Fara í efni

Náttúruverndarnefnd

2. fundur 12. janúar 2015 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Þórhildur Þöll Pétursdóttir formaður
  • Leifur Þorkelsson varaformaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

201411035

Lagðar eru fram ályktanir aðalfundar SSA 2014, sem snúa að náttúruverndarnefnd.

Náttúruverndarnefnd hvetur til þess að staðið verði við gefin fyrirheit og umhverfismálum verði helgaður sérstakur liður á dagskrá næsta aðalfundar SSA.
Náttúruverndarnefnd tekur undir með SSA og hvetur ríkisvaldið til að leggja til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2014

201410123

Fyrir liggja m.a. niðurstöður umræðuhópa á ársfundi Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sem fram fór þann 6. nóvember sl.

Til kynningar

3.Aðalskipulagsbreyting, Uppsalir í Eiðaþinghá

201411045

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um erindi dagsett 06.11.2014 þar sem Þórhallur Pálsson fyrir hönd landeigenda jarðarinnar Uppsala, fer þess á leit að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, á þann hátt að reitur merktur F57 verði felldur út og að reitur B15 verði stækkaður til austurs og nái einnig yfir það svæði sem F57 er nú á.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

4.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

201301254

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalséraðs. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar-og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

5.Hvammur II, aðalskipulagsbreyting

201408031

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnislýsingu fyrir Hvamm II, vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

6.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnislýsingu fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Í vinnslu

7.Tilnefning á fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stjórn NA

201412019

Náttúruverndarnefnd tilnefnir Esther Kjartansdóttur sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stjórn Náttúrustofu Austurlands og Þórhildi Þöll Pétursdóttur sem varamann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

8.Landsvirkjun, bakkavarnir neðan Lagarfljótsbrúar

201411081

Til kynningar er erindi dagsett 12.11.2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Landsvirkjunar fer þess á leit, að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili gerð 300 m bakkavarnar á hólmum neðan brúar yfir Lagarfljót, samkvæmt meðfylgjandi loftmynd. Gert er ráð fyrir að grjótið verði tekið úr námu Þórfells ehf. í Selhöfða. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar. Erindið var samþykkt af bæjarstjórn þann 3.12. sl.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd svo lengi sem þess verði gætt að sem minnst rask hljótist af henni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?