Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

308. fundur 19. febrúar 2020 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2020

202002062

Benedikt Hlíðar Stefánsson kynnti starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Þeir sem tóku til máls í framhaldi af kynningu Benedikts voru í þessari röð. Kristjana Sigurðardóttir og Gunnar Jónsson. Einnig lokaði Benedikt umræðunni og þakkaði forseti honum síðan kynninguna.

Berglind Harpa Svavarsdóttir kynnti starfsáætlun fræðslunefndar, fyrir árið 2020. Einnig tók Kristjana Sigurðardóttir til máls og bar fram fyrirspurn og Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurninni. Björg Björnsdóttir, sem bar fram fyrirspurn og Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurn.
Að því búnu þakkaði forseti Berglindi kynninguna.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 500

2002003F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 202001001 Fjármál 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.4 201911065 Vatnsgjald
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.6 202002021 Safnahúsið
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir kostnaðaráætlun sem gerð hefur verið vegna fyrirhugaðrar tengibyggingar milli félagsheimilisins Iðavalla og reiðhallarinnar, sem áform voru um að byggja á sínum tíma og kominn er sökkull að.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa gögnunum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til kynningar. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að málið verði tekið upp við gerð langtíma fjárfestingaáætlana.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir drög að stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi, skv. tilmælum þar um.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því sérstaklega að lögreglan skuli setja sér slíka stefnu og telur framsetningu hennar til sóma. Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 501

2002011F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.6. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.6 og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.6.

Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 126

2002004F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Aðalsteinn Ásmundarson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 4.15 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem bent er á að ef sveitarfélagið óskar þess að HAUST taki þátt í sýnatöku frá urðunarstað sveitarfélagsins, óskist upplýsingar þar að lútandi sendar fyrir 1. mars.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að Heilbrigðiseftirlit Austurlands annist áfram sýnatöku á urðunarstað fyrir Fljótsdalshérað.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal. Tillaga var áður tekinn fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.1. 2020, tillaga er tekinn aftur fyrir vegna smávægilegrar breytingar á landnotkun á opnum svæðum austan Jökulsár. Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir svör við athugasemdum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til leyfi ráðherra samkvæmt 2. mgr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 liggur fyrir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.8 201910174 Umsókn um lagnaleið
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá íbúum Fjósakambi 4 um byggingu bílskúrs á lóð þeirra.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Dalskóga 14.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá landeigendum Vífilstaða þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti og staðfestingu á lóðauppdrætti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn jákvæða umsögn um landskipti. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá stofnun nýrra landnúmera ásamt staðfestingu á lóðauppdrætti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (A.Á.).
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.17 201912108 Ný umferðarlög
    Bókun fundar Um síðustu áramót tóku gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir álit umhverfis- og framkvæmdanefndar um að ýmsar breytingar fylgja þessum nýju lögum sem mikilvægt er að almenningur hafi góða yfirsýn yfir, enda varða umferðarlög alla vegfarendur á Íslandi.
    Bæjarstjórn hvetur því alla til að kynna sér þessar breytingar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 98

2002001F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.1 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.1 og bar fram fyrirspurn. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.1 og svaraði fyrirspurn Stefáns Boga. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 5.1 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.1. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.1. og svaraði fyrirspurnum. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 5.1. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.1. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.1. Aðalsteinn Ásmundarson, sem ræddi lið 5.1. og bar fram fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.1. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 5.1 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.1. og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • 5.1 202001096 Egilsstaðaflugvöllur
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.2 201910186 Egilsstaðastofa
    Bókun fundar Á fund atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mættu Skúli Björn Gunnarsson, Hafþór Valur Guðjónsson, Heiður Vigfúsdóttir og Margrét Ólöf Sveinsdóttir, fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 14. nóvember 2019. Fulltrúar félaganna gerðu grein fyrir verkefnum framundan og kynntu vinnu við nýja heimasíðu visitegilsstadir.is.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og beinir því til undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna og sveitarstjórnar nýs sveitarfélags að gæta þess að samfella verði í markaðssetningu svæðisins, að samstarf komist á sem fyrst í markaðs- og atvinnumálum á milli svæða og að það starf verði kraftmikið í nýju sveitarfélagi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu. Málið var síðast á dagskrá atvinnu- og menningarnefndar 20. janúar 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi við leikfélagið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar á úthlutun menningarstyrkja staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar á úthlutun styrkja úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 285

2002005F

Fundargerðin lögð fram.

7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 86

2001019F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • 7.1 201901092 Milljarður rís
    Bókun fundar Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
  • 7.2 202001139 Vetrarþjónusta - mokstur, hálkuvarnir o.fl.
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirspurn ungmennaráðs til umhverfis- og framkvæmdanefndar og til undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaganna fjögurra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 7.3 202001140 Málefni grunnskóla
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 7.4 202001141 Göngu- og hjólastígar á Fljótsdalshéraði
    Bókun fundar Á fundi sínum 6. febrúar lagði ungmennaráð Fljótsdalshéraðs til að áfram verði haldið að leggja nýja og fegra þá göngu- og hjólastíga sem nú þegar eru til staðar í sveitarfélaginu. Sérstaklega þyrfti að skoða göngustígamál í Fellabæ. Þá leggur ráðið til að kannað verði sérstaklega möguleika þess að leggja göngu- og hjólastíg að Vök Baths.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu ungmennaráðs til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 7.5 201807002 Tómstundaframlag
    Bókun fundar Fyrir ungmennaráði lágu upplýsingar og reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins. Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu ungmennaráðs til íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 7.6 201910032 Starfsáætlun ungmennaráðs 2019-2021
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 7.7 202001142 Flokkun sorps - leiðbeiningar
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 7.8 201802102 Vegahús - ungmennahús
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?