Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

43. fundur 22. mars 2016 kl. 17:00 - 21:20 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Leiktæki og hengirúm eða rólur í Selskóg

201603002

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 29.02.2016, þar sem fram kemur hugmynd um bætta aðstöðu í Selskógi. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir hugmyndina og vísar henni til endurskoðunar á deiliskipulagi fyrir Selskóginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

201602118

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og aðrar umsagnir um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum , 328. mál.

Lagat fram til kynningar.

3.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Erindi í tölvupósti dagsett 03.03.2016 þar sem Óðinn Gunnar Óðinsson f.h. vinnuhóps um menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, óskar eftir umsögn og athugasemdum umhverfis- og framkvæmdanefndar við framlögð drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar

201603112

Erindi í tölvupósti dagsett 8. mars 2016 þar sem Jóna Björt Friðriksdóttir kt. 120781-4059 sækir um leyfi til að starfrækja sölu gistingar í íbúðarhúsi sínu að Bláskógum 10, Egilsstöðum, frá 1. júní til 31. ágúst 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar

201603114

Erindi dagsett 14. mars 2016 þar sem Stefanía Katrín Karlsdóttir kt. 280164-4109 óskar eftir að sveitarfélagið veiti jákvæða umsögn vegna umsóknar um að selja gistingu í íbúðinni að Hléskógum 1-5 fastanúmer 217-5692.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gefur ekki umsögn um sölu gistingar, en felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að gefa umsögn um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá/ný lóð

201603115

Erindi innfært 17. mars 2016 þar sem Sigmundur Kristján Stefánsson kt. 130760-2369 óskar eftir stofnun tveggja lóða úr landi Dratthalastaða, landnúmer 157181, samkvæmt 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skiplagsfulltrúa að stofna lóðirnar í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

201603113

Lögð eru fram drög að Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016.

Málið er í vinnslu

8.Umsagnarbeiðni vegna stofnunar lögbýlis

201603033

Erindi dagsett 02.03.2016 þar sem Davíð Þór Sigurðarson kt. 200983-5999, eigandi DOS samsteypunnar ehf., óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um stofnun lögbýlis á jörðinni Davíðsstaðir, landnúmer 218548. Fyrir liggur umsögn héraðsráðunautar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Davíðsstaðir. Nefndin bendir á að gera þarf viðeigandi skipulagsbreytingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fellaskóli viðgerðir

201603040

Til umræðu eru fyrirhuguð framkvæmd í Fellaskóla og Tjarnarási 9. Fyrir liggur kostnaðaráætlun um framkvæmdirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ráðist verði í viðhaldsverkefni á þökum Fellaskóla og Þjónustumiðstöðvarinnar að Tjarnarási 9.

Þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum verkefnum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016, þá óskar Umhverfis- og framkvæmdanefnd eftir því við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlunin upp á kr. 15 milljónir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingarleyfi

201603059

Erindi dags. 07.03.2016 þar sem Ágúst Waltersson kt. 090350-3669 f.h. Röskva ehf. kt. 630704-2350 óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Reynivöllir 13, Egilsstöðum. Áætluð stærð byggingar er 130 m2.

Málið er í vinnslu.

11.Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar

201602058

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02.2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn. Fyrir liggur tilnefning áhugahópsins. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tilnefna Árna Kristinsson og Þórhall Borgarsson í vinnuhópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Yrkjusjóður beiðni um stuðning 2016

201602163

Erindi dagsett 26.02.2016 þar sem Yrkjusjóður, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna framlaga sjóðsins til plöntukaupa, en í gegn um tíðina hafa skólar nokkurra sveitarfélaga fengið úthlutað trjáplöntum úr sjóðnum. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið, en þar sem nefndin hefur ekki fjármagn til styrkveitinga þá sér hún sér ekki fært að verða við erindinu. Nefndin óskar eftir því við bæjarstjórn að fundin verði leið til að styrkja verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Starfsmannamál 2016

201603119

Til umræðu eru starfsmannamál. Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnir málið.



Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Birni kynninguna.

