Fara í efni

Náttúruverndarnefnd

7. fundur 19. júní 2017 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Þórhildur Þöll Pétursdóttir formaður
  • Leifur Þorkelsson varaformaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Ástand friðlýstra svæða 2016

201706032

Náttúruverndarnefnd gagnrýnir þann stutta frest sem gefinn var til umsagna, en telur mikilvægt að reynt verði að finna leiðir til að hefta landbrot, sandfok og uppblástur og að stjórnar- og verndaráætlun fyrir svæðið verði kláruð. Náttúruverndarnefnd tekur undir það álit Umhverfisstofnunar að mikilvægt sé að auka og bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun/Ketilsstaðir 1 og 2

201611003

Náttúruverndarnefnd telur mikilvægt að við kaflann um veitur verði bætt umfjöllun um fráveitu. Náttúruverndarnefnd gerir ekki aðrar athugasemdir við tillöguna, að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalfundur SSA 2017

201705045

Náttúruverndarnefnd felur starfsmanni að vinna drög að ályktun sem snýr að náttúru- og landvernd á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?