Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

5. fundur 27. ágúst 2014 kl. 17:00 - 20:04 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson varamaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Kynning á skipulagsverkefnum

201408107

Kynning á deiliskipulagsvinnu innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Skarphéðinn Smári Þórhallsson kynnir verkefnin.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Skarphéðni Smára kynninguna.

2.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

201404128

Lagt er fram svar Umhverfisstofnunar við tölvupósti dagsett 15.júlí 2014, um flokkun sveitarfélaga vegna endurgreiðslu kostnaðar við refaveiðar.


Lagt fram til kynningar

3.Gangnaboð og gangnaseðlar 2014

201408099

Fyrir liggja gangnaboð frá fjallskilastjórum á eftirtöldum svæðum: Skriðdal, Eiðaþinghá, Fellum og Jökuldal norðan ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gangnaboð. Nefndin felur starfmani að senda gangnaboðin út.
Nefndin samþykkir að veita starfsmanni nefndarinnar umboð til að samþykkja og senda út eftirfarandi gangnaboð:
Tunga og Jökuldalur austan ár, Hjaltastaðaþinghá, og Vellir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalfundur SSA 2014

201408047

Bæjarráð óskar eftir ábendingum um málefni sem æskilegt væri að aðalfundur SSA taki afstöðu til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalskoðun leiktækja, hvað varðar íþyngjandi reglugerð um árlega aðalskoðun.

Fyrirkomulag á skiptingu endurgreiðslu ríkisins vegna refaveiða útfrá íbúfjölda en ekki sé miðað við t.d. stærð sveitarfélaga.

Héraðsvegir, aukið fjármagn í viðhald og uppbyggingu.

Styrkvegir, of lítið fjármagn m.v. lengd styrkvega í sveitarfélaginu.

Fjarskipta- og gagnaflutningur í dreifbýli.

Afnema dreifbýlisálag á dreifingu raforku.

Lagarfljótsbrú, verði tekin inn í fyrsta hluta samgönguáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reynihvammur 5, umsókn um byggingarleyfi

201408101

Óskað er eftir umsögn vegna byggingaráforma um byggingu sólstofu að Reynihvammi 5, Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir, þar á meðal samþykki lóðarhafa Reynihvammi 3 og 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlanda og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.
Málið var áður á dagskrá 13.08.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til umsagnar HAUST er ljóst að miðað við núverandi skilgreiningu í meðfylgjandi starfsleyfi HEF ehf., mun HAUST ekki samþykkja fyrirhugaða framkvæmd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skoðað verði hvor hægt er að breyta skilgreiningu á grannsvæði vegna starfsleyfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kröflulína 3, 2014

201211010

Fyrir liggur svar Skipulagsstofnunar við erindi Fljótsdalshéraðs dagsett 21.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boða þá sem gerðu athugasemdir til fundar vegna málsins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Strætó tímaáætlun 2014

201408106

Fyrir liggur tímaáætlun fyrir strætó veturinn 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Kaupvangur 9, umsókn um byggingarleyfi

201408120

Erindi dagsett 22.08.2014 þar sem Halldór Waren, óskar eftir byggingarleyfi fyrir uppsetningu á tveimur veggjum á efri hæð hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfmanni að afla frekari upplýsinga um tilgang og umfang framkvæmdarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:04.

Getum við bætt efni þessarar síðu?