Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

38. fundur 13. janúar 2016 kl. 17:00 - 21:09 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskað formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er Snjómokstur 2016 og verður sá liður númer 25 í dagskránni.

1.Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir, ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki

201512056

Erindi dagsett 04.12.2015 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir afstöðu Fljótsdalshéraðs til þess hvort tilgreind lagaskilyrði 2. mgr. 5. gr. matslaganna séu uppfyllt þannig að stofnunin geti tekið ákvörðun um hvort að ráðast þurfi í sameiginlegt umhverfismat Sprengisandslínu og annarra fyrirhugaðra framkvæmda sem eru fyrirhugaðar af hálfu Landsnets.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að ekki eigi að fara fram sameiginlegt umhverfismat á Sprengsandslínu og öðrum línum í Kerfisáætlun Landsnets.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Snjómokstur og hálkuvarnir 2016

201512128

Lögð eru fram drög að samningi vegna snjómoksurs heimreiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að ganga frá samningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skólabrún deiliskipulag

201309047

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brúnir II Fellabæa. Tillagan er sett fram í greinargerð dagsett 3. janúar 2016 og uppdrætti dagsettur 8. janúar 2016.

Málið er í vinnslu.

4.Bæjarstjórnarbekkurinn 12.12.2015

201601079

Lögð eru fram erindi og ábendingar, sem bárust á Bæjarstjórnarbekknum 12. desember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmönnum að yfirfara framkomnar ábendingar og erindi og taka ákvörðun um hvaða erindi á að leggja fyrir nefnd og hvaða erindi starfsmenn afgreiða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um að fá að hefja skammtímaleigu íbúðar.

201508017

Erindi í tölvupósti dagsett 05.08.2015 þar sem Valþór Þorgeirsson f.h. Húsastóls kt. 640300-3450 óskar eftir leyfi til að hefja skammtímaleigu íbúða á neðri hæð Lagarási 12, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Hvammur II, deiliskipulag

201401181

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hvamm 2, á Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð dags.22.01.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015.

Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Umhverfisstofnun dagsett 10.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 16.02.2015.
3) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
4) Minjastofnun dagsett 06.03.2015.

Athugasemdir:
1) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt.
2) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt.
3) Engin athugasemd.
4) Engin athugasemd, en bent á að óheimilt sé að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.
Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um lóð undir spennistöð við Selbrekku

201601060

Erindi í tölvupósti dagsett 23.12.2015 þar sem Guðmundur Hólm Guðmundsson f.h. RARIK óskar eftir lóð undir spennistöð við Selbrekku, sjá meðfylgjandi loftmynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem í gildandi deiliskipulagi fyrir Selbrekku er ekki gert ráð fyrir spennistöð á umræddu svæði, þá samþykir umhverfis- og framkvæmdanefnd að gerð verði breyting á deiliskipulaginu þar sem gert verður ráð fyrir annarri staðsetningu á spennistöðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Uppsetning skilta

201601069

Erindi í tölvupósti dagsett 09.12.2015 þar sem Margrét S. Árnadóttir f.h. Austurfarar ehf kt. 621215-1080 óskar eftir uppsetningu á upplýsingaskiltum vegna Egilsstaðastofu og tjaldsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillöguna um staðsetningu skiltanna og felur starfsmanni að koma þeim upp.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um frest á flutningi

201506137

Erindi í tölvupósti dagsett 29.12.2015 þar sem Hróar Björnsson f.h. Björns Oddssonar óskar eftir að gefinn verði frestur til að fjarlægja sumarhúsið af lóð D7 við Unalæk til vors 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafna erindinu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning á flutningi hússins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

201601068

Til umræðu er sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum. Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að afla upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Lagfæring á vegaslóða um Sandaskörð

201601067

Erindi í tölvupósti dagsett 11.12.2015 þar sem Jón Þórðarson f.h. Borgarfjarðarhrepps bendir á að línuvegurinn frá Hólalandi upp í Sandaskörð hafi verið lagfærður síðastliðið sumar og vegurnn hafi mikið verið notaður síðastliðið haust. Einnig er bent á að lagfæring á slóðanum frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá upp í Sandaskörð myndi bjóða upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu auk þess að þjóna bændum og veiðimönnum .

