1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2019
2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 457
1902005F
2.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs verði veitt umboð til að veita umsagnir um tækifærisleyfi fyrir einstakar skemmtanir og atburði sem fram fara utan veitinga- og gististaða í atvinnuskyni og kalla á eftirlit og/eða löggæslu. sbr.17. gr. laga nr. 85/2007. Umsagnirnar verði veittar fyrir hönd sveitarfélagsins og í umboði bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs og Anna María Þórhallsdóttir arkitekt mættu á fund bæjarráðs til að fara yfir hugmyndir að nýtingu hússins að Miðvangi 31 og rýminu inn í því.
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram þá breytingatillögu að einungis fyrsta setning í fyrirliggjandi tillögu verði látin standa, en síðari hluti tillögunnar verði felldur út, en hann hljóðaði svo: Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar og Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar fari í næstu kynnisferð til Danmerkur, ásamt fulltrúum úr starfshópnum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga síðan lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn þær útfærslur sem þar voru kynntar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýtur svo á að breytingar á forsendum milli ára gefi ekki tilefni til að breyta þeirri húsnæðisáætlun sem samþykkt var af bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs 2. maí 2018.
Bæjarstjóra falið að láta uppfæra dagsetningar í áætluninni og skila henni þannig til Íbúðarlánasjóðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Sjá afgreiðslu undir lið 3.4.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Vísað til afgreiðslu undir lið 3.5.
3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 458
1902010F
3.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106
1902002F
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs tvær tillögur að efnisvali á útveggjaklæðningu á eldri hluta Egilsstaðskóla, ásamt kostnaðaráætlunum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að notað verði litað bárujárn við klæðningu á eldri hluta skólans.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá erindi frá skólastjóra Egilsstaðaskóla, þar sem farið er yfir framtíðarþörf í húsnæðismálum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í vinnu við að greina og bregðast við húsnæðisþörf Egilsstaðaskóla og Tónlistarskólans á Egilsstöðum á næstu önn og til framtíðar.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur til að fara yfir málið. Bæjarráði er falið að skipa starfshópinn en í honum eigi meðal annarra sæti fulltrúar úr fræðslunefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram kostnaðaráætlun og útlitshönnun á húsnæði Miðvangs 31. Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs kynnti þar kostnaðaráætlun og áform um uppbyggingu á Miðvangi 31 samkvæmt tillögu starfshóps um betri bæi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók Miðbæjarskipulag Egilsstaða til umfjöllunar eftir vinnufund sem haldinn var þann 7. febrúar sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi uppdrátt með fyrirvara um að byggingarreitur við Miðvang 1 - 3 verði fjarlægður.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ)
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Umsókn um stofnun nýrra lóða úr landi Öngulsár.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn um landskipt. Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun landnúmera í samræmi við umsókn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felur í sér að tilgreint sé verslunar- og þjónustusvæði innan frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingartillöguna að fengnu jákvæðu áliti Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
5.Atvinnu- og menningarnefnd - 82
1902001F
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Héraðsskjalasafns Austfirðinga um sérverkefni sem unnin verði af safninu fyrir sveitarfélagið á árinu 2019.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi við Tré & Te ehf. (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi við fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.
Ábendingu atvinnu- og menningarnefndar, varðandi viðhald og uppbyggingu í Tjarnargarðinum er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja styrkumsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en auglýst var í lok síðasta árs eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019. Alls bárust níu umsóknir með styrkbeiðni samtals upp á kr. 11.3 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 2.000.000.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
-Útimarkaður við Bókakaffi, umsækjandi Bókakaffi Hlöðum ehf, kr. 250.000.
-Hönnunarvara úr austfirsku hráefni, umsækjandi Hildur Evlalía Unnarsdóttir, kr. 100.000.
-Litastúdíó, umsækjandi Inga Rós Unnarsdóttir, kr. 400.000.
-Markaðssetning á erlendum markaði, umsækjandi Pes ehf, kr. 650.000.
-Ensk þýðing og útgáfa á bókinni 101 Austurland, umsækjandi Bókstafur ehf, kr. 250.000.
-Landvarsla og úttekt á tveimur gönguleiðum, umsækjandi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kr. 300.000.
-Mannauðsráðgjöf / verkfærakista, umsækjandi Garður ráðgjöf / eignaumsýsla ehf, kr. 50.000.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest
6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 272
7.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar /Stóra - Sandfell
8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Hof 2 vegstæði.
Fundi slitið - kl. 19:15.
Orðið gefið laust, en enginn tók til máls og var Guðfinnu því þökkuð koman og góð kynning og yfirferð yfir verkefni nefndarinnar.
Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður fræðslunefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar.
Orðið gefið laust og tóku eftirtaldir til máls: Kristjana Sigurðardóttir, Björg Björnsdóttir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurnir, Stefán Bogi Sveinsson, Dagur Skírnir Óðinsson, Björg Björnsdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem svaraði fyrirspurnum.
Berglindi svo þökkuð góð kynning og svör við fyrirspurnum.