Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

311. fundur 01. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 507

2003015F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir sem ræddi liði 1.2 og 1.8.og bar fram fyrirspurnir og Björn Ingimarsson, sem ræddi liði 1.2 og 1.8 og svaraði fyrirspurnum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 508

2003020F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 2.3 og 2.6 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson sem ræddi lið 2.6 og svaraði fyrirspurn. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 2.6 og bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.6 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 202001001 Fjármál 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir fund bæjarráðs með fulltrúum Vegagerðarinnar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem lega Fjarðarheiðarganga var m.a. rædd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur með fulltrúum frá öllum framboðum í bæjarstjórn, sem hafi það hlutverk að móta afstöðu sveitarfélagsins varðandi legu Fjarðarheiðarganga og vegtenginga í tengslum við þau.
    Eftirtaldir aðilar skipi starfshópinn: Karl Lauritzson frá D lista, Stefán Bogi Sveinsson frá B lista, Skúli Björnsson frá L lista og Hannes Hilmarsson frá M lista.
    Björn Ingimarsson bæjarstjóri verði starfsmaður hópsins og kalli hann saman til fyrsta fundar.
    Starfshópurinn skal skila niðurstöðu sinni til bæjarstjórnar fyrir 1. maí 2020.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Sjá lið 2.6 í þessari fundargerð
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs fór Björn yfir nokkrar tillögur að framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og Hitaveitunnar, sem mögulega væri hægt að flýta til að vinna á móti samdrætti í atvinnu á svæðinu í kjölfar Covid 19. Fram kom að ekki er gert ráð fyrir að draga úr þeim framkvæmdum sem tilteknar eru í fjárhags- og framkvæmdaáætlun Fljótsdalshéraðs árið 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að seinka eindaga á fasteignagjöldum sem gjaldfalla í apríl og maí, fram til nóvember og desember 2020. Jafnframt verði því beint til eigenda fasteigna sem leigja út húsnæði sitt, að þeir láti leigjendur sína njóta þessa gjaldfrests, kjósi leigjendur svo.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

    Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu hjá bæjarráði.

  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 129

2003017F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 3.4 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 202002003 Vinnuskóli 2020
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði að tillögu verkefnastjóra umhverfismála um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir sumarið 2020.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Til kynningar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í verkefnið Öryggi gesta við Hafrahvammagljúfur.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar styrkveitingu til þessa brýna verkefnis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Deiliskipulag Egilsstaðaflugvallar tekið til umræðu. Lögð voru fram svör við athugasemdum vegna deiliskipulags. Tillaga var áður auglýst frá 10. júní til 15. júlí 2018. Tillaga var auglýst að nýju eftir ábendingu Skipulagsstofnunar og var síðasti dagur til að gera athugasemdir 15. mars sl. ,en ekki bárust nýjar athugasemdir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn deiliskipulagið og gerir svör við athugasemdum að sínum.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu, en einn var fjarverandi (GJ).
  • Bókun fundar Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti umhverfis- og framkvæmdanefnd tillögu að breytingu á lóðamálum fyrir Miðvang 13. Einnig fór hann yfir stöðu lóðamála Miðvangs 13. Á lóðinni eru tvær eignir, verslun og bensínstöð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar um að í samráði við hagsmunaaðila lóðar verði búin til ný lóð fyrir bensínstöð og að stærð lóðar fyrir verslunarhúsnæði verði leiðrétt í samræmi við uppdrátt 1921-011-046 Miðvangur 9 og 13.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Ósk um leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Farið yfir niðurstöðu valnefndar. Málið var áður á dagskrá á 128. fundi umhverfis - og framkvæmdanefndar þann 11. mars sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila uppsetningu á hreindýri á klettum fyrir ofan tjaldsvæði á Egilsstöðum, í samræmi við afgreiðslu valnefndar.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Dalskóga 14 til umfjöllunar að lokinni grenndarkynningu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn, með vísan í niðurstöðu grenndarkynningar, fyrirliggjandi umsókn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila landskipti út úr landi Beinárgerðis og veitir jákvæða umsögn um landskiptin.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sótt verði um styrk til eftirfarandi samgönguverkefna: Lagfæring á vegum milli Rauðholts og Hreimsstaða og frá Sandvatni inn Fellaheiði.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur ákveðið að gera breytingar á tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps sem send var til kynningar á vinnslustigi í sumar og aftur fyrr í vetur. Breytingin felst í því að bæta við stöðum fyrir fuglaskoðunarhús við Nýpslón eftir ábendingar frá fuglaáhugafólki. Meðfylgjandi er breytt tillaga eins og hún er auglýst.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við skipulagsáformin.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur ákveðið að gera breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps. Breytingarnar eru vegna framkvæmda við Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði ásamt niðurtöku loftlínu. Tilgangur breytinganna er að gæta samræmis við áætlanir þessara framkvæmda og koma fram sjónarmiðum sveitarstjórnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við skipulagsáformin.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Erindi frá Fjarðabyggð vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027. Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 liggur nú frammi til kynningar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.17 202003059 Landbótasjóður 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 101

