Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

12. fundur 26. nóvember 2014 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Harðarson varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi og verður sá liður númer 26 í dagskránni.

1.Úttekt á brunaviðvörunarkerfi í Fellaskóla

201411004

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Rafteymis dags. 28.10.2014.
Staður eftirlits er Fellaskóli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Urriðavatn.

Þórhallur Harðarson vék af fundi kl. 19:45

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Uppsalir í Eiðaþinghá

201411045

Erindi dagsett 06.11.2014 þar sem Þórhallur Pálsson fyrir hönd landeigenda jarðarinnar Uppsala, fer þess á leit að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, á þann hátt að reitur merktur F57 verði felldur út og að reitur B15 verði stækkaður til austurs og nái einnig yfir það svæði sem F57 er nú á.
Málið var áður á dagskrá 12.11.2014


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir ofangreinda breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Miðás staða lóða

201411134

Fyrir liggja upplýsingar um stöðu lóöa við Miðás Egilsstöðum.

Málið er í vinnslu.

5.Umsókn um stöðuleyfi

201411133

Erindi í tölvupósti dagsett 20.11.2014 þar sem Sæmundur Eiríksson f.h. Reynis G. Hjálmtýssonar kt. 210946-3229 óskar eftir stöðuleyfi fyrir sumarhúsi, sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Reynishaga í Skriðdal. Fyrir liggja teikningar af húsinu ásamt umsókn um byggingarleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er heimilt að gefa stöðuleyfi fyrir byggingar þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að húsið verði geymt á Reynishaga þar til byggingarleyfi hefur verið gefi út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201309043

Erindi í tölvupósti dagsett 17.11.2014 þar sem Sigrún Hólm Þorleifsdóttir f.h. Þjónustusamfélagsins, minnir á fyrri erind frá Þjónustusamfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að bílastæðamál og málefni Fagradalsbrautar eru í vinnslu. Hvað varðar snjómokstur og snjólosunarsvæði þá beinir
nefndin því til starfsmanns og þeirra sem stýra snjómokstrinum að huga að snjólosunarsvæðum í miðbænum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Eldvarnarskoðun/Hallormsstaðaskóli

201409078

Lagt er fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu dags. 21.10.2014, þar sem gerð er grein fyrir úrbótum venga athugasemda Brunavarna á Austurlandi dagsett 12.09.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir fresti til að bregðast við athugasemdum Brunavarna á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Beiðni um að rífa sæluhús á Fagradal

201410070

Erindi í tölvupósti dagsett 07.10.2014 þar sem Steinunn Ingimarsdóttir f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, óskar eftir leyfi til að rífa Sæluhúsið á Fagradal.
Málið var áður á dagskrá 12.11.2014.
Sæluhúsið hefur verið skráð á Björgunarsveitina Hérað í Þjóðskrá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfsmanni að kalla eftir umsögn Minjaverndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð fyrir Lagarfljótsorminn

201411119

Erindi í tölvupósti dags. 10.11.2014 þar sem Hlynur Bragason kt.220766-4709 sækir um lóð fyrir skipið Lagarfljótsorminn. Fyrirhugað er að vera með veitingahús í skipinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu á grundvelli gildandi skipulaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Hátungur deiliskipulag

201411055

Lögð er fram lýsing vegna skipulagsáforma um deiliskipulag fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði dagsett 08.09.2014.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi kl. 19:15.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Landsvirkjun, bakkavarnir neðan Lagarfljótsbrúar

201411081

Erindi dagsett 12.11.2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Landsvirkjunar fer þess á leit, að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili gerð 300 m bakkavarnar á hólmum neðan brúar yfir Lagarfljót, samkvæmt meðfylgjandi loftmynd. Gert er ráð fyrir að grjótið verði tekið úr námu Þórfells ehf. í Selhöfða. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörnunum. Nefndin bendir á að þetta er viðkvæmt svæði á náttúruminjaskrá og verður að tryggja að ekki verð neinar skemmdir á umhvefinu vegna framkvæmdanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skoðunarskýrsla Brunaviðvörunarkerfis í leikskólanum Skógarlandi

