Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

27. fundur 24. júní 2015 kl. 17:00 - 19:54 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður að bæta einu máli við dagskrána, sem er afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, og verður sá liður nr. 1 í dagskránni.

1.Beiðni um afnot af knattspyrnuvellinum í Selskógi fyrir hlussubolta

201506133

Erindi dagsett 15.06.2015 þar sem Guðjón Hilmarsson kt.151079-5209 og Bylgja Borgþórsdóttir kt.070380-5369 óska eftir stöku afnotum af knattspyrnuvellinum í Selskógi fyrir hlussubolta (bubbleball).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

201501002

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dagsett 08.04.2015 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015.
Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015.

Málinu frestað.

3.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipula. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015.
Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015.

Málinu frestað.

4.Molta lífrænn úrgangur

201505057

Til umræðu er moltugerð og meðhöndlun lífræns úrgangs.
Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.
Fyrir liggur minnisblað frá Mannvit dagsett 10.06.2015. Málið var áður á dagskrá 10.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að leita upplýsinga um jarðgerðarvél og taka saman áætlaða aukningu á lífrænum úrgangi vegna nýs starfsleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka

201505076

Erindi í tölvupósti dagsett 28.05.2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h.Vegagerðarinnar óskar eftir að efnistökunámurnar við Skóghlíð og Heiðarenda verði settar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Málið var áður á dagskrá 10.06.2015.
Fyrir liggur tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 22.júní 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til töluliðs 2.04 í viðauka 1 við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, nr.106/2000 og 2.viðauka sömu laga, þá telur umhverfis- og framkvæmdanefnd að ekki þurfi umhverfismat framkvæmda.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga um óverulega breygingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 22.júní 2015 verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar skv.2.mgr.36.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

201401135

Lögð er fram tillaga frá ARKÍS um þóknun fyrir endurskoðun á miðbæjarskipulaginu á Egilsstöðum dagsett 23.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við ARKÍS um framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Gjaldskrárbreytingar

201403112

Fyrir liggur tillaga um breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyisgjald og þjónustugjald byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði". Málið var áður á dagskrá 10.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skiplags- og byggingarfulltrúa að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hafrafellsbæir vegvísir

201506140

Erindi í tölvupósti dagsett 12.06.2015 þar sem Anna Heiða Óskarsdóttir kt.251159-2119 vekur athygli á, að koma þurfi upp vegvísi að Hafrafellsbæjunum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfsmanni að leita upplýsingar um skyldur sveitarfélagsins um uppsetningu skilta í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Brú við Klaustursel

201506139

Til umræðu er flutningur á brúnni yfir Jökulsá á Dal við Klaustursel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að kannað verði með framtíðarnot fyrir brúna.

Nefndin samþykkir að kalla eftir hugmyndum á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshéraðs um not brúarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Breyting á Aðalskipulagi til umsagnar

201506138

Erindi í tölvupósti dagsett 08.06.2015 þar sem Valur Sveinsson f.h. Fjarðabyggðar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögur að tveimur aðalskipulagsbreytingum í Fjarðabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Beiðni um frest á flutningi

201506137

Erindi í tölvupósti dagsett 08.06.2015 þar sem Hróar Björnsson f.h. Börns Oddssonar óskar efit fresti til að fjarlægja frístundahús á lóðinni Unalækur D7.
Fyrir liggur niðurstaða stjórnarfundar í Unalæk ehf.sem haldinn var 05.06.2015 ásamt ábyrgðarbréfi til Björns Oddssonar dagsett 28.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að aðhafast ekkert í málinu til 24.júlí 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

201506106

Erindi í tölvupósti dagsett 12.06.2015 þar sem Bryndís Fiona Ford skólameistari Hússtjórnarskólans óskar eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar leyfi fyrir þeim húsum sem nú eru á lóð Hússtjórnarskólans, og eru notuð til gistingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að taka saman upplýsingar um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

201504085

Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem íbúar að Lagarási 2 mótmæla því, að sveitarfélagið mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fossgerði/Lóð 4, umsögn vegna stofnunar lögbýlis

201409120

Fyrir liggur umsókn um stofnun lögbýlis að Fossgerði/Lóð 4 landnúmer 196502. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá 23.09.2014.