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna. Nefndin samþykkir að setja vegslóða upp í Sandaskörð inn á áætlun um styrkvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fundargerð 126. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201512036

Lögð er fram fundargerð 126. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands dagsett 02.12.2015.

Lagt fram til kynningar.

13.Beiðni um að fá að færa til innkeyrslu við Kauptún 1

201601066

Erindi dagsett 07.12.2015 þar sem eigendur Kauptúns 1 í Fellabæ óska eftir að fá að færa innkeyrslu inná lóðina lengra frá húsinu, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tilfærslu á innkeyrslunni, en bendir á að hafa skal samráð við Vegagerðina um staðsetningu. Nefndin leggur áherslu á að jafnframt verði núverandi innkeyrslu lokað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Minkaveiðar við Jökulsá á Dal

201601076

Erindi innfært 07.01.2016 þar sem Veiðifélag Jökulsár á Dal óskar eftir stuðningi Fljótsdalshéraðs við minkaveiðar við Jökulsá á Dal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins, nefndin samþykkir að fela starfsmanni að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Beiðni um endurmat fasteignamats/Miðvangur 1-3

201412068

Lagður er fram úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar vegna máls nefndarinnar nr. 12/2015, Miðvangur 1-3, Egilsstöðum, fnr. 222-0010.

Lagt fram til kynningar.

16.Niðurfelling vega af vegaskrá

201502018

Erindi dagsett 15.12.2015 þar sem Vegagerðin tilkynnir um að Grímsárvirkjunarvegur uppfylli skilyrði til að vera áfram á vegaskrá.

Lagt fram til kynningar.

17.Aðgengi aldraðra og fatlaðra um götur Egilsstaða

201601005

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað innfært 04.01.2016 þar sem vakin er athygli á að laga þurfi flestar/allar gangstéttar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Niðurtektir kantsteina eru oft of brattar eða brúnir of háar, einnig þarf að endurskoða staðsetningu hliða á göngustígum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að þegar er hafin vinna við úrbætur og verður þeirri vinnu haldið áfram samkvæmt starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Göngustígur frá Miðvangi 22 að Miðvangi 6

201601006

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérða innfært 04.01.2016 þar sem vakin er athygli á að malbika þurfi göngustíginn milli Miðvangs 22 og Miðvangs 6.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu inn í vinnslu við breytingar á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Kauptilboð í húseignina Heimatún 1

201601061

Erindi í tölvupósti dagsett 06.01.2016 þar sem Hlynur Bragason kt. 2207664709 gerir tilboð í fasteignina Heimatún 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafna tilboðinu þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um sölu eignarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um uppsetningu skiltis við íþróttahúsið á Egilsstöðum

201601059

Erindi dagsett 21.12.2015 þar sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs óskar eftir leyfi til að setja upp skilti á vegg utandyra við aðalinnganginn í íþróttahúsið á Egilsstöðum, sbr. meðfylgjandi mynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Sorphirðudagatal 2016

201512023

Lagðar eru fram tillögur að sorphirðudagatölum fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu nr. 1 fyrir þéttbýlið og tillögu nr. 4 fyrir dreifbýlið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði 2016

201511096

Lögð er fram athugasemd Heilbrigðiseftirlits Austurlands við gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að í nýrri gjaldskrá fyrir árið 2017 verði brugðist við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

23.Ályktanir Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2015

201512108

Lögð er fram ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2015 og bókun frá fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar NAUST.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að nýta sér ályktanir samtakanna við gerð starfsáætlunar 2016. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

24.Endurgreiðsla vegna minkaveiða 2015

201601003

Erindi dagsett 17.12.2015 þar sem Umhverfisstofnun tilkynnir um endurgreiðslu vegna minkaveiða á Fljótsdalshéraði.

Lagt fram til kynningar.

25.Almenningssamgöngur 2016

201601057

Lögð eru fram drög að samningi um akstur vegna almenningssamgangna tímabilið 1. janúar til 31. maí 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðan samning.

Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að láta gera útboðsgögn fyrir almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Lagarfljót, m.v. að nýr samningur taki gildi 1. júní 2016

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:09.

Getum við bætt efni þessarar síðu?