Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

287. fundur 16. janúar 2019 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2019

201901044

Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður atvinnu-og menningarnefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar.
Aðrir sem til máls tóku um starfsáætlunina voru: Gunnar Jónsson, sem spurði út í vinnu nefndarinnar með innviðagreiningu sem gerð var fyrir sveitarfélagið. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi fyrirhugaða fundi um atvinnumál og spurði út í þá.
Gunnhildur svaraði síðan fyrirspurnum og einnig bætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri við svörin.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 453

1901002F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.3 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.3 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.3. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.3 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.3.

Fundargerðin lögð fram.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 80

1812014F

Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104

1812007F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tilkynning um hættu á vatnstjóni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að úrbótum á verklagi varðandi snjósöfnunarsvæði. Málinu einnig vísað til HEF til umfjöllunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Stefnumótunarfundur með íbúum um framtíð Selskógar var haldinn á Lyngási 12. þann 11. desember sl. Vinna á fundinum fór fram í anda AirOpera sem er skilvirk leið til að fá einstaklinga til að leggja eigin hugmyndir inn í hópvinnu þar sem þær eru svo ræddar og komist að niðurstöðu varðandi markmið deiliskipulags.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að samantekt frá fundinum verði nýtt í deiliskipulagsvinnu svæðisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.8 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Fyrir liggur að staðsetja hleðslustöðvar í samræmi við samning við Hlöðu um uppsetningu rafhleðslustöðva á Fljótsdalshéraði. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur áður fjallað um staðsetninguna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að stöðvarnar verði staðsettar við Fellavöll, Vilhjálmsvöll og tvær í námunda við Sláturhúsið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreitt undir lið 2.6.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl. Málið var til umfjöllunar í atvinnu- og menningarnefnd og lagt til að mál yrði tekið til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd. Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd að verkefnið er spennandi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnastjóri umhverfismála geri í samstarfi við Austurbrú og Þjónustusamfélagið tillögu að afmörkuðu svæði/svæðum til að taka fyrir, sem og tillögu að verklagi við úrbótagönguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur beiðni um leyfi til að breyta eigninni að Fagradalsbraut 9, 010101 fastanúmer 224-3742 í íbúðarhúsnæði.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimilt verði að breyta notkun í íbúðarhúsnæði. Jafnframt samþykkt að breytingin fái málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaós - Heyskálar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að leitað verði eftir afstöðu ráðuneytis um hvort áform þessi séu í samræmi við markmið jarða- og ábúðarlaga.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 450

1812003F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 21.11.2018.

Fundargerðin lögð fram.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 451

1812006F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 21.11.2018.

Fundargerðin lögð fram.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 452

1812015F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 21.11.2018.

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.3. og bar fram fyrirspurnir. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 7.3. og svaraði fyrirspurnum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 7.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.3 og þakkaði svörin. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.3. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 7.10 og bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 7.10 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram að öðru leyti.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?