Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

34. fundur 27. október 2015 kl. 17:00 - 20:05 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er afgreiðslufundur byggingarfulltrúa og verður sá liður númer 27 í dagskránni.

1.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Lagðar eru fram umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða október 2015. Upplýsingar um verkefnin:
Selskógur fyrir alla, allt árið - hönnun og framkvæmdir.
Fardagafoss, gönguleið, öryggi og náttúruvernd.
Dyrfjöll - Stórurð byggingu þjónustuhúss fram haldið.

Lagt fram til kynningar.

1.1.Umsókn um byggingarleyfi

201504032

Lagt fram til kynningar

1.2.Umsókn um byggingarleyfi fjárhús

201510153

Lagt fram til kynningar

1.3.Umsókn um byggingarleyfi

201509080

Lagt fram til kynningar

1.4.Umsókn um byggingarleyfi þjónustuhús

201509090

Lagt fram til kynningar

1.5.Umsókn um byggingarleyfi frístundahús

201510152

Lagt fram til kynningar

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 144

1510022

Lagt fram til kynningar

3.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

201501050

Lagðar eru fram niðurstöður tilboða í snjómokstur og hálkuvarnarnir á Fljótsdalshéraði 2015 - 2016.
Eftirfarandi aðilar buðu í verkið:
Jónsmenn ehf. Sveinn Ingimarsson, Ársverk ehf., Bólholt ehf, Ylur ehf og Austurverk ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gengið verði til samninga við bjóðendur á grundvelli tilboða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Eftirlitsskýrsla HAUST/Sænautasel

201508057

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 11.08.2015.
Staður eftirlits er Sænautasel. Málið var áður á dagskrá 14.10.2015. Fyrir liggja kostnaðartölur í verkið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gert verði ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

201401135

Til umræðu er deiliskipulag Miðbæjar Egilsstaða og skipan í stýrihóp verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tilnefna eftirfarandi aðila í stýrihóp vegna endurskoðunar Miðbæjarskipulagsins:
Frá umhverfis- og framkvæmdanefnd Árni Kristinsson, Ágústa Björnsdóttir og Páll Sigvaldason.
Frá Þjónustusamfélaginu Ívar Ingimarsson.
Frá Make hópnum Anna María Þórhallsdóttir og Steinrún Ótta Stefánsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

201506106

Erindi í tölvupósti dagsett 22.08.2015 þar sem Þráinn Lárusson svarar fyrirspurn um smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Málið var áður á dagskrá 28.09.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að húsin verði fjarlægð og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Eigendastefna fyrir þjóðlendur

201510053

Erindi í tölvupósti dagsett 22.10.2015 þar sem Regína Sigurðardóttir, Forsætisráðuneytinu, bíður sveitarfélaginu að senda einn fulltrúa á 3. fund Eigendastefnu fyrir þjóðlendur, sem haldinn verður kl. 13-15 föstudaginn 30. október 2015 í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

8.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

201503010

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og grein 4.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Gert er ráð fyrir að á aðalskipulagsuppdrætti verði reitur fyrir þjónustustofnanir með auðkenni A6/T8 stækkaður úr 15 ha. í 33 ha. til austurs inn á landbúnaðarland að Eyvindará og um leið verða vatnsvarndarákvæði austan flugvallarins felld niður.

Málinu frestað til næsta reglulega fundar nefndarinnar.

9.Kynning á grendarstöð fyrir sorpflokkun

201510145

Lagður er fram tölvupóstur dagsettur 16.10.2015 þar sem Íslenska Gámafélagið kynnir lausn fyrir flokkun úrgangs í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

10.Umferðaröryggi við gatnamót Lágafells og Lagarfells

201510144

Erindi í tölvupósti dagsett 06.10.2015 þar sem Andri Guðlaugsson kt. 270886-2999 vekur athygli á skertri sýn ökumanna við bílastæði við Lagarfell 12 og óskar eftir að settur verði upp spegill til að auka umverðaröryggið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skipulagsreglur fyrir Egilsstaðaflugvöll

201510134

Innanríkisráðuneytið auglýsir kynningu á skipulagsreglum fyrir Egilsstaðaflugvöll.

Lagt fram til kynningar.

