- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Umhverfismál
Aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 ítrekar nauðsyn þess að aðildarsveitarfélögin hugi að sameiginlegum áherslum í umhverfismálum m.a. hvað varðar svæðisáætlun um meðferð úrgangs og friðlýsingu svæða sem til þess eru fallin.
Brýnt er að ríkisvaldið leggi til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða. Samhliða friðlýsingu er mikilvægt að vinna verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir slík svæði svo þau séu í stakk búin til að taka við auknum ferðamannastraumi og ágangi. Þá er skorað á Umhverfisstofnun að tryggja aukna landvörslu á friðlýstum svæðum á Austurlandi.
Þjóðgarðastofnun og málefni Vatnajökulsþjóðgarðs
Aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 leggur áherslu á mikilvægi þess að áfram verði unnið að uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við þá stefnu sem lagt var upp með í upphafi og að stjórnsýsla þjóðgarðsins verði vistuð á starfssvæði hans. Hugmyndir að nýju fyrirkomulagi varðandi skipulag yfirstjórnar allra þjóðgarða á landsvísu mega ekki tefja þessa uppbyggingu. Jafnframt tekur fundurinn undir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um hina nýju Þjóðgarðastofnun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúrverndarnefnd tekur undir mikilvægi þess að sveitarfélög á Austurlandi séu samstíga í áherslum sínum hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Nefndin mun leitast við að upplýsa nágrannasveitarfélög og SSA um áform á þeim sviðum og jafnframt leita til þeirra eftir upplýsingum byggðar á reynslu af sambærilegum verkefnum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.