Fara í efni

Náttúruverndarnefnd

3. fundur 22. apríl 2015 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Þórhildur Þöll Pétursdóttir formaður
  • Leifur Þorkelsson varaformaður
  • Eyrún Arnardóttir varamaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Fundur um þjóðlendumál 2015

201503158

Lögð fram tilkynning frá forsætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugðan fund um þjóðlendumál. Fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum þann 20.maí 2015.

Formaður eða varaformaður kemur til með að sitja fundinn fyrir hönd náttúruverndarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skýrsla náttúruverndarnefndar 2014

201501249

Lögð fram til kynningar skýrsla náttúruverndarnefndar 2014, sem send var Umhverfisstofnun þann 29. janúar 2015.

3.Uppsalir í Eiðaþinghá Aðalskipulagsbreyting

201411045

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Uppsali, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir sama svæði.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnislýsingu fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Erindið var einnig á dagskrá 2. fundar náttúruverndarnefndar þann 12. janúar 2015.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Smþykkt með tveimur atkvæðum, einn situr hjá (LÞ).

Leifur lætur bóka eftirfarandi:
Ég tel að rennsli út í Urriðavatn verði alltaf meira en 4 l/s og þess vegna séu forsendur fyrir umsögn Veiðimálastofnunar um mat á áhrifum á lífríki Urriðavatns brostnar.

5.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

201209108

Tekin er upp bókun umhverfis- og héraðsnefndar frá 28. maí 2013 varðandi fyrirhugaðan fund um friðlýsingar.

Náttúruverndarnefnd stefnir á að halda opinn kynningarfund um friðlýsingarmál í sveitarfélaginu og felur starfsmanni að hafa samband við Umhverfisstofnun og kanna mögulega fundartíma. Að öðru leyti er málið ennþá í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?