Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

9. fundur 08. október 2014 kl. 17:00 - 20:25 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Harðarson varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Grímsárvirkjun, umsókn um byggingarleyfi

201409106

Erindi dags. 17.09.2014, þar sem Helgi Hafliðason kt.020341-2979 f.h. Rarik ohf kt.520269-2669 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir aðveitustöð við Grímsárvirkjun. Aðalteikningar eru unnar af Helga Hafliðasyni undirritaðar af sama. Teikningar eru dags.10.09.2014 . Brúttóflatarmál byggingar er 292,7 m2. Brúttórúmmál byggingar er 1016,4 m3.

Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu er umsókninni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar samkvæmt gr.2.4.2 í Byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið, en með vísan í gr.2.7 í Skipulagsreglugerð nr.90/2013 gerir nefndin kröfu um gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Laufás, umsókn um botnlangagötu

201209078

Til umræðu er að gera Laufás að botngötu.
Málið var áður á dagskrá 28.05.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vegna umsóknar íbúa/húseigenda við Laufás dags. 12.05.2012 um að gera götuna að botngötu var ákveðið að loka götunni að sunnanverðu til reynslu.
Nú hefur komið í ljós að óánægja er með þessa framkvæmd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfmanni að láta fjarlægja lokunina og umferðarmerki sem sett hefur verið upp vegna þessa.

Nefndin samþykkir að hafna erindi um að gera Laufás að botngötu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ósk um samning um refaveiði

201409031

kt.100562-4059 óska eftir samningi við sveitarfélagið vegna vetrarveiði á ref, í skothúsi þeirra á Skjöldólfsstöðum, Jökuldal.
Málið var áður á dagskrá 10.09.2014.

Málið er í vinnslu.

4.Fossgerði/Lóð 4, umsögn vegna stofnunar lögbýlis

201409120

Fyrir liggur umsókn um stofnun lögbýlis að Fossgerði/Lóð 4 landnúmer 196502. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins.
Málið var áður á dagskrá 23.09.2014.

Esther vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til 2. og 18.greina Jarðalaga nr.81/2004 og það að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á tilgreindu svæði, þá gefur nefndin neikvæða umsög um stofnun lögbýlis.

Nefndin bendir umsækjanda á að hægt er að sækja um breytingu á skilgreiningu lóðarinnar í aðalskipulaginu þannig að það samræmist þeirri starfsemi sem óskað er eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

201410014

Lögð er fram útboðslýsing vegna efnistöku við Eyvindará-rekstur námu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að rekstur námunnar verði boðinn út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fyrirhuguð niðurfelling Fremri-Galtastaðavegar af vegaskrá

201409115

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Fremri Galtastaðavegar nr. 927-01, af vegaskrá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Nefndin mótmælir fyrirhuguðum áformum um niðurfellingu vegarins af vegaskrá, þar sem Fremri-Galtastaðavegur er aðkomuleið að friðlýstu húsi, sem er á vegum Þjóðminjasafnsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

201405156

Fyrir liggur fundargerð fundar dags.24.09.2014 þar sem rædd var framlenging verksamnings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Á 117. fundi skipulags- og mannvirkjanefnar 28.05.2014 var til umræðu undirbúningur útboðs og á 4. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 13.08.2014 var samþykkt að bjóða út snjómokstur í hluta sveitarfélagsins.
Í ljósi nýrra upplýsinga og samspils verktakasamninga þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að verktakasamningar við Þ.S verktaka og Bólholt verði framlengdir.
Á næsta ári verði verkið "snjómokstur og hálkuvarnir" í öllu sveitarfélaginu boðið út á grundvelli fyrri samþykktar nefndarinnar.

Samþykkir tillögunni eru 4 (EK, ÞH, ÁB og ÁK),
1 er á móti (PS).

Páll Sigvaldason leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að nefndin eigi að standa við bókun frá fundi 13.08.2014.

8.Félagsheimilið Hjaltalundur/eftirlitsskýrsla HAUST

201409154

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 23.09.2014. Staður eftirlits er Félagsheimilið Hjaltalundur.

Lagt fram til kynningar.

9.Laufás, umferð og umhverfi

201410005

Erindi dagsett 30.09.2014 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 gerir athugasemd við lokun sem sett hefur verið í sunnanverða götuna Laufás og botngötumerki sem sett hefur verið við norðurenda götunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendingarnar. Að öðru leiti er vísað til afgreiðslu á lið nr. 14 í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Verkefni til að draga úr notkun á plastpokum

201410010

Fyrir liggur bréf dagsett 15.09.2014 frá Pétri Sigurgunnarssyni þar sem vakin er athygli á söfnun til aðstoðar hjólastólanotendum, sem þurfa vegna aðstöðuleysis á sínum heimilum, að búa annarsstaðar.
Verkefnið gengur út á að seldar verða umhverfisvænar innkaupatöskur ásamt ruslapokum sem eyðast upp í náttúrunni á tveimur árum. Óskað er eftir samstarfi með þetta mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að kynna sér málið frekar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 132

1410002

Lögð er fram fundargerð 132. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 1.og 2. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði 2014

201409041

Lagðar eru fram fundargerðir 1.og 2. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði frá 04.09.2014 og 02.10.2014.

Lagt fram til kynningar.

13.Beiðni um kaup á landspildu.

201409071

Erindi innfært 11.09.2014 þar sem Áskell Einarsson kt.280745-2949 óskar eftir að fá keypta eins hektara landspildu úr landi Eiða á Kirkjuhöfða, eða fá leigt sama landsvæði til að byggja á umrætt hús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á því svæði sem sótt er um og lausar lóðir eru á þegar skipulögðu svæði á Eiðum, þá hafnar nefndin erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fjárhagsáætlun 2015

201408040

Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun 2015.
Málið var áður á dagskrá 23.09.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun að öðru leiti en sem fram kemur í bókun nefndarinnar frá 8. fundi. Nefndin telur fjárhagsramman of þröngan sem leiðir til of lítils viðhaldsfé í gatnakerfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.1.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/gisting

201410013

Lagt fram til kynningar.

14.2.Umsókn um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi

201409060

Lagt fram til kynningar.

14.3.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201410012

Lagt fram til kynningar.

14.4.Umsókn um byggingarleyfi

201409011

Lagt fram til kynningar.

14.5.Umsókn um byggingaráform

201309042

Lagt fram til kynningar.

14.6.Stekkjartröð 1, umsókn um byggingarleyfi/breytingar

201102120

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?