Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

303. fundur 06. nóvember 2019 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Kristjana Sigurðardóttir annar varaforseti stjórnaði fundi í forföllum forseta og fyrsta varaforseta. Jafnframt var samþykkt í upphafi fundar að Gunnar Jónsson taki að sér að vera varaforseti á þessum fundi.

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

201905074

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2021 til 2023, sem vísað var frá bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson bæjarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu, Gunnar Jónsson, Björg Björnsdóttir og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020, ásamt þriggja ára áætlun til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að áætlunin verði send sveitarstjórnum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar til upplýsingar með vísan til 121. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 í Egilsstaðaskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 486

1910022F

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 487

1910026F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.7.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201901002 Fjármál 2019
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir fund sem hann og nokkrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs áttu með forsvarsmönnum Hattar, þar sem farið var yfir rekstur meistaraflokka félagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið veiti viðbótarframlag á árinu 2019, vegna starfsemi meistaraflokka félagsins, upp á kr. 7,5 milljónir. Framlagið verði fært á lið 06820 framlag til Hattar. Á móti verði fjármagnið tekið af lið 27010. Þetta hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs, en skráist sem viðauki 5.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir beiðni Hitaveitu Egilsstaða og Fella um að haldinn verði aukaaðalfundur HEF fyrir lok nóvember. Framkvæmdastjóra HEF falið að boða til fundarins og útbúa dagskrá.
    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir reynslu undanfarinna mánaða á aðsókn í viðtalstíma hjá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum í samfélagssmiðjunni Miðvangi 31.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að í nóvember, desember og janúar, verði lagt upp með að fækka viðtalsdögum í einn á viku þannig að boðið verði upp á opnun á fimmtudögum frá kl. 12:00 til 18:00. Jafnframt verði fleiri starfsmenn og kjörnir fulltrúar til viðtals á opnunartíma viðkomandi dag. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því við þann hóp sem komið hefur að framkvæmd verkefnisins að hann útfæri frekar þessar hugmyndir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.8 201910150 Sjúkraflug
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Fram kom að í tilefni afmælisins afhenti Fljótsdalshérað Menntaskólanum mynd frá fyrstu skóflustungunni vegna bygginga ME og jafnframt mun sveitarfélagið framvegis kosta viðurkenningar sem veittar verða útskriftarnemum sem hafa að mati skólastjórnenda lagt sérstaklega mikið af mörkum í félagsstarfi nemenda eða samfélagsmálum almennt.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn staðfestir framangreinda ákvörðun bæjarráðs og óskar Menntaskólanum á Egilsstöðum til hamingju með 40 ára afmæli skólans.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Umsögn vegna tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og lýsir yfir stuðningi við tillögu að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og telur hana til þess fallna að efla sveitarstjórnarstigið til framtíðar. Bæjarstjórn áréttar fyrri yfirlýsingu þar sem fram kemur m.a. að það sé fagnaðarefni að fyrir liggi stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. Bæjarstjórn leggur áherslu á að vanda skuli til verka við flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sérstaklega hvað fjármögnun varðar, sem og að endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sé þörf og að þeim verði fjölgað.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 488

1910029F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 4.9. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 4.9 og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.9

Fundargerðin lögð fram.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 121

1910021F

Til máls tók: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020 var tekin fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum fyrir árið 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að umhverfismarkmiðum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands. Umhverfismarkmið á að endurskoða á fjögurra ára fresti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð umhverfismarkmið fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi.

  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Starfsleyfisdrög HAUST í auglýsingu, fyrir aðveitustöðvar Landsnets hf.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við starfsleyfisdrögin sem eru til umsagnar vegna aðveitustöðva Landsnets hf.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir við Iðjusel 3, vegna viðgerðar á Lagarfljótsbrú.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita Vegagerðinni stöðuleyfi fyrir vinnubúðum við Iðjusel 3, vegna vinnu við viðgerð á brú yfir Lagarfljót.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um úthlutun lóðar nr. 3 Faxagerði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta Carolu Björk Tschekorsky Orloff lóð nr. 3 við Faxagerði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Innköllun á leyfi vegna Bláargerði 47 - 49.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að innkalla lóð við Bláargerði 47 - 49 og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Innköllun á leyfi vegna lóðar við Klettasel 2 - 4.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að innkalla lóð við Klettasel 2 - 4 og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir umsögn Heilbrigðisnefndar Austurlands um drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur sem að óbreyttu hefur í för með sér flutning á verkefnum frá sveitarfélögum til ríkisins. Sveitarfélög myndu ekki hafa beina aðkomu að ákvarðanatöku um að heimila þá atvinnustarfsemi sem frumvarpið tekur til auk þess sem óhagræði fylgir því að atvinnustarfsemi þurfi að skrá starfsemi sína hjá einum eftirlitsaðila (Umhverfisstofnun) en sé undir eftirliti annars (heilbrigðisnefnda). Þingheimur er hvattur til að breyta drögunum þannig að starfsemin sé skráð hjá viðkomandi heilbrigðisnefnd áður en hún hefst og að ekki verði heimilt að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og viðkomandi heilbrigðisnefnd hefur staðfest að aðstaðan uppfylli þau skilyrði sem um hana gilda og sé í samræmi við skipulag viðkomandi sveitarfélags.
    Sömuleiðis tekur bæjarstjórn undir athugasemdir Heilbrigðisnefndar Austurlands við frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gera verður betur grein fyrir áhrifum þess á afkomu sveitarfélaga á sama hátt og gert er varðandi afkomu ríkissjóðs. Verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd skerðast tekjur Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna eftirlitsskyldrar starfsemi um 12%. Gera má ráð fyrir því að útgjöld sveitarfélaga geti aukist í takt við minnkandi tekjur eftirlitsins þar sem þau bera fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga frá Vodafone að nýrri staðsetningu töfluskápa við Brúarásskóla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn nýja staðsetningu töfluskápa að gefinni jákvæðri umsögn frá Brunavörnum á Austurlandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 281

