Fara í efni

Náttúruverndarnefnd

13. fundur 24. júní 2019 kl. 14:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bætt yrði við 10. máli á dagskrá fundarins, Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs 2019. Samþykktu fundarmenn það.

1.Ósk um breytingu aðalskipulags, Geitdalsvirkjun

201811150

Fyrir fundinum liggja drög að matsáætlun vegna umhverfismats fyrir Geitdalsvirkjun. Einnig áður kynnt drög að verkefnislýsingu. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi situr fundinn undir þessum lið til þess að fara yfir feril málsins, stöðu þess og lögbundna aðkomu náttúruverndarnefndar að því.

Fram kom að frestur til að skila athugasemdum við matsáætlun vegna umhverfismats er liðinn. Náttúruverndarnefnd mun því ekki skila inn ábendingum vegna hennar en hún var tekin fyrir hjá bæjarráði og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Á fundinum koma fram að skipulags- og byggingarfulltrúi mun óska eftir umsögn náttúruverndarnefndar um tillögu að verklýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi sem tekin verður fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Einnig mun verða óskað umsagnar náttúruverndarnefndar um endanlega tillögu að aðalskipulagsbreytingu þegar hún liggur fyrir síðar í ferlinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Stuðlagil á Jökuldal - Bókun stjórnar NAUST

201906102

Fyrir fundinum liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands er varðar Stuðlagil á Jökuldal, fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu og stöðu nærliggjandi náttúrusvæða í því samhengi. Í erindinu kemur fram áskorun um að náttúruverndarnefnd hlutist til um málefnið. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi situr fundinn undir þessum lið til þess að kynna stöðu skipulagsmála á svæðinu.

Aðalsteinn Jónsson vakti athygli á vanhæfi sínu til að taka þátt í umræðu og afgreiðslu undir þessum lið og úrskurðaði formaður hann vanhæfan. Vék hann af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

Náttúruverndarnefnd þakkar NAUST fyrir erindi sitt og tekur undir að mikilvægt er að horft sé heildstætt á verndargildi svæðisins og að framkvæmdir taki mið af því. Formanni nefndarinnar, ásamt verkefnastjóra umhverfismála, er falið að óska eftir fundi með fulltrúum landeigenda á Grund til þess að fara yfir málið.

Samþykkt samhljóða með 2 atkvæðum en einn var fjarverandi (AJ).


3.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

201902089

Fyrir fundinum liggur erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélagsins á fulltrúa í starfshóp um friðlýsingu Hrafnabjarga, Unaóss og Heyskála.

Náttúruverndarnefnd tilnefnir Stefán Boga Sveinsson sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Landskemmdir í tengslum við byggðarlínu

201905146

Bæjarstjórn vísar til náttúruverndarnefndar erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, ásamt ljósmyndum, þar sem bent er á landskemmdir á Fljótsdalsheiði vegna umferðar. Erindinu var áður beint til Landsnets.

Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að óska eftir upplýsingum frá Landsneti vegna málsins og jafnframt að kynna Fljótsdalshreppi erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.

201807038

Lögð fram samskipti sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar í kjölfar afgreiðslu náttúruverndarnefndar á erindi stofnunarinnar vegna auglýsinga utan þéttbýlis.

Formanni náttúruverndarnefndar er falið að ræða við fulltrúa umhverfisstofnunar um málsmeðferð stofnunarinnar í tengslum við ábendingar um ólöglegar auglýsingar utan þéttbýlis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kolefnisjöfnun Fljótsdalshéraðs

201809020

Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, gerir grein fyrir vinnu starfshóps um endurskoðun umhverfisstefnu sveitarfélagsins þar sem kolefnisjöfnun og kolefnisbókhald hefur borið á góma.

Náttúruverndarnefnd óskar eftir því að starfshópurinn geri tillögu að fyrirkomulagi kolefnisbókhalds og kolefnisjöfnunar og það verði hluti umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun náttúruverndarnefndar 2020

201906103

Undirbúningur hafinn að gerð starfs- og fjárhagsáætlunar nefndarinnar fyrir árið 2020.

Náttúruverndarnefnd beinir því til bæjarráðs að nefndinni verði markað fjármagn til að sinna verkefnum sínum og að hún vinni eigin fjárhagsáætlun fyrir 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Landvarsla á Víknaslóðum og nágrenni 2020

201906037

Bæjarstjórn vísar til náttúruverndarnefndar erindi sem varðar stuðning við landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð, Stapavík og Gönguskarði árið 2020.

Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.

9.Styrkir, norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytini, NBN

201905090

Lagt fram til kynningar erindi með ábendingu um norræna styrki til verkefna á sviði líffræðilegrar fjölbreytni.

10.Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs 2019

201905175

Bæjarstjórn vísaði málinu til náttúruverndarnefndar en það varðar rof á bökkum Lagarfljóts og viðbrögð við því.

Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga frá Landsvirkjun og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?