9.1
201901120
Söngkeppni SamAust 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
9.2
201811114
Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga
Bókun fundar
Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
9.3
201809102
Ungmennaráð Unicef
Bókun fundar
Ungmennaráð Unicef á Íslandi óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa með ráðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og beinir auglýsingunni til allra 14-18 ára ungmenna á Fljótsdalshéraði og hvetur áhugasama til þess að sækja um til að vinna að réttindum barna og ungmenna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
9.4
201901092
Milljarður rís
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar áhuga ungmennaráðs á að taka þátt í skipulagi verkefnisins Milljarður rís og hvetur íbúa sveitarfélagsins til þátttöku í viðburðinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
9.5
201802102
Vegahús - ungmennahús
Bókun fundar
Í vinnslu.
9.6
201812006
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Bókun fundar
Fyrir liggur bókun bæjarráðs þar sem samþykkt er að óska eftir því við ungmennaráð að það geri tillögu um hvernig sveitarfélagið geti staðið að kynningu heimsmarkmiða S.Þ. fyrir íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins. Jafnframt komi ungmennaráð með ábendingar um hvernig samþætta megi markmiðin og stefnumótun sveitarfélagsins almennt.
Breytingartillaga Bjargar Björnsdóttur borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga, með áorðinni breytingu, lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur um endurskoðun á núgildandi umhverfisstefnu sveitarfélagsins og að Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna verði höfð að leiðarljósi við þá vinnu. Einnig verði horft til Heimsmarkmiðanna við endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshéraðs. Þess verði gætt að ungmennaráð eigi virka þátttöku í slíkum starfshópi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
9.7
201808169
Ungmennaþing 2019
Bókun fundar
Fyrir liggur að Ungmennaþing 2019 verður haldið 4. apríl 2019 og er heiti þess, Ég vil móta mína eigin framtíð.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
9.8
201901060
Forvarnadagur 2019
Bókun fundar
Í vinnslu.
9.9
201901107
Markmið og verkefni ungmennaráðs 2018-2019
Bókun fundar
Í vinnslu.
9.10
201901115
Þing um málefni barna
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
9.11
201901128
Ungt fólk og lýðræði 2019
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur frá UMFÍ þar sem auglýst er ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem fer fram í apríl næstkomandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að tveir fulltrúar ráðsins, ásamt starfsmanni, fari á ráðstefnuna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
9.12
201901159
Bókun vegna umræðu á Alþingi - kosningar til sveitarstjórna
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Að lokinni greinargóðri kynningu var Sigurði þökkuð koman og veittar upplýsingar.