14.Göngustígur og hjólreiðastígur við Fljótið

201603003

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 29.02.2016, þar sem fram kemur hugmynd um gerð göngu- og hjólreiðastígs við Lagarfljót. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir hugmyndina. Nefndin samþykkir að hugmyndin verði nýtt í framtíðarvinnu við göngu- og hjólreiðastíga í sveitarfélaginu

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Samningur um þjónustu

201603011

Lögð er fram Drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun. málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Málið er í vinnslu.

16.Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

201603007

Lögð eru fram tillaga að viðauka við lóðarleigusamning um lóð undir Sigurðarskála og tengd mannvirki við Kverkfjöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að kynna forsætisráðuneytinu tillöguna. Nefndin telur að þrátt fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki leyfisveitingavald samkvæmt þjóðlendulögum þá sé rétt að ráðuneytið beri samninginn undir þjóðgarðinn.

3 sögðu já (EK, PS, ÁK) 1 greiddi ekki atkvæði (ÞB).

17.Umsókn um leyfi til að skrá lögheimili að Höfða, lóð 2

201603103

Erindi dagsett 16.03.2016 þar sem Helga María Aðalsteinsdóttir kt. 240542-4049 og Magnús Ingólfsson kt. 240940-7019, óska eftir að skrá lögheimili sitt að Höfða/lóð 2, Fljótsdalshéraði.

Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

18.Snæfellsskáli deiliskipulag

201505173

Lögð er fram skipulagslýsing dagsett 16.03.2016 vegna skipulagsáforma við Snæfellsskála, Vatnajökulsþjóðgarði. Fyrirhugað er að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu, gert er ráð fyrir stækkun salernisaðstöðu og bættu aðgengi fatlaðra. Einnig er gert ráð fyrir byggingu nýs skála fyrir landverði og hnakkageymslu við hestagirðingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umsókn um starfsleyfi til reksturs ökutækjaleigu

201603104

Erindi dagsett 11.03.2016 þar sem Guðrún Huld Birgisdóttir f.h. Samgöngustofu óskar eftir umsögn sveitarstjórnar, skv. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigu, vegna umsóknar Guðmundar Bjarna Björgvinssonar, kt. 171072-3609 f.h. Grand Iceland - Í 2552 ehf. kt. 640502-2820, um að reka ökutækjaleigu að Bláargerði 29, Egilsstöðum. Áætlaðar eru fjórar bifreiðar til útleigu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að starfsstöð ökutækjaleigunnar verði að Bláargerði 29, Egilsstöðum. Í ljósi þess að starfsstöðin er í íbúðarhverfi, þá gerir nefndin þá kröfu að bílastæði innan lóðar rúmi þann bílafjölda sem ætlaður er til leigunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Hátungur deiliskipulag

201411055

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hátungur sem er á milli Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls, Vatnajökulsþjóðgarði.Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 09.03.2016 og í greinargerð og umhverfisskýrslu dagsett 09.03.2016 og felur m.a. í sér skipulag fyrir landvarðarhús og salernisaðstöðu.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 og var auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga, frestur til að skila athugasemdum var frá 29. janúar til 12. mars 2015. Þar sem of langur tími er liðinn frá athugasemdafresti samkvæmt 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga þarf að auglýsa tillöguna að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Samþykkt um fráveitur á Fljótsdalshéraði

201506044

Erindi dagsett 12. mars 2016 þar sem Helga Hreinsdóttir f.h. Heilbrigðiseftirsits Austurlands, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins og Hitaveitu Egilsstaða og Fella, þannig að ekki orki tvímælis að kröfu HAUST um forhreinsun fráveitunnar byggist á styrkum grunni. Óskað er eftir að í fráveitusamþykktinni verði sett ákvæði um hámark olíu, fitu, lífrænna efna o.þ.h. sem losa má inn á fráveitukerfi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd styður það að í nýrri fráveitusamþykkt fyrir sveitarfélagið verði sett inn ákvæði um hámark olíu, fitu, lífrænna efna o.þ.h. sem losa má inn á fráveitukerfi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald á Fljótsdalshéraði

201603076

Lögð eru fram drög að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald á Fljótsdalshéraði.

Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

23.Almenningssamgöngur 2016

201601057

Lögð er fram bókun bæjarstjórnar 16.03.2016 þar sem samþykkt var að akstursleiðin Egilsstaðir - Brúarás verði áfram skilgreind sem almenningssamgöngur.

Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 21:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?