Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

317. fundur 18. júní 2020 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 516

2006004F

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 517

2006008F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram:

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 134

2006005F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 3.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá greinagerð miðbæjarskipulags Fljótsdalshéraðs. Deiliskipulagið var til kynningar fyrir ári síðan og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu. Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið með hagsmunaaðilum að úrlausnum við ábendingum.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingar á tillögu og tillagan verði auglýst að nýju og að málsmeðferð verði í samræmi við 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Vatnsskóga.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn landskiptin og felur skipulags- og byggingafulltrúa að stofna viðkomandi landnúmer.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 3.10 201902035 Ferjukíll - lóðir
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir verklag og verkreglur varðandi smáhýsi sem standa í leyfisleysi í þéttbýli.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi auglýsi verklag og verkreglur varðandi smáhýsi í þéttbýli.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir vinnuaðstöðu og íbúð að Leyningi Fljótsdalshéraði. Grenndarkynning fyrir byggingu að Leyningi hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn umsóknina og vísar henni til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir orlofshúsi við Úlfsstaðaskóg 43. Grenndarkynning fyrir orlofshúsi við Úlfsstaðaskóg 43 hefur farið fram og er án athugasemda. Ein ábending barst þar sem varað var við ofanvatni á lóð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn byggingarleyfið og vísar því til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Birnufell 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn byggingarleyfið og vísar því til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 106

2006003F

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá fundargerð starfshóps um verkefnið C9 Náttúruvernd og efling byggða, Úthéraðsverkefni, frá 28. maí 2020. Þar kemur m.a. fram að fyrirhugað er að halda opinn stefnumótunar- og samráðsfund í ágúst eða september í Hjaltalundi um verkefnið.

    Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi, dagsett 20. maí 2020, frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Lifandi tónlist á veitingahúsum í sumar; Iðandi líf á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. maí 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt að hámarki kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1369. Starfsmanni falið að kynna nánari útfærslur fyrir umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur frá Austurför, dagsettur 6. maí 2020, þar sem er óskað eftir að Austurför fái afnot af svæðinu innan við skattstofuna og syðsta hluta gamla tjaldsvæðisins þar fyrir vestan. Þetta er vegna þeirra takamarkana um fjölda gesta og nálægðarmörk sem sett hafa verið vegna Covid 19. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að koma fyrir bráðabirgða hreinlætisaðstöðu á þessu svæði sem og rafmagni. Einnig liggur fyrir áætlun um mögulegan kostnað vegna verkefnisins. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. maí 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Austurför fái til afnota umrædd svæði í allt að sex vikur í sumar. Einnig að sveitarfélagið greiði fyrir að sett verði upp tímabundin salernisaðstaða á svæðinu með framlagi allt að kr. 250.000 sem tekinn verði af lið 1368.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.4 202005146 Vefmyndavélar
    Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.6 202002089 Gagnaver
    Bókun fundar Í vinnslu.

5.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

202005185

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2021 og þriggja ára áætlunar 2022 til 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?