Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

320. fundur 16. september 2020 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 525

2009010F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 526

2009013F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 2.7 og 2.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.2. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 2.2, og bar fram fyrirspurn og liði 2.3 og 2.7 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.2 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 202001001 Fjármál 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn fyrirliggjandi erindisbréf fyrir byggingarnefnd Menningarhúss á Egilsstöðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram aðalfundarboð Brunavarna á Austurlandi, sem boðaður er á Egilsstöðum 24. september nk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldir aðilar verði skipaðir til aðstoðar undirkjörstjórnum á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningarnar þann 19. september nk:

    Jón Hávarður Jónsson, Vignir Elvar Vignisson, Ólöf Ólafsdóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Ingvar Skúlason, Helga Rut Jónsdóttir, Anna Dís Jónsdóttir, Magnhildur Björnsdóttir, Jóhann Baldur Arngrímsson, Hugborg Hjörleifsdóttir, Erlendur Steinþórsson og Brynjar Árnason.

    Framangreindir aðilar sinni samskonar verkefnum og hafi sömu skyldur og kjörstjórnarfulltrúar, skv. nánari ákvörðun yfirkjörstjórnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest..
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var lögð fram samantekt frá verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála og forstöðumanni félagsmiðstöðva varðandi þátttöku í félagsmiðstöðvastarfi á Fljótsdalshéraði. Í samantektinni kemur fram að þátttaka í starfinu síðastliðinn vetur er umtalsvert meiri en fram kom í niðurstöðum Rannsóknar og greiningar, sem lá fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar fyrir greinargóða samantekt og yfirlit yfir það viðamikla starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum.
    Jafnframt er verkefnisstjóra íþrótta- tómstunda og formvarnarmála og forstöðumanni félagsmiðstöðva falið að koma á framfæri athugasemdum við forstöðumenn Rannsóknar og greiningar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til ráðherra málaflokksins og þingheims að taka þarf tillit til hagsmuna örbrugghúsa sem komið hefur verið á fót, oft í smærri byggðarlögum, og eru mikilvægur hluti af atvinnulífi og ferðaþjónustu á þeim stöðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138

2009005F

Til máls tóku: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 3.6 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.15.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar kom fram að ráðgjafar við hönnun nýs leikskóla í Fellabæ óska eftir því að vinna breytingu á núgildandi deiliskipulagi Fellaskóla, í stað þess að vinna nýtt deiliskipulag fyrir leikskólann samkvæmt samningi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Borist hefur svar frá hönnuðum við athugasemd sem barst við grenndarkynningu. Einnig hefur borist umsögn frá HEF.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið, enda verði haft samráð við veitustofnanir og HAUST um framkvæmdina. Bæjarstjórn samþykkir að senda þeim sem gerðu athugasemdir svar hönnuðar sem svar umhverfis- og framkvæmdanefndar við fram komnum athugasemdum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Borist hefur umsókn um lóð að Faxagerði 3 frá Brúarsmiðum ehf.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um lóðina Bláargerði 34 frá Anítu Eir Jakobsdóttur.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (B.B.)
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæðum og stígagerð að Galtastöðum fram.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur samþykki fasteignaeiganda Þverkletta 1 og 3 að heimila uppsetningu á vararafstöð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að staðfang fyrir lóðina verði Bjarkarás.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar um skipulagslýsinguna. Ekki hefur borist umsögn frá Skipulagsstofnun.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa umsögninni til skipulagsráðgjafa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Borist hafa svör frá skipulagsráðgjafa við athugasemdum við auglýsingu skipulagstillögu. Beðið er eftir umsögn Minjastofnunar um tillöguna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að svör skipulagsráðgjafa verði notuð til þess að svara fram komnum athugasemdum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Borist hefur umsögn frá Vegagerðinni. Ekki eru gerðar athugasemdir í umsögn Vegagerðarinnar við deiliskipulagið, enda hefur það verið unnið í nánu samráði við Vegagerðina.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að senda umsögnina til skipulagsráðgjafa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur fundargerð 157. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn er sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur undir með Heilbrigðisnefnd Austurlands þar sem hún fagnar tilkomu skýrslu um greiningu á opinberu eftirliti á grundvelli laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga nr. 93/1995, um matvæli.
    Jafnframt ítrekar bæjarstjórn þá afstöðu sína, sem margoft hefur komið fram, að best og hagkvæmast sé að eftirliti sé sinnt úr nærumhverfinu í stað þess að þenja út miðlægar eftirlitsstofnanir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Ný gögn hafa borist vegna umsóknar Vegagerðarinnar um efnistöku við Mjóafjarðarveg. Erindið var áður á dagskrá á 137. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn efnistöku eins og lýst er í umsókninni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 108

2009004F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 4.3 og bar fram fyrirspurn. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.3 og svaraði fyrirspurn. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 4.3. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.3. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.3 og svaraði fyrirspurn og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggja gögn er varða umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til framkvæmda á árinu 2021.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að undirbúa umsókn í Framkvæmdasjóðinn, í samræmi við þá forgangsröðun sem fram kemur í fylgiskjali.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að stofnskrá fyrir miðstöð fræða og sögu. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. ágúst 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að ganga frá stofnskránni, með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu á fundi nefndarinnar. Að öðru leyti samþykkir bæjarstjórn stofnskrárdrögin.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun nefndarinnar til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2021.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 292

2009006F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.8.

Fundargerðin lögð fram.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 65

2008018F

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Íþrótta- og tómstundanefnd hefur fjallað um viðurkenningu íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar leggur bæjarstjórn til að í stað íþróttafólks Fljótsdalshéraðs verði viðurkenningin útfærð með nýtt sveitarfélag í huga og allt svæðið því undir þegar tilnefna og verðlauna skal íþróttafólk fyrir árið 2020. Starfsmanni nefndarinnar falið að útfæra reglurnar þannig að hægt sé að leggja þær fyrir fyrsta fund nýrrar nefndar í haust.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun nefndarinnar og tillögum hennar til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2021.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 91

2009011F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 7.3. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 7.3 og 7.4 og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 7.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • 7.1 202009030 Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla - tillaga að breytingu frá MMR
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 7.2 202009028 Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 7.3 202001030 Kosningar í nýju sveitarfélagi 2020
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir hvatningu ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs til ungs fólks í sveitarfélögunum fjórum um að mæta á kjörstað og taka afstöðu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
  • 7.4 201911120 Ungmennaráð í sameinuðu sveitarfélagi
    Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs var rætt fyrirkomulag ungmennaráðs í nýju sveitarfélagi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og leggur áherslu á að haldið verði úti öflugu ungmennaráði í nýju sveitarfélagi.
    Varðandi skipan ungmennaráðs í sameinuðu sveitarfélagi vísar bæjarstjórn ábendingum og áherslum ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs til frekari umfjöllunar í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?