Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

42. fundur 09. mars 2016 kl. 17:00 - 21:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016 og Hátungur deiliskipulag, verða þeir liðir númer 19 og 20 í dagskránni.

1.Leiktæki og hengirúm eða rólur í Selskóg

201603002

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 29.02.2016, þar sem fram kemur hugmynd um bætta aðstöðu í Selskógi.

Málinu frestað til næsta fundar.

2.Hátungur deiliskipulag

201411055

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01.2015 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 02.01.2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu útgáfa 4.08 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna þann 16.12.2015 með áorðnum breytingum og að hún yrði send Skipulagsstofnun til meðferðar. Skipulagsstofnun gat ekki tekið afstöðu til tillögunnar þar sem rökstyðja þarf þörfina fyrir byggingarmagni og jafnframt að rökstyðja fjölda bílastæða og aðlögun þeirra að landi. Fyrir liggur leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Hátungur í Vatnajökulsþjóðgarði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Lögð eru fram fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vinnu verði haldið áfram með framlögð drög. Nefndin samþykkir að boðaður verði kynningarfundur með hagsmunaaðilum og síðar verði íbúafundur þar sem skipulagið verður kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar

201602058

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02.2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn. Málið var áður á dagskrá 10.02.2016. Fyrir liggur tilnefning áhugahópsins.

Málinu frestað til næsta fudnar.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, starfs- og fjárhagsáætlun 2016

201510042

Til umræðu eru fjárfestingar 2016.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi kl. 19:45.

Málið er í vinnslu.

6.Unalækur umsókn um stofnun lóðar

201603053

Erindi dagsett 26.02.2016 þar sem Þórarinn Jóel Oddsson kt. 081052-2559 og Friðrik Mar Guðmundsson kt. 250860-3319 f.h. Unalækjar ehf. kt. 610910-1140 óska eftir stofnuð verði lóðin D5 úr landi Unalækjar landnúmer 157565 skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina D5 í Þjóðskrá þegar fullnægjandi umsókn liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Unalækur umsókn um stofnun lóða

201603052

Erindi dagsett 26.02.2016 þar sem Þórarinn Jóel Oddsson kt. 081052-2559 og Friðrik Mar Guðmundsson kt. 250860-3319 f.h. Unalækjar ehf. kt. 610910-1140 óska eftir stofnaðar verði lóðirnar A6 og B2 úr landi Unalækjar landnúmer 157565 skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðirnar A6 og B2 í Þjóðskrá þegar fullnægjandi umsókn liggur fyrir.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Innleiðing Grænna skrefa í ríkisrekstri hjá Umhverfisstofnun

201602143

Erindi dagsett 19.02.2016 þar sem Jóhann G. Gunnarsson f.h. Umhverfisráðs Umhverfisstofnunar óskar þess að þegar farið er í úrbætur á húsnæði eða viðgerðir, að þá verði hugað að umhverfisvænni kostum.

Lagt fram til kynningar.

9.Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

201602153

Erindi dagsett 25.02.2016 þar sem Guttormur Pálsson kt. 071069-4199 f.h. Vapp ehf. kt. 460206-1890, sækir um lóðirnar 1 - 6 við Klettasel Egilsstöðum, til byggingar parhúsa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðunum samkvæmt c lið 3. greinar í Samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við umsækjanda um byggingu lóðanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Yrkjusjóður beiðni um stuðning 2016

201602163

Erindi dagsett 26.02.2016 þar sem Yrkjusjóður, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna framlaga sjóðsins til plöntukaupa, en í gegn um tíðina hafa skólar nokkurra sveitarfélaga fengið úthlutað trjáplöntum úr sjóðnum.

Málinu frestað til næsta fundar.

11.Vinnuskóli 2016

201601244

Til umræðu er vinnutilhögun í Vinnuskóla 2016.

Freyr Ævarsson sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framkomna tillögu um vinnutíma Vinnuskólans 2016. Nefndin samþykkir að bjóða nemendum 7. bekkjar vinnu í sumar.
Jafnframt er samþykkt 5% hækkun launa í Vinnuskólanum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Göngustígur og hjólreiðastígur við Fljótið

201603003

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 29.02.2016, þar sem fram kemur hugmynd um gerð göngu- og hjólreiðastígs við Lagarfljót.

Málinu frestað til næsta fundar.

13.Byggðamál sveitarfélaga á Austurlandi

201603006

Erindi í tölvupósti dagsett 29.02.2016 þar sem Björg Björnsdóttir f.h. Sambands sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir að tilnefndur verði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshóp áhersluverkefa SSA fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tilnefna Árna Kristinsson í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi

201602140

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02.2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. nefndarsviðs Alþingis, óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi mál nr. 150.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar framkominni þingsályktunartillögu.
Enn og aftur vekur nefndi athygli á að umsagnarfrestur sem nefndarsvið Alþingis gefur er allt of skammur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

201603007

Erindi dagsett 29.02.2016 þar sem Þórhallur Þorsteinsson kt. 240648-2379 f.h. Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur, óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur við eigendur Sigurðarskála í Kverkfjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera lóðarleigusamning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Þjónustusamfélagið á Héraði

201504016

Erindi dagsett 02.02.2016 frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016. Áherslupunktum í erindinu er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarstjórn 17.02.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða)

201602139

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02.2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. nefndarsviðs Alþingis, óskar eftir umsög um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), mál nr. 219.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggst gegn frumvarpi þessu.
Nefndin telur að leysa verði málefni varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum með heildstæðum hætti í samráði sveitarfélaga, ríkis og annarra hagsmunaaðila.
Enn og aftur vekur nefndin athygli á að umsagnarfrestur sem nefndarsvið Alþingis gefur er allt of skammur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Svæðisráð Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, 75. fundur

201603021

Lögð er fram fundargerð Svæðisráðs Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 75. fundar 04.02.2016.

Lagt fram til kynningar.

19.Samningur um þjónustu

201603011

Lögð er fram Drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun.

Málinu frestað til næsta fundar.

20.Viðhaldsverkefni fasteigna 2016

201602117

Lögð er fram tillaga um forgangsröðun viðhaldsverkefna fasteigna 2016.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir þessum lið.

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?