Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

23. fundur 12. maí 2015 kl. 17:00 - 19:58 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Fundargerð 70. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

201504118

Lögð er fram fundargerð 70.fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs dagsett 23. apríl 2015.

Lagt fram til kynningar.

2.Breytingar á skipulagi landsvæðis við Egilsstaðakoll.

201309137

Erindi innfært 23.9.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Egilsstaða 2, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta landnotkun við Norðurkoll í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þannig að þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur staðsetning á fyrirhuguðu svæði. Málið var áður á dagskrá 09.10.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 eins og fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Breytingar á skipulagi landssvæðis

201312050

Erindi dagsett 8.1.2014 þar sem Elsa Björg Reynisdóttir kt. 210365-4009 óskar eftir að landnotkun á landi Mjóaness í Vallahreppi landnúmer 157540 verði breytt úr landbúnaði í svæði fyrir frístundabyggð. Málið var áður á dagskrá 22.01.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 eins og fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Grímsárvirkjun deiliskipulag

201411072

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 04.03.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 14.11.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 12. mars til 24. apríl 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 24. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Endurbætur á vegum á Fljótsdalshéraði.

201505051

Erindi í tölvupósti dagsett 27.04.2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir Vegagerðinni tilkynnir um fyrirhugað útboð á styrkingu og endurbótum á veginum frá Jökulsá á Brú og upp Heiðarendann á um 6,4 km. kafla. Áætlað efnismagn er samtals um 36.000 m3.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2015

201501198

Fyrir liggja til kynningar fundargerðir 4.og 5. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands 2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi við bergstyrkingar

201505049

Erindi í tölvupósti dagsett 21.04.2015 þar sem Georg Þór Pálsson f.h.Landsvirkjunar tilkynnir um áform um að bergstyrkingar undir yfirfallsrennu Hálslóns í sumar. Verktíminn er frá 8. júní til 18. júlí 2015. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að hafin verði vinna við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Tilkynning um nýræktun skóga

201504092

Fyrir liggur til kynningar samningur um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt á Grund á Jökuldal. Um er að ræða 50 ha. svæði, en fyrir er á jörðinni samningur um 98.ha. svæði til nytjaskógræktar.

Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi v.endunýjunar stofnlagnar um Egilsstaðanes

201504130

Erindi dagsett 27.04.2015 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagna hitaveitu, vatnsveitu og ljósleiðara um Egilsstaðanes samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Jafnframt er óskað eftir samvinnu Fljótsdalshéraðs, þannig að hægt sé að útbúa göngu/hjólreiðastíg meðfram lóð Menntaskólans að Tjarnarbraut, með sama fyrirkomulagi og gilt hefur um þá framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri framkvæmd.

Nefndin leggur áherslu á að frágangi verði hagað með þeim hætti að stígurinn verði tilbúinn til malbikunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Framkvæmdir 2015

201505030

Til umræðu eru framkvæmdir 2015, gatnaframkvæmdir, göngustígar o.fl. og viðhald gatna.
Hugrún Hjálmarsdóttir frá Eflu og Kári Ólason forstöðumaður þjónustumiðstöðvar mæta á fundinn til að ræða þessi mál.

Hugrún og Kári fóru yfir fyrirhuaðar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni gatna og göngustíga 2015.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Hugrúnu og Kára fyrir kynninguna.

11.Tjarnarás 9 leigusamningur

201505048

Lögð er fram tillaga að leigusamningi við Minjasafn Austurlands um geymslu fyrir muni safnsins í suðurenda húsnæðisins að Tjarnarási 9, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að leigusamningi við Minjasafn Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð

201504113

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir athugasemdir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði að lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fundargerð 122. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201504098

Lögð er fram fundargerð 122./4. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 15.04.2015.

Lagt fram til kynningar.

14.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

201410054

Lögð er fram greinargerð starfshóps um íbúðarhúsnæði Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar vinnuhópnum fyrir greinargerðina. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að þær eignir sem vinnuhópurinn leggur til að verði seldar, verði settar í söluferli.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerð verði stöðuúttekt á öðru húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

201505012

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál. Umsögn berist fyrir 15.maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið, en leggur áherslu á að nytjaréttur sem fyrir var skerðist ekki, svo sem beitar- og veiðiréttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Merkingar á gatnamótum Tjarnarbrautar og Fagradalsbrautar.

201505010

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað um að bæta úr umferðarmerkingum á gatnamótum Tjarnarbraut/Fagradalsbraut.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Merkingar eru þegar komnar upp. Yfirborðsmerkingar verða endurnýjaðar samhliða öðrum yfirborðsmerkingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fjölskyldu- og húsdýragarður á gamla tjaldsvæðinu.

201505009

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað um að starfræktur verði fjölskyldu- og húsdýragarður á gamla tjaldsvæðisreitnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að starfsemi af þessu tagi samræmist ekki þeim hugmyndum sem uppi eru um miðbæ Egilsstaða.

Nefndin er fús til viðræðna við þá aðila sem áhuga hafa á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Bætt öryggi gangandi vegfarenda

201504031

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 09.04.2015 um að bæta snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstígum, gangstéttum og bílaplönum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar verklagsreglna fyrir snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstéttum og göngustígum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:58.

Getum við bætt efni þessarar síðu?