Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

284. fundur 07. nóvember 2018 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

201804070

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun 2020 - 2022, sem vísað var frá bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson, sem kynnti áætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu. Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð: Björg Björnsdóttir, sem lagði fram bókun f.h. L- listans. Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem lagði fram bókun f.h. B- og D-lista. og Björg Björnsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina 15. nóvember kl. 17:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bókun frá L-listanum
Fulltrúar L-lista beina því til formanns bæjarráðs og formanns stjórnar HEF að boðað verði til fundar með aðkomu bæjarstjóra þar sem skýrt verði hvert verklag eigi að vera við gerð fjárhagsáætlunar HEF. Sömuleiðis verði farið nákvæmlega yfir það hvernig áætlanir B-hluta samstæðunnar hafa áhrif á fjárhagsáætlun samstæðunnar.

Fulltrúar B- og D lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi breyttra forsenda sem fram komu undir lok vinnu við gerð fjárhagsáætlunar, annars vegar áætlun um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hins vegar nýrri verðbólguspá Hagstofu, er niðurstaða fjárhagsáætlunar lakari en lagt var upp með. Þessum breyttu forsendum er í áætlun mætt með heimild til aukinnar lántöku. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar ítreka það sem bókað var við afgreiðslu áætlunarinnar í bæjarráði og gera þann fyrirvara að rétt geti verið að endurskoða áætlunina milli umræðna og jafnframt aftur með hliðsjón af gerð nýrra kjarasamninga á komandi ári. Einnig verði áætlun um nýframkvæmdir stöðugt í endurskoðun. Markmið meirihluta bæjarstjórnar er að sú lántökuheimild sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2019 verði ekki nýtt að fullu og að endanleg ákvörðun um lántökur verði tekin haustið 2019.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 444

1810012F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.9 og 2.10 og Björg Björnsdóttir og sem ræddi liði 2.9 og 2.10.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 445

1810020F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Steinar Ingi Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.7 og lagði fram bókun.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.
  • Bókun fundar Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.
  • 3.4 201806160 Aðalfundur SSA 2018
    Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Steinar Ingi Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihlutans:

    Minnihlutinn gerir athugasemdir við það að aðrir möguleikar en hreinsistöð við Melshorn séu ekki kannaðir betur við framtíðarskipulag fráveitu sveitarfélagsins og eru til að mynda ekki kostnaðargreindir.
    Við gerum athugasemd við það að framkvæmdastjóri HEF hafi sent greinargerð til skipulagsstofnunnar áður en að hún hafi komið til umfjöllunar hjá nýrri stjórn HEF.
    Þá liggur hvorki fyrir tímasetning né kostnaðarmat á þriðja áfanga framkvæmdarinnar og því heildarkostnaður verkefnisins engan veginn ljós.



    Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir umræður á fundinum og næstu skref sem þar voru rædd. Stefán Bogi Sveinsson, sem kjörinn var varafulltrúi í samstarfsnefnd á fundinum, hefur óskað eftir því að lagt verði fyrir bæjarstjórn að Gunnhildur Ingvarsdóttir verði kjörin í hans stað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn staðfestir að eftirfarandi séu aðal- og varafulltrúar í starfandi samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga.
    Björn Ingimarsson og til vara Gunnhildur Ingvarsdóttir
    Anna Alexandersdóttir og til vara Gunnar Jónsson
    Steinar Ingi Þorsteinsson og til vara Hannes Karl Hilmarsson

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Undir þessum lið var rætt um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31. Áður hefur komið fram að bæjarstjórn hyggst þróa húsnæðið og umhverfi þess í samræmi við tillögur fulltrúa sveitarfélagsins í norrænu samstarfsverkefni um betri bæi 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn þakkar þeim fulltrúum félaga- og hagsmunasamtaka sem lýst hafa áhuga á nýtingu húsnæðisins, fyrir sýndan áhuga. Bæjarstjórn telur sig þó ekki geta orðið við nýtingarhugmyndum áhugafólks um samgöngutækjasafn, eða Rauða krossins, þar sem umræddar hugmyndir samþættast ekki framangreindum tillögum sem sveitarfélagið vinnur nú eftir. Sveitarfélagið lýsir þó áhuga á að halda áfram viðræðum við þessa aðila til að leita lausna á húsnæðismálum þeirra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi Sveinsson og Steinar Ingi Þorsteinsson, ásamt tveimur fulltrúum sveitarfélagsins í verkefninu, sæki næsta samráðsfund verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins, en hann verður haldinn í Ystad í Svíþjóð.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.12 201703178 Viðhald kirkjugarða
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fram kemur að boðið er til vinabæjamóts í Eidsvoll í Noregi 16. til 18. maí á næsta ári. Von er á formlegri dagskrá á næstu vikum.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Bæjarráð vísaði til fyrri umsagna sveitarfélagsins um málið.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 76

1810014F

Til máls tóku: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson,sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 4.7 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan og vék hann af fundi við afgreiðslu liðarins.

