7.1
201909127
Kosning formanns og varaformanns Ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs 2019-2021
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn býður nýkjörin formann ungmennaráðs Einar Frey Guðmundsson og Elísabeth Önnu Gunnarsdóttur varaformann, velkomin til starfa og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum fyrir ungmennaráð Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.2
201610001
Kynning á hlutverki ungmennaráðs
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
7.3
201410137
Kynning á samþykktum ungmennaráðs
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
7.4
201909128
Markmið og verkefni Ungmennaráðs 2019-2021
Bókun fundar
Í vinnslu.
7.5
201410139
Tímasetning funda ungmennaráðs
Bókun fundar
Fram kemur að ungmennaráð Fljótsdalshéraðs samþykkti fastan fundartíma ráðsins fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl.16:30.
7.6
201909129
Fjárhagsáætlun ungmennaráðs 2020
Bókun fundar
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
7.7
201909124
Skólaþing sveitarfélaga 2019
Bókun fundar
Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
7.8
201906018
Skapandi sumarstörf
Bókun fundar
Á fundi ungmennaráðs var rætt um skapandi sumarstörf, Orðið er LAust, samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar sumarið 2019.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs, sem leggur til að Fljótsdalshérað haldi áfram að bjóða upp á skapandi sumarstörf, enda mikilvægt fyrir ungt fólk að hafa þennan vettvang. Eins lífgar verkefnið upp á sveitarfélagið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.9
201405011
Sameining sveitarfélaga
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og hvetur kjörgengt ungt fólk til að mæta á kjörstað þann 26. október og nýta atkvæðisrétt sinn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.10
201909130
Samstarf ungmennaráðs og félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði
Bókun fundar
Í vinnslu.
Lagt fram til kynningar.