Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

275. fundur 16. maí 2018 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

201804070

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020 - 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 426

1804022F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.6 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.11.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 427

1805007F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Vísað til afgreiðslu undir lið 1 í þessari fundargerð.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til stjórnar Brunavarna á Austurlandi að hún greini stöðu brunavarna á svæðinu með tilliti til erindis Mannvirkjastofnunar og fleiri þátta. Bæjarráð óskar eftir því að stjórnin skili samantekt um málið til aðildarsveitarfélaga. Jafnframt vísar bæjarstjórn erindi frá fyrirtækinu Inspectionem ehf, sem kynnt var á fundi bæjarráðs, til stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn fyrirliggjandi samning við Lyftingafélag Austurlands, eins og hann liggur fyrir fundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.10 201804062 Örnefnaskráning
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu, ásamt minnisblaði umhverfisfulltrúa, til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu að nýjum samþykktum ungmennaráðs til seinni umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að leggja fram og undirrita kjörskrá Fljótsdalshéraðs samkvæmt reglum þar um.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að framboðsfundur verði haldinn í Egilsstaðaskóla mánudaginn 21. maí kl. 20:00. Bæjarstjóra falið að gera tillögu að fyrirkomulagi og senda á fulltrúa framboðanna.

    Bæjarstjórn bendir á að boðið er upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á bókasafninu, líkt og verið hefur undanfarandi kosningar, auk þess sem hægt er að kjósa utan kjörfundar á sýsluskrifstofunni Lyngási 15.

    Fram hefur komið ósk frá formanni kjörstjórnar um að bæjarstjórn skipi fulltrúa í kjörstjórn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, þar sem nokkrir fulltrúar kjörstjórnar eru forfallaðir, eða hafa beðist lausnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að kjósa Örnu Christiansen sem aðalmann í kjörstjórn, í stað Einars R. Haraldssonar og Vigni Elvar Vignisson og Jón H. Jónsson sem varamenn í kjörstjórn, í stað Evu Dísar Pálmadóttur og Ljósbráar Björnsdóttur.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að kjósa Eydísi Bjarnadóttur, Agnar Sverrisson og Stefán Þór Hauksson sem aðalmenn í undirkjörstjórn og Svein Herjólfsson sem varamann í undirkjörstjórn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 69

1805001F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 4.3, 4.7 og 4.8 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.7 og 4.8.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Vísað í afgreiðslu á lið 1 í þessari fundargerð.
  • Bókun fundar Fyrir liggur til kynningar Þjónustukönnun Austurland sem unnin var á vegum Byggðastofnunar árið 2017 og gefin út 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur atvinnurekendur á svæðinu til að kynna sér könnunina og þau tækifæri sem niðurstöðurnar gefa til kynna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 1. maí 2018, frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, vegna Skógardagsins mikla 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að hátíðin verði styrkt um kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1369.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 26. apríl 2018, frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs vegna kvikmyndunar á leikriti og sýningar á kvikmyndinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0581.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur aðalfundarboð Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf 17. maí 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf. Varamaður hans verði Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja gögn um búnað til að telja fjölda gesta sem fara um ferðamannastaði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að kaupa einn teljara sem settur verði niður til að byrja með á leiðinni að Fardagafossi. Áætlaður kostnaður við kaup á teljaranum er kr. 115.000 sem takist af lið 1369.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.8 201801076 Ormsteiti 2018
    Bókun fundar Fyrir liggja þrjár umsóknir um framkvæmdastjóra Ormsteitis sem auglýst var með fresti til og með 5. maí 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Menningarsamtök Héraðsbúa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.9 201501023 Egilsstaðastofa
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 91

1804024F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.4. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 5.4 og 5.10. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.10. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 5.4 og 5.10. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.10. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 5.10. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.10. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem bar fram spurningu og Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir gangvegi milli Fellabæjar og Urriðavatns.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendinguna og telur brýnt að umhverfis- og framkvæmdanefnd geri ráð fyrir verkefninu við gerð fjárhagsáætlana næstu ára.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem m.a. óskað er eftir að sett verði hraðahindrun á Skógarlönd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendinguna. Ný gangstétt og lagfæringar á eldri gangstéttum í Dynskógum eru á framkvæmdaáætlunum.
    Bæjarstjórn er hins vegar sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur óhentugt að setja hraðahindranir á Skógarlönd þar sem þær torvelda vetraþjónustu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni liggur umsókn um byggingarleyfi frá Stóra-Bakka ehf. fyrir smáhýsi að Stóra-Bakka.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi frá Landstólpa ehf. beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gáma og bráðabirgðaaðstöðu á lóð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda, en bendir á að þær framkvæmdir sem bundnar eru við leyfið eru til bráðabyrgðar og á ábyrgð leyfishafa. Jafnframt er vakin athygli á að ekki er víst að leyfið fáist endurnýjað er það rennur út.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um lóðina Ártún 11 - 17 frá H Gæði ehf. undirrituð af Hrafnkeli Elíssyni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni til H Gæða ehf.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni liggur umsókn um byggingarleyfi frá Jóni Runólfi Jónssyni fyrir einbýlishúsi að Hallbjarnarstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykktir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni liggur tilkynning frá HAUST varðandi umgengni utanhúss í þéttbýli.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Í ljósi tilkynningar HAUST hvetur umhverfis- og framkvæmdanefnd og bæjarstjórn íbúa og fyrirtæki til að huga að umgengni innan sinna lóða og í umhverfinu almennt.
    Bæjarstjórn tekur jafnframt undir með umhverfis- og framkvæmdanefnda og þakkar sérstaklega þeim íbúum sem sýnt hafa gott fordæmi með ruslahreinsun og tiltekt innan sveitafélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi nefndarinnar liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Athafna- og iðnaðarsvæði við Miðás og Brúnás. Breyting felur í sér sameiningu á lóðunum Miðás 22 - 24 ásamt því að heimilt er að víkja frá byggingarlínu við Miðás.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan hljóti afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá U.E. Vélaleigu þar sem óskað er eftir að skila lóð nr. 47 við Miðás og sækir jafnframt um lóð nr. 26 við sömu götu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 261

1804010F

Til máls tók: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Stóravík

201709025

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II í Stóruvík. Umsækjandi er Stóravík ehf, Sigþór Arnar Halldórsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi umsagnir um málið og lagði fram eftuirfarandi bókun f.h. B-listans.

Við greiðum atkvæði með fyrirliggjandi tillögu, þrátt fyrir þau frávik sem greinir í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, með hliðsjón af eftirfarandi:
1. Í þessu máli háttar svo til að að allt húsnæði á svæðinu er í eigu sama aðila og hagsmunir nágranna því í engu skertir.
2. Gera verður ráð fyrir að við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsin verði tekið á álitaefnum varðandi landnýtingu á umræddu svæði og öðrum sambærilegum.
3. Ljóst er að reglugerðarbreytingar hafa skapað ófyrirséð vandkvæði hvað varðar gistingu í dreifbýli sem búast má við að þurfi að lagfæra með frekari reglugerðarbreytingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?