Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

309. fundur 04. mars 2020 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Sigrún Blöndal varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Ársreikningur 2019

202002115

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019, ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur í Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.

Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Björg Björnsdóttir, Anna Alaxandersdóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2020

202002062

Anna Alexandersdóttir formaður félagsmálanefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020 og Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri kynnti nokkur verkefni sem verið er að vinna að af hálfu nefndarinnar, t.d. varðandi barnaverndarmál og fl.
Að lokinni kynningu var formanni og félagsmálastjóra þakkað fyrir veittar upplýsingar.

Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður atvinnu- og menningarnefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar 2020.
Að lokinni kynningu var formanni þakkað fyrir veittar upplýsingar.

3.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

201806085

Tillaga var áður tekinn fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.1. 2020, tillaga er tekinn aftur fyrir vegna smávægilegrar breytingar á landnotkun á opnum svæðum austan Jökulsár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingartillögu aðalskipulags og svör við athugasemdum, þar sem jákvæð umsögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytta landnotkun liggur fyrir.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar um að málmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 502

2002020F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 4.4, 4.8 og 4.12. og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.4 og svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.4 og Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 4.4.

Fundargerðin lögð fram.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 503

2002026F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.6. Gunnar Jónsson, 5.6. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.6. og lagði fram breytingartillögu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 5.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.6. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.6. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 5.6 og Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 5.6.

Fundargerðin lögð fram.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 504

2002025F

Fundargerðin lögð fram.
  • 6.1 202002115 Ársreikningur 2019
    Bókun fundar Tekið fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 127

2002017F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 7.14. og bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.14 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

8.Atvinnu- og menningarnefnd - 99

2002016F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 8.2 og bar fram viðaukatillögu. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 8.2. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 8.2 og 8.4. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 8.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 8.2 og 8.4. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 8.4. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 8.4 og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 8.2 og 8.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla nefndarinnar staðfest. Starfsáætlunin var kynnt undir lið 2.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni lá tölvupóstur frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um flutningsjöfnunarsjóð. Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og vekur athygli atvinnurekenda á að kynna sér Flutningsjöfnunarsjóð sem hýstur er hjá Byggðastofnun. Hlutverk sjóðsins er að styrkja framleiðslufyrirtæki sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Eftirfarandi viðaukatillaga borin upp:
    Þá er því beint til Austurbrúar að bjóða upp á aðstoð við útfyllingu umsókna í sjóðinn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 8.4 202002089 Gagnaver
    Bókun fundar Fyrir nefndinni lá erindi frá Benedikt Warén um að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða og yfirfara gögn um gagnaver á Héraði og gera tillögu um framhald slíks verkefnis.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og óskar eftir upplýsingum frá Landsneti um flutningsgetu og öryggi á afhendingu raforku til svæðisins í ljósi umræðu um ýmis tækifæri til atvinnuuppbyggingar, m.a. á gagnaveri.
    Jafnframt er vísað til fyrri bókunar atvinnu- og menningarnefndar frá 21. janúar 2019 um að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð möguleg svæði fyrir gagnaver.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 8.5 202002090 Hrein orka
    Bókun fundar Í vinnslu.

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 60

2002013F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 9.1 og 9.3. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 9.1 og 9.3. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 9.3. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 9.1 og Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 9.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • 9.1 201909022 Frístund 2019-2020
    Bókun fundar Fyrir liggur skýrsla starfshóps um frístundastarf á Fljótsdalshéraði ásamt fundargerð síðasta fundar hópsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar hópnum fyrir vel unna skýrslu og fagnar því að hún sé rædd. Mikilvægt er að skoðað sé að frístundastarf verði á heilsársgrundvelli til að tryggja að faglega sé unnið að málaflokknum.
    Samþykkt að vísa ábendingum um fyrirkomulag á frístundastarfi sumarið 2020 til bæjarráðs til nánari skoðunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 9.2 201807002 Tómstundaframlag
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja umræður um skipulag snjómoksturs og snjóhreinsunar á gangstéttum og göngustígum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að láta gera nýtt kort sem sýnir forgangsröðun í snjómokstri á götum og gangstígum á Egilsstöðum og í Fellabæ í samræmi við gildandi reglur þar um. Kortið verði aðgengilegt á vef sveitarfélagsins hið fyrsta.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 286

2002018F

Fundargerðin lögð fram.

11.Félagsmálanefnd - 181

2002021F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 11.1 202002099 Starfsáætlun félagsþjónustu/Stólpa
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 11.2 202002099 Starfsáætlun félagsþjónustu
    Bókun fundar Afgreiðsla nefndarinnar staðfest. Starfsáætlunin var kynnt undir lið 2.
  • 11.3 201901173 Fjölgun rýma í dagdvöl
    Bókun fundar Borist hefur tölvupóstur frá Heilbrigðisráðuneyti varðandi umsókn Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs frá september á síðasta ári, um fjölgun rýma í dagdvöl aldraðra. Í tölvupóstinum kemur fram að óski félagsþjónusta enn eftir fjölgun rýma beri henni að beina erindi sínu til Sjúkratrygginga Íslands sem tekið hafa við málefnum dagdvalarrýma fyrir aldraða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar felur bæjarstjórn félagsmálastjóra að fylgja umsókninni eftir hjá SÍ.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 11.4 201909022 Frístund 2019-2020
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 11.5 202001082 Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum
    Bókun fundar Fyrir nefndinni liggja breytingatillögur á gjaldskrá og reglum varðandi daggæslu í heimahúsum á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðar breytingar
    og felur félagsmálastjóra að uppfæra reglur og gjaldskrá skv. fyrirliggjandi gögnum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 11.6 202002010 Gjaldskrá heimaþjónustu 2020
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 11.7 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?