóvember 2016.

Já sögðu 3 (PS, EK og GRE) einn situr hjá (ÁK)


6.Sveitarfélagamörk Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps

201204018

Erindi í tölvupósti dagsett 29.03.2016 þar sem Regína Sigurðardóttir f.h. Forsætisráðuneytisins óskar eftir staðfestingu á því að ekki sé um ágreining að ræða um sveitarfélagamörk innan þjóðlendunnar Vesturöræfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er ekki kunnugt um ágreining um umrædd sveitarfélagamörk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði.

201604049

Erindi í tölvupósti dagsett 23.03.2016 þar sem Guðjón Bragason, sambandi Íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga og landshlutasamtaka á þremur fréttum á vef stjórnarráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að styrkveitingar til Fljótsdalshéraðs voru tvær:
Stórurðarverkefnið 8.000.000,- kr. og Fardagafoss göngustígur 2.600.000,- kr. Að öðru leyti er erindið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka á Fjarðarheiði

201604051

Erindi í tölvupósti dagsett 06.04.2016 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku samkvæmt meðfylgjandi erindi og fylgigögnum. Um er að ræða öryggisaðgerðir á Seyðisfjarðarvegi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.
Nefndin leggur áherslu á að unnið verði í samráði við landeigendur á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

201604030

Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Skiltið verður 150 cm á breidd og 70 cm á hæð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins og kallar eftir frekari útfærslu á nýrri hugmynd sem komin er fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Svæðisskipulag Austurlands

201603137

Lögð er fram fundargerð 1. fundar starfshóps um svæðisskipulag Austurlands 22. mars 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur þörf á að svæðisskipulag verði gert fyrir Austurland og styður þá vinnu sem hafin er. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Lyngás 12, athugasemdir

201604046

Erindi í tölvupósti dagsett 23.03.2016 vegna starfsemi líkamsræktarstöðvar á neðri hæð hússins að Lyngási 12.

Lagt fram til kynningar.

12.Fossgerði/Lóð 4 breyting á aðalskipulagi

201504080

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 29. mars 2016 og felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha) í landbúnaðarsvæði.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dagsett 03.02.2016 er tillagan lögð aftur fyrir til umfjöllunar.

Esther Kjartansdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að breytingunni verði metin óveruleg og hún send Skipulagsstofnun samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Þjóðvegur 1 í Skriðdal og vegur um Öxi.

201602103

Lagt er fram bréf frá Sveini Sveinssyni, Vegagerðinni á Reyðarfirði, þar sem upplýst er staða mála hvað varðar hringveginn í Skriðdal að vegamótum Axarvegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að lokið verði við samninga við landeigendur sem fyrst svo ekki komi til tafa vegna þess síðar meir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um ökutækjaleigu - Starfsleyfi bílaleigu

201603154

Erindi dagsett 23.03.2016 þar sem Samgöngustofa óskar eftir umsögn sveitarfélagsins samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Ævars Bjarnasonar kt. 110768-3629 fyrir hönd Bílamálunar Egilsstöðum ehf. kt. 430698-2739, um að reka ökutækjaleigu að Fagradalsbraut 21-23, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að rekin verði ökutækjaleiga að Fagradalsbraut 21-23.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Samningur um þjónustu

201603011

Lögð er fram drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun. Málið var áður á dagskrá 30.03.2016.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leita tilboða frá fleiri aðilum á svæðinu um þjónustuna þ.e. þjónusta, viðhald og árleg skoðun öryggiskerfa og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Starfsmannamál 2016

201603119

Til umræðu eru starfsmannamál. Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnir málið.

Gengið hefur verið frá ráðningu skipulags- og byggingarfulltrúa. Vífill Björnsson byggingarfræaðingur hefur verið ráðinn í stöðuna og hefur hann störf um mánaðarmótin apríl/maí.

17.Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi

201604011

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 31.03.2016 um að búin verði til 1-2 km krefjandi torfærubraut í Selskógi, fyrir reiðhjól.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi sig fram við umhverfis-og tæknisvið bæjarins til að ræða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

201502122

Erindi dagsett 17.03.2016 þar sem Fjóla Egedía Sverrisdóttir óskar eftir upplýsingum varðandi svæðið milli Árskóga 1C og Dynskóga 4 og innkeyrslu af Skógarlöndum inn á svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að umrætt svæði tilheyrir lóðinni Dynskógar 4 og er hugsað sem bílastæði fyrir neðri hæð hússins. Innkeyrslan af Skógarlöndunum var gerð að beiðni lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Til stjórnenda úrgangsmála hjá sveitarfélögum og sorpsamlögum.

201601239

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar meðfylgjandi skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með starfshópnum og gerir ekki athugasemd við skýrsluna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.1.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/Arctic East Apartments Egilsstaðir

201602035

Lagt fram til kynningar

19.2.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar

201603097

Lagt fram til kynningar

19.3.Umsókn um nýtt gistileyfi vegna heimagistingar

201603101

Lagt fram til kynningar

19.4.Gíslastaðir breyting á teikningum

201603108

Lagt fram til kynningar

19.5.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201603100

Lagt fram til kynningar

19.6.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201512001

Lagt fram til kynningar

19.7.Umsókn um byggingarleyfi viðbygging

201603096

Lagt fram til kynningar

19.8.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201603095

Lagt fram til kynningar

20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 146

1603017

Lagt fram til kynningar

21.Snjómokstur og hálkuvarnir 2016

201512128

Starfsmaður Þjónustumiðstöðvar upplýsir um stöðu mála vegna snjómoksturs frá áramótum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Kára Ólasyni fyrir upplýsingarnar.

Fundi slitið - kl. 21:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?