Esther Kjartansdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á lóðinni Fossgerði/Lóð 4 þegar breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs hefur verið staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Beiðni um að taka landspildu í fóstur

201506127

Erindi dagsett 16.06.2015 þar sem Eyþór Hannesson kt.280655-0079 og Alda Ósk Jónsdóttir kt.150659-2569 óska eftir að taka landspildu í fóstur við austurhlið lóðar sinnar að Árskógum 20, Egilstöðum. Með fylgir loftmynd af fyrirhugaðri spildu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að landspildan verði tekin í fóstur. Nefndin áskilur sér rétt til að taka landið eða hluta þess til baka ef sveitarfélagið telur þörf á. Skipulag og umhirða svæðisins verði gerð í samráði við umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 140

1506014

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18.06.2015.

Lagt fram til kynningar.

17.Samningur um refaveiði.

201409031

Lagður er fram samningur við Hjört Magnason kt.110748-4429 og Boða Stefánsson kt.100562-4059 um refaveiði. Um er að ræða vetrarveiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir samninginn með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Fundargerð húsfélagsins Miðvangi 18, 11.06.2015

201506111

Lögð er fram fundargerð húsfélagsins Miðvangi 18 dagsett 11.06.2015.

Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerð 123. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201506078

Lögð er fram fundargerð 123. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands dagsett 03.06.2015.

Lagt fram til kynningar.

20.Eyvindará 2, uppbygging ferðaþjónustu

201506103

Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem Sveinn Guðmundsson hrl. f.h. ábúenda að Eyvindará 1, Eyvindará IV, lóðar nr. 7 (austan við lóð Eyvindarár II), og eigandi lóðar sem er hluti úr lóð Eyvindarár IV, gerir athugasemd við uppbyggingu á lóðinni Eyvindará II.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að óskað verði eftir fundi með málsaðilum.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum bréfritara um ástand heimreiðar og brúar til Vegagerðarinnar til upplýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 11. apríl 2015

201506042

Erindi dagsett 02.06.2015 þar sem stjórn Búnaðarsambands Austurlands fer þess á leit að sveitarstjórn hlutist til um að styrkja garnaveikibólusetningar hjá þeim bændum sem sannarlega hafa orðið fyrir tjóni af völdum garnaveki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sveitarfélagið greiði allt að kr. 268,- pr. skamt fyrir garnaveikibóluefni fyrir veturgamalt og tveggjavetra fé í Héraðshólfi, sem bólusett var síðastliðið haust. Kostnaðurinn færist af lið 13.29 önnur landbúnaðarmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu

201506116

Lagt er fram minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. apríl 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að allt húsnæði í sveitarfélaginu sem notað er til sölu gistingar verði skattlagt skv. skattflokki C frá 01.01.2016.
Starfsmanni falið að birta auglýsingu þar um sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.1.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/umsagnarbeiðni

201506121

Lagt fram til kynningar.

22.2.Umsókn um rekstrarleyfi/gisting

201506019

Lagt fram til kynningar.

22.3.Umsókn um rekstrarleyfi/umsagnarbeiðni

201506082

Lagt fram til kynningar.

22.4.Umsókn um byggingarleyfi/gróðurhús

201403067

Lagt fram til kynningar.

22.5.Umsókn um byggingarleyfi

201505170

Lagt fram til kynningar.

22.6.Umsókn um byggingarleyfi

201506022

Lagt fram til kynningar.

22.7.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

201505082

Lagt fram til kynningar.

22.8.Beiðni um leyfi fyrir þjónustuhúsi á Fellavelli

201505129

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:54.

Getum við bætt efni þessarar síðu?