Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

28. fundur 29. júlí 2015 kl. 17:00 - 19:38 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Miðás 39, krafa um afturköllun

201506059

Erindi dagsett 03.06.2015 þar sem Héraðsverk ehf. krefst þess að úthlutun lóðarinnar Miðás 39, verði afturkölluð. Málið var áður á dagskrá 10.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að rétt hafi verið staðið að úthlutun lóðarinnar að Miðási 39 og hafnar því kröfunni um afturköllun úthlutunarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um stofnun lóðar

201507059

Erindi dagsett 15.07.2015 þar sem Guðlaugur Sæbjörnsson sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá- ný lóð, samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. meðfylgjandi er lóðarblað dagsett 01.07.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem undirskriftir eigenda vantar á umsóknina þá frestar Umhverfis- og framkvæmdanefnd afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðgengi fatlaðra úttektir

201507058

Erindi í tölvupósti dagsett 02.07.205 þar sem vakin er athygli á auglýsingu frá Velferðarráðuneytinu. Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Velferðarráðuneytið mun veita styrk til þess að framkvæma umræddar úttektir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sótt verði um styrk til Velferðarráðuneytisins vegna úttektar á aðgengi í byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum á vegum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

201504085

Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem íbúar að Miðvangi 22 mótmæla því, að bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

201501002

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn samhliða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags.08.04.2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.06.2015, Jóni og Málfríði dagsett 11.06.2016, Vegagerðinni 12.06.2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06.2015.

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn dagsett 29.07.2015 ásamt tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust dagsett 29.07.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga ásamt svörum við athugasemdum verði samþykkt og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 1.mgr.42.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipulag. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015.
Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06.2015.

Fyrir liggur breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 9.júlí 2015, þar sem brugðist hefur verið við framkomnum athugasemdum ásamt tillagu að svörum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga ásamt svörum við athugasemdum verði samþykkt og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 2.mgr.32.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vindmyllur - skýrsla um kynnisferð til Skotlands.

201507007

Lögð er fram skýrsla um kynnisferð er sunnlenskir sveitarstjórnarmenn fóru í til Skotlands dagana 16. - 19. mars 2015.

Lagt fram til kynningar.

8.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015 útboðs- og verklýsing

201507057

Lögð eru fram drög að útboðs- og verklýsingu fyrir sorphirðu á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Fljótsdalshreppi dagsett ágúst 2015. Drögin eru unnin af verkfræðistofunni Mannvit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum, ásamt fulltrúa frá Mannvit, til að ræða
drögin að útboðs- og verklýsingunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Helgafell ýmis málefni

201507056

Erindi í tölvupósti dagsett 16.og 20.júní 2015 þar sem Helgi Gíslason vekur athygli á ýmsum málefnum viðkomandi Helgafelli og sveitarfélaginu, sem þyrfti að ræða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdafulltrúa að boða Helga Gíslason til fundar um málið. Að öðru leiti er málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Þjónustusamfélagið á Héraði

201504016

Lagður er fram tölvupóstur dags.14.04.2015 þar sem óskað er eftir uppsetningu áfangastaðaskilta. Gerð og uppsetning skiltanna er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs (atvinnu- og menningarnefnd) og Þjónustusamfélagsins á Héraði. Málið var áður á dagskrá 30.04.2015.

Málið er í vinnslu.

11.Miðás-Tjarnarás tengivegur

201506155

Erindi dagsett 23.06.2015 þar sem Unnar Elísson f.h. Myllunnar ehf.kt.460494-2309, óskar eftir að lokið verði við tengigötuna milli Miðáss og Tjarnaráss milli lóðanna Miðás 10 og 14.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að þessi tenging sé ekki nauðsynleg og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að ræða við hagsmunaaðila um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 141

1507002

Lagður er fram 141. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

Lagt fram til kynningar

13.Styrkvegir 2015

201503087

Til umræðu er styrkvegaframkvæmdir 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að setja 500.000,-kr. í veginn frá Hellisá út í Fagradal.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að gera áætlun um kostnað við endurbætur á þeim vegum sem mögulegt er að fara í endurbætur á og taldir eru upp í verkefnaskrá 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Plæging rafstrengs í Hróarstungu

201507055

Erindi í tölvupósti dagsett 01.07.2015 þar sem Finnur Freyr Magnússon f.h. RARIK tilkynnir um fyrirhugaða lagnaleið fyrir 12 KV. rafstreng, 400 V lágspennustrengs og ljósleiðara í Hróarstungu samkvæmt framlagðri teikningu af legu strengjanna. Talað hefur verið við alla landeigendur og gert verður skriflegt samkomulag við þá, einnig verður framkvæmdin í samráði við Minjastofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að framkvæmdin hafi lítil umhverfisáhrif þar sem strengirnir verða plægðir niður og gerir þess vegna ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Aðalfundur stjórnar húsfélagsins Hamragerði 5, 2015

201506136

Lögð er fram fundargerð aðalfundar stjórnar húsfélags Hamragerðis 5 haldinn þann 22.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir húsfélaginu á að hægt er að fá fræðslu um flokkun sorps hjá sveitarfélaginu og Íslenska Gámafélaginu.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

201506106

Erindi í tölvupósti dagsett 12.06.2015 þar sem Bryndís Fiona Ford skólameistari Hússtjórnarskólans óskar eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar leyfi fyrir þeim húsum sem nú eru á lóð Hússtjórnarskólans, og eru notuð til gistingar. Málið var áður á dagskrá 24.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þann 21.05.2007 samþykkt skipulags- og byggingarnefnd að veita tímabundið stöðuleyfi til eins árs fyrir fjórum litlum húsum á lóð Handverks- og Hússtjórnarskólans á Hallormsstað.
Þar sem stöðuleyfið er útrunnið þá samþykkir
umhverfis- og framkvæmdanefnd að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kalla eftir áformum leyfishafa um húsin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2015.

201501198

Lögð er fram fundargerð 6.stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands 5.júní 2015.

Lagt fram til kynningar.

17.1.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar.

201507017

Lagt fram til kynningar

17.2.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

201505082

Lagt fram til kynningar

17.3.Umsókn um byggingarleyfi

201506132

Lagt fram til kynningar

17.4.Umsókn um byggingarleyfi,utanhússklæðning

201507016

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:38.

Getum við bætt efni þessarar síðu?