Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

37. fundur 09. desember 2015 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar ósksði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er fundargerð 9. fundar Vinnuhóps um umferðaröryggismál og verður sá liður númer 15 í dagskránni.

1.Hátungur deiliskipulag

201411055

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01.2015 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 02.01.2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu útgáfa 4.08 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Minjastofnun dagsett 06.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 09.02.2015.
3) Umhverfisstofnun dagsett 19.02.2015.
4) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
5) Skipulagsstofnun dagsett 05.03.2015.
6) Veðurstofu Íslands, athugasemd við skipulagslýsingu dagsett 29.01.2015.
Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.
Fyrir liggur skjal "Athugasemdir og svör við þeim dags. 04.12.2015"

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.1.Eiðar hraðatakmarkanir

201511100

Málið hefur þegar verið kynnt Vegagerðinni.

1.2.Umferðaröryggi við gatnamót Lágafells og Lagarfells

201510144

Að tillögu vinnuhópsins þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi bréfritara.

Samþykkt.

1.3.Bifreiðastöður við byggingar HSA við Lagarás

201510061

Að tillögu vinnuhópsins þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að lagning ökutækja verði bönnuð við vestari brún Lagaráss frá nyrðri innkeyrslu inn á plan HSA Lagarási 17-19 að gatnamótum Lagaráss og Miðvangs.
Einnig verða gerðar úrbætur á merkingum samkvæmt beiðni þar um.

Samþykkt

2.Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 9

1511024

Lögð er fram fundargerð 9. fundar Vinnuhóps um umferðaröryggismál dags.27.11.2015. Fundargerðin er í þremur liðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fundargerðina.

3.Íslensku Lýsingarverðlaunin 2015

201512032

Erindi í tölvupósti dagsett 02.12.2015 þar sem Ljóstæknifélag Íslands óskar eftir tilnefningum í samkeppni um Íslensku lýsingarverðlaunin 2015.

Lagt fram til kynningar.

4.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

201506116

Lögð er fram tillaga að verklagsreglum um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ósamþykktar íbúðir

201512021

Til umræðu eru ósamþykktar íbúðir utan íbúðarsvæða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags-og umhverfisfulltrúa að taka saman upplýsingar um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Miðás 39, krafa um afturköllun

201506059

Erindi dagsett 23.11.2015 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir kt. 680388-1489 f.h. Héraðsverks ehf. fer fram á að fá tilkynningu um afgreiðslu máls er varðar athugasemdir við úthlutun lóðarinnar að Miðási 39, og jafnframt að fá afhent það lögfræðiálit sem sú ákvörðun nefndarinnar byggir á.

Málið lagt fram til kynningar. Umbeðin gögn hafa þegar verið send Héraðsverki.

7.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071

201508014

Lögð er fram til umræðu skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071. Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014.
Árni Óðinsson mætir á fundinn og kynnir skýrslurnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Árna Óðinssyni fyrir kynninguna. Nefndin telur mikilvægt að fylgst verði áfram með fuglalífi á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Bændur græða landið, beiðni um styrk 2015

201511099

Erindi dagsett 23.11.2015 þar sem Rúnar Ingi Hjartarson f.h. Landgræðslu ríkisins óskar eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem styrkbeiðnin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2015 þá hafnar Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Merkingar á göngu- og hjólastíga

201512002

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 01.12.2015, þar sem vakið er máls á því að setja merkingar á göngu- og hjólastíga þannig að ekki fari milli mála að stígarnir séu fyrir alla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Göngubrú milli Selskógar og Taglaréttar

201512003

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 01.12.2015, þar sem bent er á að þegar hætt verður að nota gömlu brúna yfir í Klaustursel, væri möguleiki á að nota hana sem göngubrú yfir Eyvindará við Selskóg yfir í Taglarétt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem nú eru uppi áform um uppbyggingu útivistarsvæðisins í Selskógi, þá vísar umhverfis- og framkvæmdanefnd hugmyndinn til þeirrar vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Vinnubúðir, ósk um geymslulóð

201210083

Umsókn dagsett 03.11.2014 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. kt.6803881489, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á lóðinni Miðás 39, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 12.11.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem lóðinni hefur verð úthlutað þá hafnar Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindinu. Nefndin vísar til bréfs dags.06.05.2015 þar sem Héraðsverki var tilkynnt um úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Sorphirðudagatal 2016

201512023

Lagt er fram sorphirðudagatal fyrir árið 2016.

Málinu frestað.

13.Samningar um refaveiði 2016

201512022

Til umræðu eru refaveiðisamningar. Fyrir liggur samningsform ásamt skjali með nafnalista.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera tillögu að nýjum refaveiðisamningum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-056

201508015

Lögð er fram til umræðu skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-056. Hálslón, sethjallar og rofsaga. Árni Óðinsson mætir á fundinn og kynnir skýrslurnar.

Málinu frestað

15.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-068

201506163

Lögð er fram til umræðu skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-068. Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2014. Árni Óðinsson mætir á fundinn og kynnir skýrslurnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Árna Óðinssyni fyrir kynninguna. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?