Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

292. fundur 03. apríl 2019 kl. 08:30 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varamaður
  • Sigrún Blöndal varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 464

1903013F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.9 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.9.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 465

1903021F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 109

1903010F

Til máls tók: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 85

1903014F

Fundargerðin lögð fram.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 51

1903008F

Fundargerðin lögð fram.

6.Félagsmálanefnd - 171

1903016F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 6.1 201901180 Viðmið um tekjur og eignir í reglum sveitarfélaga um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.2 201812043 Samtölublað vegna ársins 2018
  • 6.3 201803113 Samstarfssamningur Fljótsdalshéraðs og Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samstarfssamning milli Félags eldri borgara og félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.4 201808162 Drög að erindisbréfi fyrir öldungaráð
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi erindisbréf fyrir öldungaráð Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.6 201901079 Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Með vísan til bókunar félagsmálanefndar er fyrirliggjandi samningsdrögum hafnað, en jafnframt er óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um mögulegar lausnir og útfærslur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.7 201901171 Notendasamráð, umræða um 8 gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samþykkt notendaráðs í málefnum fatlaðra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.8 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 78

1903017F

Fundargerðin lögð fram.
  • 7.1 201808169 Ungmennaþing 2019
    Bókun fundar Í vinnslu.

8.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Kaldá

201902019

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að (Lyngholti) Kaldá á Völlum. Umsækjandi er Kaldá ehf, Ásdís Ámundadóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 15 gesti. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki III - Askur Taproom

201903031

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um breytingu á rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki III að Fagradalsbraut 25. Umsækjandi er Askur Taproom, Friðrik Bjartur Magnússon.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 120 gesti. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til I . mgr. 12. gr. og I . tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Í fundargerð félagsmálanefndar komu ekki fram eftirtaldir liðir:
6.2 - Lagt fram til kynningar.
6.5 - Trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?