Fundargerðin lögð fram.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100

1810010F

Til máls tók: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn frá Nova invest um lóð, Ártún 10 - 16. á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og að lóðinni Ártúni 10-16 verði úthlutað skv. fyrirliggjandi umsókn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi dagsett 03.09.2018, þar sem Brynjar Már Eðvaldsson sækir um lóðina Klettasel 7, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá þann 12.9. sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og að endalóð við Klettasel verði úthlutað samkvæmt fyrirliggjandi umsókn. Samhliða verði núverandi úthlutun afturkölluð og gerð breyting á deiliskipulagi Selbrekku þar sem tekið er tillit til óska umsækjenda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá byggingaraðila og kaupendum vegna spennistöðvar við Dalsel.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, að höfðu samráði við Vegagerðina og Rarik, þar sem tekið verði tillit til framkominna athugasemda eigenda Dalsels 2.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá eigendum Hótel Eyvindarár ehf. þar sem óskað er eftir því að leigja eða kaupa land í eigu sveitarfélagsins undir fráveitumannvirki.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við eigendur Hótel Eyvindarár ehf. um land til leigu undir fráveitumannvirki. Starfsmönnum umhverfissviðs falið að vinna að gerð samnings þar um.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá að fara yfir stöðu skipulags í tengslum við deiliskipulagsáform á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að breyting verði gerð á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem lóðir 1-5 í frístundabyggð F53 Eyjólfsstaðaskógur, Skógræktarfélag Austurlands verði skilgreindar í blandaðri landnotkun, annars vegar frístundabyggð og hins vegar þjónustu, sem heimili sölu gistingar á umræddum lóðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá breyting á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi á Völlum. Mál var áður á dagskrá þann 28. febrúar sl.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingartillögu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands og leggur til að hún verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem nær til sama svæðis.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá Rarik vegna lagningar rafstrengs frá Selási 8 til Fagradalsbrautar 13 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi.

    Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014 - 2030, tillaga til kynningar á vinnslustigi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.17 201806160 Aðalfundur SSA 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 268

1810016F

Fundargerðin lögð fram.

7.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 269

1810024F

Fundargerðin lögð fram.

8.Félagsmálanefnd - 168

1810007F

Fundargerðin lögð fram.
  • 8.1 201810136 Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2019
    Bókun fundar Fjárhagsáætlun félagsmálanefndar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2019. Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.
  • 8.2 201810117 Starfsáætlun Búsetu 2019
  • 8.3 201810122 Starfsáætlun Hlymsdala 2019
    Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • 8.4 201810138 Starfsáætlun Ásheima 2019
    Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • 8.5 201810139 Starfsáætlun Stólpa 2019
    Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • 8.6 201810135 Starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2019
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 8.7 201806160 Aðalfundur SSA 2018
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 8.8 201611048 Samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 8.9 201803113 Samstarfssamningur Fljótsdalshéraðs og Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 8.10 201810100 Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2019
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 8.11 201810036 Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019
    Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • 8.12 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
    Bókun fundar Til kynningar.

9.Náttúruverndarnefnd - 11

1810017F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.
  • 9.1 201806160 Aðalfundur SSA 2018
    Bókun fundar Á fundi náttúruverndarnefndar var farið yfir ályktanir aðalfundar SSA sem haldinn var fyrr á þessu hausti. Einkum voru það ályktanir um umhverfismál og Þjóðgarðastofnun og málefni Vatnajökulsþjóðgarðs, sem náttúruverndarnefnd fjallaði um.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn og náttúruverndarnefnd taka undir mikilvægi þess að sveitarfélög á Austurlandi séu samstíga í áherslum sínum hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Fljótsdalshérað mun leitast við að upplýsa nágrannasveitarfélög og SSA um áform á þeim sviðum og jafnframt leita til þeirra eftir upplýsingum byggðum á reynslu af sambærilegum verkefnum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 9.2 201810130 Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2018
    Bókun fundar Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.
  • 9.3 201807038 Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 9.4 201806148 Starfsáætlun náttúruverndarnefndar
    Bókun fundar Í vinnslu.

10.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 65

1810011F

Fundargerðin lögð fram.
  • 10.1 201808191 Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 10.2 201810088 Evrópski janfréttissáttmálinn
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 10.3 201810089 Kynjahlutfall í nefndum
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.4 201502087 Starfsmannastefna Fljótsdalshéraðs
    Bókun fundar Vísað til bæjarráðs frá jafnréttisnefnd.
  • 10.5 201810090 Starfsánægjukönnun
    Bókun fundar Í vinnslu.

11.Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028, athugasemd

200906071

Í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ber nýkjörinni sveitarstjórn að taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags og þá ákvörðun þarf að tilkynna til Skipulagsstofnunnar eigi síðar en ári eftir að ný sveitarstjórn er kjörin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 verði endurskoðað. Bæjarráði er falið að gera tillögu til bæjarstjórnar um fyrirkomulag verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fossgerði/Lóð 4 breyting á aðalskipulagi

201504080

Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að fallast megi á að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða sbr. samþykkt bæjarstjórnar á fyrirliggjandi tillögu þess efnis frá 1. nóvember 2017. Þar sem ný bæjarstjórn hefur verið kjörin síðan beinir stofnunin því þó til bæjarstjórnar að taka málið til afgreiðslu á ný og að niðurstaðan verði auglýst aftur áður en stofnunin staðfestir breytinguna.

Því er á ný lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 29. mars 2016 og felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha) í landbúnaðarsvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir fyrri afgreiðslu sína frá 1. nóvember 2017 og samþykkir að tillagan að breytingunni sé metin óveruleg.

Niðurstaða bæjarstjórnar verður auglýst og hún send Skipulagsstofnun í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?