1910023F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 6.9.

Fundargerðin lögð fram.

7.Atvinnu- og menningarnefnd - 94

1910017F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, sem ræddi liði 7.2 og 7.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggja reglur um úthlutun menningarstyrkja, tillaga að auglýsingu og hugmynd að skiptingu fjármagns til úthlutunar til menningarverkefna. Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlög til menningarstyrkja á árinu 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að auglýsa til umsóknar menningarstyrki fyrir 16. nóvember 2019, sem stefnt er á að verði afgreiddir fyrir 1. febrúar 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnu- og menningarnefndar varðandi breytingar á reglum atvinnumálasjóðs í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Snorrasjóði, dagsett 10. október 2019, þar sem óskað er eftir stuðningi við framkvæmd Snorraverkefnisins á árinu 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu-og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0589 á árinu 2020. Vonast er til að ungmenni á vegum verkefnisins heimsæki Austurland.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 24. október 2019, frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur, þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld bindi ekki skrifstofustörf við ákveðna bæjarkjarna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og minnir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi byggðaaðgerðir á landsbyggðinni, þar sem talað er um að ráðuneyti og stofnanir ríkisins skuli auglýsa störf án staðsetningar, eins og kostur er. Starfsmanni nefndarinnar falið að koma erindi þessu til ráðuneytis samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Félagsmálanefnd - 176

1910012F

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerð og lagði fram drög að bókun.
  • 8.1 201909105 Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2020
    Bókun fundar Vísað er til afgreiðslu undir lið 1 í þessari fundargerð.
  • 8.2 201910054 Umsókn um fjárstuðning
    Bókun fundar Í félagsmálanefnd var fjallað um beiðni Bergsins, Headspace um styrk að upphæð 350.000,- kr. til starfsemi Bergsins, þar sem jafnframt er gefinn kostur á því að starfsmaður Bergsins komi austur og kynni starfsemina fyrir ungmennum svæðisins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja Bergið, Headspace um 100.000,- kr. af lið 0281, auk þess að greiða fyrir flugmiða starfsmanns Bergsins er kemur austur. Félagsmálanefnd vill beina því til Ungmennaráðs að standa að kynningu á starfsemi og þjónustu Bergsins í samráði við félagsmálastjóra og stjórnendur Bergsins Headspace.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 8.3 201910129 Umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.4 201910074 Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.5 201906024 Málavog í vinnslu barnaverndarmála - beiðni um samstarf
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.6 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
    Bókun fundar Lagt fram.

9.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

201806080

Fyrir liggur beiðni frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um leyfi frá störfum í atvinnu- og menningarnefnd og fræðslunefnd frá 11. nóvember 2019 til 20. janúar 2020:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigrúnar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að meðan Sigrún verður í leyfi verði Ívar Karl Hafliðason aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd og Davíð Þór Sigurðarson varamaður hans.
Einnig að Sigurður Gunnarson verði aðalmaður í fræðslunefnd og Ágústa Björnsdóttir varamaður hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda aðila sem aðal- og varamenn í undirbúningsstjórn vegna sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs.
Aðalmenn: Björn Ingimarsson, Anna Alexandersdóttir og Kristjana Sigurðardóttir.

Varamenn: Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson og Hannes Karl Hilmarsson.

Bæjarstjórn beinir því til undirbúningsstjórnar að taka til skoðunar að gefa varamönnum seturétt á fundum hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Flúðum

201906130

Í umfjöllun umhverfis- og framkvæmdanefndar kom fram að tillagan heyrir undir C flokk í mati á umhverfisáhrifum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur tekið ákvörðun um að umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Flúðum skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt lögum nr. 106/2000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Hlaðir

201910003

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Hlöðum og Helgafelli 4. Umsækjandi er Bókakaffi Hlöðum ehf, forsvarsmaður Gréta Sigurjónsdóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 8 gesti og miðast hún við minni gistiheimili. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um. Bæjarstjórn bendir sérstaklega á umsögn byggingarfulltrúa vegna leyfisveitingarinnar.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - Bókakaffi Hlöðum

201910009

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II að Hlöðum. Umsækjandi er Bókakaffi Hlöðum ehf, forsvarsmaður Gréta Sigurjónsdóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 25 gesti. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?