Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

30. fundur 26. ágúst 2015 kl. 17:00 - 20:16 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta þremur liðum við dagskrána, sem eru Hundasvæði á Egilsstöðum, afgreiðslufundur byggingarfulltrúa og Stórurð-Dyrfjöll og verða þeir liðir númer 11,12 og 13 í dagskránni.

1.Dagur íslenskrar náttúru 2015

201508042

Dagur íslenskrar náttúru haldinn 16. september 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins til að hafa náttúruna sem þema við leik og störf á þessum degi. Einnig hvetur nefndin íbúa og gesti til að njóta þeirra fjölmörgu náttúruperlna sem er að finna í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

201505058

Til umræðu er fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og haldinn verði fundur um fjárhagsáætlunina 17.09.2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ásgeirsstaðir umsókn um stofnun lóðar

201508074

Erindi dagsett 18.08.2015 þar sem Guðrún Jónsdóttir kt.1507613369 og Guðjón Baldursson kt.120958-2919 sækja um stofnun lóðar skv.14.gr.laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækenda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sláttuvél og grassláttur

201508075

Til umræðu er grassláttur í sveitarfélaginu og endurnýjun tækjabúnaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að afla frekari gagna um málið. Nefndin kallar eftir samantekt um starfsemi sláttugengisins og vinnuskólans á liðnu sumri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um lóð

201508077

Erindi dagsett 18.08.2015 þar sem Bóas Eðvaldsson kt. 011163-3199 sækir um f.h. Strandartinds ehf. kt. 640306-0170, lóðina Skjólvangur 1, Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur umhverfis- og framkvæmdafulltrúa að láta kostnaðarmeta framkvæmd við að gera lóðina hæfa til úthlutunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um að fella Aspir

201508076

Erindi í tölvupósti dagsett 21.08.2015 þar sem Finnur Ingi Hermannsson f.h. Mílu ehf. kt. 4602071690 óskar eftir heimild til að fella 3 til 5 aspir norðan við húsið Fagradalsbraut 9.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að aðeins þær Aspir verði fjarlægðar, sem skyggja á örbylgjusamband við Hellisheiði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bjarkasel 16 færsla á bílskúr

201508079

Til umræðu er staða mála vegna Bjarkasels 16.

Málið er í vinnslu.

8.Merkingar við Sláturhúsið

201508078

Erindi í tölvupósti dagsett 19.08.2015 þar sem Unnar Geir Unnarsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Sláturhússtjóri, vekur athygli á að setja þurfi upp skilti til upplýsingar um þá starfsemi sem fram fer í Sláturhúsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gerð verði heildstæð tillaga að merkingum Sláturhússins og hún lögð fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015 útboðs- og verklýsing

201507057

Lögð er fram tillaga að útboðs- og verklýsingu fyrir sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði. Tillagan er unnin af Mannvit hf.

Málinu frestað.

10.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

201501050

Til umræðu er snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málið er í vinnslu.

11.Hundasvæði á Egilsstöðum

201412015

Halldórsdóttir kt.120687-2209 óskar eftir fyrir hundaeigendur á Egilsstöðum, góðu afmörkuðu svæði, sem hægt er að nota fyrir lausahlaup, göngutúra auk íþrótta sem gætu komið upp eins og hundafimi, hlýðnikeppnir og próf.
Fyrir liggur tölvupóstur dags.16.03.2015 ásamt skissu af fyrirkomulagi. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í fyrri bókun nefndarinnar um fund með hagsmunaaðilum.
Nefndin hvetur hundeigendur til að mynda félag, sem komið gæti að samráði um gerð hundasvæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 143

1508013

Lögð er fram fundargerð 143. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 26.08.2015. Fundargerðin er í þremur liðum.

Lagt fram til kynningar

12.1.Umsókn um byggingarleyfi

201410009

Lagt fram til kynningar

12.2.Umsókn um rekstrarleyfi/Umsagnarbeiðni

201508044

Lagt fram til kynningar

12.3.Umsókn um rekstrarleyfi/Umsagnarbeiöðni

201508043

Lagt fram til kynningar

13.Stórurð-Dyrfjöll 2015

201508010

Fyrir liggur kostnaðaráætlun fyrir Stórurðarverkefnið ásamt drögum að samningi við Borgarfjarðarhrepp.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að haldið verði áfram með verkefnið eins og fjárheimildir leyfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:16.

Getum við bætt efni þessarar síðu?