Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

11. fundur 12. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:59 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Harðarson varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

201411035

Lagðar eru fram ályktanir aðalfundar SSA 2014, sem snúa að umhverfis- og framkvæmkdanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir ályktanir aðalfundar SSA hvað varðar viðhald vega, brýr, lífrænan úrgang og refa- og minkaveiðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Til umræðu er eftirfarandi: húsnæði og ásýnd í miðbænum, vinnubrögð við veitingu leyfis fyrir gistihús og orkusparnaður og varmadælur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd mun hafa þessar athugasemdir til hliðsjónar. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Uppsalir í Eiðaþinghá

201411045

Erindi dagsett 06.11.2014 þar sem Þórhallur Pálsson fyrir hönd landeigenda jarðarinnar Uppsala, fer þess á leit að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, á þann hátt að reitur merktur F57 verði felldur út og að reitur B15 verði stækkaður til austurs og nái einnig yfir það svæði sem F57 er nú á.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Gjaldskrár 2014

201311075

Lögð eru fram drög að gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Kostnaður vegna handsömunar og vörslu, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanna, aksturs- og flutningskostnaður:
kr. 7.000,- á hvern stórgrip.
Kr. 3.500,- á hverja kind.
Í þeim tilvikum þar sem Fljótsdalshérað hefur búfé í vörslu yfir 6 klukkustundir þá er kostnaður vegna vörslu, fóðrunar, brynningar og eftir atvikum hýsingar, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður:
kr. 15.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hvers stórgrips.
kr. 5.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hverrar kindar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og felur starfsmanni að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um að rífa sæluhús á Fagradal

201410070

Erindi í tölvupósti dagsett 07.10.2014 þar sem Steinunn Ingimarsdóttir f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, óskar eftir leyfi til að rífa Sæluhúsið á Fagradal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir samþykki skráðs eiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Geymslusvæði fyrir moltu

201401041

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 1.nóvember 2014. Staður eftirlits: Moltugeymsla í landi Mýness.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um byggingarlóð

201410073

Erindi dagsett 16.10.2014 þar sem Þröstur Stefánsson f.h. Kraftís ehf. kt.690606-2320 sækir um lóðina Miðás 17, til byggingar iðnaðarhúsnæðis. Málið var áður á dagskrá 22.10.2014.
Fyrir liggja áform um nýtingu lóðarinnar, einnig yfirlýsing um að Héraðsverk hafi áhuga á að sækja um lóðina Miðás 39 til lengri tíma ef skipulagi svæðisins verður breytt þannig að lóðin verði skilgreind sem geymslulóð.

Málið er í vinnslu.

8.Vinnubúðir, ósk um geymslulóð

201210083

Umsókn dagsett 03.11.2014 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. kt.6803881489, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á lóðinni Miðás 39, Egilsstöðum.

Málið er í vinnslu.

9.Umsókn um byggingarlóð

201411042

Umsókn dagsett 07.11.2014 þar sem Þröstur Stefánsson kt.171157-3749 f.h. Þ.S.Verktaka, sækir um lóðina Miðás 39.

Málið er í vinnslu.

10.Beiðni um stækkun íbúðarhúsalóðar

201411022

Erindi dagsett 31.10.2014 þar sem Magnús M. Norðdahl hrl. óskar eftir að lóðin Egilsstaðir 6 á Egilsstöðum verði stækkuð úr 0,368 ha. í 0,9860 ha. Fyrir liggur yfirlýsing um stækkun og hnitsettur uppdráttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjandi og felur starfsmanni að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Beiðni um afnám einstefnu í Bláskógum

201411030

Erindi dagsett 03.11.2014 þar sem Sigurbjörg Þórarinsdóttir kt.2002453779, Bjarni Kristmundsson kt.140743-4969 og Þórarinn Bjarnason kt.240870-3479 óska eftir að einstefna í Bláskógum verði afnumin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til umsagnar umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

201401162

Fyrir liggur tillaga um hvernig koma megi fyrir fimleikasal og áhaldageymslu við Íþróttamiðstöðina.

Undir þessum lið funduðu íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd sameiginlega.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að áhaldageymslan við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum verði staðsett norðan við húsið, samkvæmt tillögu Arkitektastofunnar dagsett 29.10.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

201410072

Lagt er fram fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16.10. 2014. Málinu vísað frá bæjarráði til upplýsinga.

Lagt fram til kynningar.

14.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

201410133

Lagt fram erindi dagsett október 2014 þar sem Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson fyrir hönd Hestamannafélagsins Freyfaxa, óskar eftir langtíma afnotasamningi af Stekkhólma á Völlum. Fyrir liggur deiliskipulag af svæðinu. Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd setur sig ekki upp á móti því, að gerður verði afnotasamningur við Hestamannafélagið Freyfaxa, en mælist til að það land sem ætlað er undir byggingar samkvæmt deiliskipulagi verði undanskilið. Nefndin bendir á að gera þarf uppdrátt sem sýnir landið sem samningurinn nær yfir.

Já sögðu fjórir (EK, ÁB, ÁK og PS), einn greiðir ekki athvæði (ÞH).

14.1.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/umsagnarbeiðni

201410027

Lagt fram til kynningar.

14.2.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi v.gistingar/umsagnarbeiðni

201410030

Lagt fram til kynningar.

14.3.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/umsagnarbeiðni

201410114

Lagt fram til kynningar.

14.4.Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi

201409037

Lagt fram til kynningar.

14.5.Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

201411029

Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 133

1411003

Lagður er fram 133. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundurinn er í 5 liðum.



Lagt fram til kynningar

16.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði 2015

201411039

Lögð eru fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.
Freyr Ævarsson kynnti gjaldskrárbreytingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskránni:
Sorphirðu- og sorpförgunargjald verður 24.253,- kr á hverja íbúð í þéttbýli, á lögbýli og íbúðarhús utan þéttbýlis.

Gjald fyrir auka gráa tunnu (undir almennt sorp) verður 8.585,- kr/ár

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar:
Grófur óflokkaður úrgangur 37,80,- kr/kg
Blandaður úrgangur 32,60,- kr/kg.
Seyra/úrgangur úr fituskiljum 5,60,- kr/kg
Endurvinnanlegt timbur 10,80,- kr/kg
Óendurvinnanlegt timbur 32,60,- kr/kg
Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 22,50,- kr/kg
Kjöt og sláturúrgangur 22,50,- kr/kg
Heimilistæki o.fl. 0,00,- kr/kg
Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír
og annar pappír ótækur til endurvinnslu 32,60,- kr/kg
Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og
olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl. 20,00,- kr/kg
Ýmis spilliefni, s.s.málning, lyf, sprautunálar,
flugeldar, úðabrúsar 100,00,- kr/kg
Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar yfir 100 lítrum 6.627,- kr/stk
Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar undir 100 lítrum 1.658,- kr/stk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:59.

Getum við bætt efni þessarar síðu?