12.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

201506116

Til umræðu eru íbúðir og mannvirki sem leigð eru til ferðaþjónustu.
Jón Jónsson hrl. fer yfir lagalegu hlið málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jóni Jónssyni hrl. fyrir upplýsingarnar. Að öðru leyti er vísað í fyrri bókun nefndarinar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Viðhald og málun ljósastaura

201510142

Erindi í tölvupósti dagsett 13.10.2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Þjónustusamfélagsins óskar eftir að ljósastaurar við Fagradalsbrautina verði málaðir að neðan fyrir næsta ferðamannatímabil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að vinna málið áfram í samráði við Vegagerðina, sem er eigandi stauranna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Leiktæki við Hallormsstaðaskóla

201510143

Erindi í tölvupósti dagsett 01.10.2015 þar sem Þór Þorfinsson leggur til hugmynd um staðsetningu í þéttbýlinu Hallormsstað fyrir leiktækin sem eru við Hallormsstaðaskóla.

Lagt fram til kynningar.

15.Snjóbrettabrekka í Selskógi

201510067

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað um að gera snjóbrettabrekku í Selskógi, þ.e. frá vatnstanki og niður á mýrina við Seyðisfjarðarveg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til vinnuhóps um áningastaði ferðamanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Ástand gróðurs og umferðaröryggi

201510070

Erindi dagsett 28.09.2015 þar sem Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu vekur athygli á að nú þegar haustið er gengið um garð er tímabært að huga að gróðri í umhverfinu og þeim mögulegu áhrifum sem hann getur haft á umferðaröryggi íbúa.

Lagt fram til kynningar.

17.Leiktæki, aðalskoðun

201109057

Lögð eru fram tvö tilboð í árlega aðalskoðun leiksvæða á Fljótsdalshéraði.

Lagt fram til kynningar.

18.Beiðni um endurmat fasteignamats/Miðvangur 1-3

201412068

Erindi dagsett 20.10.2015 þar sem Yfirfasteignamatsnenfnd sendir sveitarfélaginu athugasemdir vegna umsagna Fljótsdalshéraðs og Þjóðskrár Íslands.

Lagt fram til kynningar.

19.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015 útboðs- og verklýsing

201507057

Lögð eru fram eftirfarandi tilboð sem bárust í Sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði:
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 757.190.000,- kr. eftirtaldir buðu í verkið:
Íslenska Gámafélagið 83% af kostnaðaráætlun
Ylur ehf. 107% af kostnaðaráætlun
Sjónarás ehf. 123% af kostnaðaráætlun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Tjarnarland, urðunarstaður 2015 reglubundið eftirlit.

201501124

Fyrir liggur niðurstaða reglubundins eftirlits Umhverfisstofnunar vegna urðurnarstaðarins á Tjarnarlandi dagsett 16.10.2015. Eftirlitið fór fram 1. september sl. í samræmi við 4. mgr. 12. gr. í reglugerð nr. 786/1999 um mengunareftirlit.

Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerð 125. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201510100

Lögð er fram fundargerð 125. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands haldinn símleiðis þann 14.10.2015.

Lagt fram til kynningar.

22.Frumvarp til laga til umsagnar.

201510059

Erindi í tölvupósti dagsett 24.09.2015 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem umsagnafrestur er liðinn þá er málið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

23.Frumvarp til laga til umsagnar.

201510057

Erindi í tölvupósti dagsett 24.09.2015 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem umsagnafrestur er liðinn þá er málið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

24.Frumvarp til laga til umsagnar.

201510058

Erindi í tölvupósti dagsett 24.09.2015 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem umsagnafrestur er liðinn þá er málið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

25.Frumvarp til laga til umsagnar.

201510101

Erindi í tölvupósti dagsett 16.10.2015 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, 225. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
Nefndin vekur athygli á, að öllu jöfnu er umsagnarfrestur sem nefndarsviðið Alþingis gefur umsagnaraðilum of skammur til að málið fái eðlilegan farveg innan stjórnsýslu sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

26.Bifreiðastöður við byggingar HSA við Lagarás

201510061

Erindi dagsett 23.09.2015 þar sem Steinunn Ásmundsdóttir f.h. framkvæmdastjóra lækninga HSA, óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hlutist til um að bifreiðastöður verði bannaðar beggja vegna Lagaráss, þar sem byggingar HSA standa. Einnig er óskað eftir að gerðar verði úrbætur á merkingum í götunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til umferðaröryggishóps sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

27.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

201510037

Fyrir liggja ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?