1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023
2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 489
1911005F
2.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar góðar kveðjur frá Fjarðabyggð í tilefni af sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gerir athugasemd við tillögu að orðalagi í 30.gr. reglugerðardraga um mat á umhverfisáhrifum þar sem gert er ráð fyrir að ekki verði tekin rökstudd afstaða til álits Skipulagsstofnunar heldur verði álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum lagt til grundvallar útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er mat bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að þarna sé harðar að orði kveðið en lög og tilskipanir gefa tilefni til og leggur því til að horfið verði frá þessari breytingu.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gerir einnig athugasemd við tillögu að orðalagi í 10 gr. reglugerðardraga um framkvæmdaleyfi þar sem fram kemur m.a. að framkvæmdaleyfi skuli ávallt bundið skilyrðum Skipulagsstofnunar. Það er mat bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að með þessu sé Skipulagsstofnun orðin ákvörðunaraðili í stað sveitarfélags sem gæti í raun ekki brugðist við með andmælum fyrr en að útgefnu leyfi. Lagt er til að horfið verði frá þessari breytingu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Tekin fyrir umsögn bæjarráðs við frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fulltrúar Fljótsdalshéraðs hafa ítrekað, á undanförnum árum, gert athugasemdir við að nægilegum fjármunum sé ekki varið til reksturs sýslumannsembættisins á Austurlandi. Allt frá því að umdæmum sýslumanna var fækkað úr 24 í 9 þann 1. janúar 2015 hefur legið fyrir að forsendur fjárveitinga til embættisins á Austurlandi eru rangar og hefur verið á það lögð áhersla að þetta verði leiðrétt þannig að embættið hafi tök á að sinna þeim verkefnum er því er ætlað. Það að nú sé lagt upp með frumvarp er opnar á það að embættum sýslumanna verði fækkað en frekar vekur upp efasemdir um að þjónusta embættanna verði efld til að mæta þeim kröfum er til þeirra eru gerðar og mælir því bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gegn því að þetta skref verði stigið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 490
1911010F
3.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Vísast til liðar 1 í þessari fundargerð.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs lýsir bæjarstjórn sig reiðubúna til að taka þátt í kostnaði við starfsmann í hlutastarfi, sem sinni verkefnum fyrir almannavarnarnefnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og styður þær hugmyndir sem fram koma í frumvarpinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122
1911002F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lágu endurskoðuð drög að fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn endurskoðuð drög að fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lágu tillögur hönnuða að millilofti í Egilsstaðaskóla.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar framkomnum tillögum hönnuða sem miðað við kostnaðaráætlun þeirra rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar er óveruleg breyting á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða Fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Norðvestursvæði Egilsstaða. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. október sl. Engar athugasemdir bárust.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
4.7
201910165
Skautasvell
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fjallað um erindi frá áhugamönnum um gerð skautasvells við Blómabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila tímabundna landnotkun undir skautasvell á umræddu svæði. Tillagan hefur lítil sem enginn áhrif á landnotkun svæðisins og er að fullu afturkræf.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði. Málið var áður á dagskrá 107. og 112. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar. Skipulagsbreyting var grenndarkynnt þann 20. mars. Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Tunguás. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 22. apríl sl. og athugasemdir/ábendingar bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun og brugðist hefur verið við þeim.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn óverulega breytingu á deiliskipulagi Tunguáss.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Litlabjargsvegar nr. 9199-01 af vegaskrá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn mótmælir fyrirhugaðri niðurfellingu Litlabjargsvegar af vegaskrá, þar sem starfrækt er ferðaþjónusta í umræddu íbúðarhúsi og það því í notkun sem hús í atvinnurekstri.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd var umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn niðurstöður grenndarkynningar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd var umsókn um byggingarleyfi á Þrándarstöðum. Engar athugasemdir hafa borist eftir grenndarkynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn niðurstöður grenndarkynningar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
5.Atvinnu- og menningarnefnd - 95
1911001F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá bréf frá Búnaðarsambandi Austurlands, dagsett 29. október 2019, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga á Austurlandi við 3. útgáfu Sveita og jarða í Múlaþingi. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnu- og menningarnefndar 4. nóvember 2019 til umsagnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og er jákvæð gagnvart framtakinu og fagnar því enda um mikilvæga skráningu byggðasögu að ræða. Málið er að öðru leyti í vinnslu hjá bæjarráði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 282
1911006F
-
Bókun fundar
Á fundi fræðslunefndar var lagt til að ráðist verði í framkvæmd í samræmi við fyrirliggjandi tillögu nr. 3, þó þannig að ljósritunaraðstaða verði óbreytt og kaffikrók verði fundinn staður annars staðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar því að nú hilli undir bráðabirgðalausn á húsnæðisvanda Tónlistarskólans á Egilsstöðum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun fræðslunefndar.
Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs leggur ríka áherslu á að komi til að ofnagreind lagabreyting verði samþykkt sé tryggt að skuldbindingunni fylgi fjármagn til sveitarfélaganna. Sú staðreynd að mörg sveitarfélög hafa þegar ákveðið að tryggja grunnskólanemum gjaldfrjáls námsgögn getur engan vegin verið réttmæt forsenda þeirrar ályktunar að heildarkostnaðaráhrif frumvarpsins séu óveruleg fyrir sveitarfélögin. Verði gjaldfrjáls ritföng lögbundin hefur ríkisvaldið skuldbundið sveitarfélögin til að taka á sig kostnað, sem fyrir sveitarfélag með um 5oo grunnskólanemendur eins og við á um Fljótsdalshérað, nemur um 2 milljónum árlega á verðlagi 2019.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 83
1910006F
7.1
201910031
Ungmennaþing
Bókun fundar
Í vinnslu.
7.2
201910032
Starfsáætlun ungmennaráðs 2019-2021
Bókun fundar
Í vinnslu.
7.3
201909124
Skólaþing sveitarfélaga 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
7.4
201909130
Samstarf ungmennaráðs og félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði
Bókun fundar
Fyrir liggja hugmyndir að samstarfi ungmennaráðs og félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar tillögu ungmennaráðs þar sem lagt er til að fulltrúar ungmennaráðs og félagsmiðstöðvarráðs myndi starfshóp sem vinnur að því að gera félagsmiðstöðina Nýung og Vegahúsið ungmennahús að Grænfánamiðstöðvum. Starfsmanni ráðsins er falið að vinna með hópnum að málinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.5
201812007
Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs
Bókun fundar
Í vinnslu.
7.6
201802102
Vegahús - ungmennahús
Bókun fundar
Í vinnslu.
7.7
201910191
Flokkun sorps í stofnunum sveitarfélagsins
Bókun fundar
Fyrir liggur umræða um sorpflokkun í stofnunum sveitarfélagsins. Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til og leggur á það áherslu að stofnanir Fljótsdalshéraðs séu fyrirmyndir stofnana og fyrirtækja í sveitarfélaginu hvað varðar sorpflokkun og endurvinnslu. Að í öllum stofnunum á vegum sveitarfélagsins sé hugað að því að auðvelt og aðgengilegt sé að flokka sorp á réttan hátt. Eins leggur ungmennaráð til að leiðbeiningar um rétta sorpflokkun verði gefnar út til allra stofnana og þær gerðar mjög aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar frumkvæði ungmennaráðs í þessu máli og styður tillögur þess. Bæjarstjóra falið að kynna áherslur ungmennaráðs fyrir forstöðumönnum sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.8
201910192
Tíðavörur í skóla og félagsmiðstöðvar
Bókun fundar
Fyrir liggur umræða ungmennaráðs um tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum á Fljótsdalshéraði. Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að grunnskólar á Fljótsdalshéraði, auk félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og Vegahússins ungmennahúss hafi til boða tíðavörur á salernum. Jafnframt verði reynt að velja umhverfisvænasta kostinn í því.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar og afgreiðslu í fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.9
201910193
Nafn á sameinað sveitarfélag
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu ungmennaráðs til undirbúningsstjórnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.10
201910194
Háskóli á Fljótsdalshéraði
Bókun fundar
Í vinnslu.
7.11
201807002
Tómstundaframlag
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ábendingum ungmennaráðs til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 56
1909025F
-
Bókun fundar
Fyrir íþróttanefnd lágu umsóknir um styrki íþrótta- og tómstundanefndar sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2019. Alls bárust níu umsóknir um styrki en samþykkt var að styrkja átta þeirra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
Tour De Ormurinn, umsækjandi UÍA, kr. 130.000
Urriðavatnssund, umsækjandi Urriðavatnssund, kr. 100.000 Náttúruhlaupanámskeið, umsækjandi Umf. Þristur, kr. 40.000
Fjallahjólanámskeið, umsækjandi Umf. Þristur, kr. 30.000
Afrekshópur fimleikadeildar Hattar, ME og UÍA, umsækjandi Fimleikadeild Hattar, kr. 150.000
Meistaraflokkur kvenna í körfubolta, umsækjandi Körfuknattleiksdeild Hattar, kr. 400.000
Stúdíó í ME, umsækjandi Foreldra- og hollvinafélag Menntaskólans á Egilsstöðum, kr. 75.000
Skíðagöngukennsla, umsækjandi Skíðafélagið í Stafdal, kr. 200.000
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (KL)
-
Bókun fundar
Undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir á fund íþrótta- og tómstundanefndar, fyrir hönd Skíðafélagsins í Stafdal og ræddi fjárhagsmál og fyrirætlanir félagsins fyrir veturinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að færðir verði ónýttir fjármunir að fjárhæð kr 1.000.000 af lið 06-28 til hækkunar fjárheimildar á lið 06-65 svo hægt sé að koma til móts við þarfir Skíðafélagsins í ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og fagnar opnun nýs útikörfuboltavallar á Egilsstöðum. Framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði og er sveitarfélaginu til sóma og verður lyftistöng fyrir íþróttaiðkun í samfélaginu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
Fundi slitið - kl. 18:15.