201411001

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Rafteymis dags. 24.10.2014.
Staður eftirlits er leikskólinn Skógarlöndum 5.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Úttekt á Brunaviðvörunarkerfi /Brúarásskóli

201411003

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Rafteymis dags. 27.10.2014.
Staður eftirlits er Brúarásskóli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Mannvit hf. Samningur um verkfræðiráðgjöf / Sorphirða á Fljótsdalshéraði

200809095

Til umræðu er sorphirða á Fljótsdalshéraði

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að kalla eftir verðhugmynd um verkfræðiráðgjöf vegna vinnslu útboðsgagna fyrir sorphirðu á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Eftirlitsskýrsla HAUST 2014/Áhaldahús

201411044

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST dags. 04.11.2014.
Staður eftirlits er Áhaldahús að Tjarnarási 9.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Eftirlitsskýrsla HAUST 2014/Íslenska Gámafélagið

201411047

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST dags. 07.11.2014.
Staður eftirlits er Íslenska Gámafélagið Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Eftirlitsskýrsla HAUST/Íþróttahús og sundlaug Hallomsstað

201411064

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST dags. 11.11.2014.
Staður eftirlits er íþróttamiðstöðin Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Eftirlitsskýrsla HAUST/Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum

201411080

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST dags. 13.11.2014.
Staður eftirlits er Íþróttamiðstöð Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Fundargerð 119. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

201411085

Lögð er fram fundargerð 119.fundar heilbrigðisnefndar Austurlands frá 12.11.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Heilbrigðisnefndar þar sem skorað er á ráðherra að beita sér fyrir því, að ríkisstofnanir nýti þær heimildir, sem fyrir eru í lögum til að fela heilbrigðisnefndum eftirlitsverkefni fyrir þeirra hönd. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Mötuneyti Egilsstaðaskóla/ eftirlitsskyrsla HAUST

201411088

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST dags. 06.11.2014.
Staður eftirlits er Mötuneyti Egilsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Landsnet, umsókn um framkvæmdaleyfi

201411101

Erindi dagsett 14.11.2014 þar sem Smári Jóhannsson f.h. Landsnets hf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu neyðartengingar milli Fljótsdalslínu 3 og 4 nærri tengivirki Landsnets á Hryggstekk. Fyrir liggja skýringarmyndir af fyrirhugaðri framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á neyðartengingunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

201410054

Fyrir liggur fundargerð fyrsta fundar vinnuhóps um íbúðarhúsnæði í eigu Fljótsdalshéraðs 12.11.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta fara fram úttekt á íbúðarhúsnæði samkvæmt bókun vinnuhópsins, að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

23.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fjárhagsáætlun 2015

201408040

Lögð er fram tillaga að fjárfestingaverkefnum.

Freyr Ævarsson vék af fundi kl. 17:10

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðar fjárfestingar fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

24.Samningur um grenjaleit og refaveiðar/Jóhann Ö Ragnarsson

201411114

Erindi dagsett 18.11.2014 þar sem bréfritari segir upp grenjavinnslu þeirri sem samningur við Fljótsdalshérað segir til um.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jóhanni fyrir hans störf. Nefndin felur starfsmanni að ráða veiðimann í hans stað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

25.Loftslagsverkefni Landverndar

201411111

Erindi frá Landvernd dagsett 20.11.2014 þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í loftslagsverkefni Landverndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu. Kostnaður vegna þess allt að 150.000,- kr. á árinu 2015, greiðist af lið 09 52.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

26.Sorphirðudagatöl 2015

201411040

Lögð eru fram sorphirðudagatöl fyrir árið 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu 2 fyrir sorphirðurdagatal í dreifbýli og tillögu 3 fyrir sorphirðudagatal í þéttbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?