2003014F

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá bréf dagsett 19. mars 2020, undirritað af Maríönnu Jóhannsdóttur, fyrir hönd Félags skógarbænda á Austurlandi, þar sem óskað er eftir styrk vegna Skógardagsins mikla 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Skógardagurinn mikli 2020 verði styrktur um kr. 400.000 sem verði tekið af lið 0574.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 61

2003010F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 5.1, 5.3, 5.6, 5.7 og 5.8.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur minnisblað um kaup á fjölnota tæki á íþróttavelli.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa minnisblaðinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar. Sé ekki rúm fyrir umrædda fjárfestingu innan fjárhagsramma Eignasjóðs vegna þessa árs, verði horft til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 5.3 201807002 Tómstundaframlag
    Bókun fundar Fyrir liggja drög að nýjum reglum um tómstundaframlag.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að reglum um tómstundaframlag verði breytt þannig að þær nýtist ungmennum á aldrinum 16-18 ára einnig til kaupa á kortum í líkamsrækt, enda rúmist breytingin innan samþykkts fjárhagsramma málaflokksins. Breytingin verði gerð til reynslu í eitt ár.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi minnisblaði til undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


  • Bókun fundar Fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lá til kynningar Viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu á þessum tíma, til að mynda með gönguferðum um fjölmargar lendur sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur að meistaraflokkur körfuknattleiksdeildar Hattar mun leika í Dominos deild karla 2020-2021.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og óskar leikmönnum, stjórn og þjálfara liðsins innilega til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með liðinu í Dominos deild næsta vetur.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja upplýsingar um verkefnið Þristur blæs til leiks.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hrósar Ungmennafélaginu Þristi fyrir frábært verkefni og fyrir að vera ávallt samfélagslega hvetjandi. Íþrótta- og tómstundanefnd er tilbúin að leggja sitt af mörkum til verkefnisins og hvetur alla íbúa til að taka þátt.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 69

2003018F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 6.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.4 og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 6.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • 6.1 201911002 Jafnréttisáætlanir sveitafélaga
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og fagnar því að fyrir liggur að sveitarfélagið er að sinna lögbundnum skyldum sínum í jafnréttismálum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • 6.2 201808191 Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs
    Bókun fundar Jafnréttisnefnd þakkar þær athugasemdir sem bárust vegna endurskoðunar jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs. Áður en endurskoðunarvinna getur hafist verða hugmyndir um endurskoðun jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlunar bornar undir Undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu jafnréttisnefndar felur bæjarstjórn starfskonu nefndarinnar að koma erindinu til Undirbúningsstjórnar.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • 6.3 202003111 Jafnréttisþing 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.4 201912063 Kynjasamþætting, verkefni
    Bókun fundar Í vinnslu.

7.Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi til sölu veitinga - Beitarhúsið

202002117

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II að Beitarhúsinu Möðrudal. Umsækjandi er Askja Kaffi ehf, forsvarsmaður er Vilhjálmur Vernharðsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 34 gesti. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi til sölu veitinga - Fjallakaffi

202002118

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II í Fjallakaffi Möðrudal. Umsækjandi er Askja Kaffi ehf, forsvarsmaður er Vilhjálmur Vernharðsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 72 gesti. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?