Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

274. fundur 02. maí 2018 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 425

1804013F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 1.4 og 1.8. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.4 og 1.8. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.11 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 1.11.

Fundargerðin lögð fram.

2.Atvinnu- og menningarnefnd - 68

1804016F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn vísar umfjöllun og umsögn atvinnu- og menningarnefndar til frekari vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá til kynningar samantekt starfsmanns nefndarinnar um framkvæmd menningarstefnunnar og hvernig ábyrgðaraðilum gengur að vinna samkvæmt henni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar forstöðumönnum fyrir upplýsingarnar um framkvæmd stefnunnar og gleðst yfir því blómlega menningarstarfi sem fram fer innan stofnana sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur til kynningar könnunin Erlendir gestir á Egilsstöðum sumarið 2016, sem gerð var af Rannsóknamiðstöð ferðamála í fyrra. Atvinnu- og menningarnefnd bendir á að í könnuninni koma fram upplýsingar sem í felast tækifæri til að fá ferðamenn til að dvelja lengur á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að kynna könnunina fyrir stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Jafnframt er lagt til að vetraropnunartími safna og sundlaugar í sveitarfélaginu verði skoðaður með það að markmiði að auka afþreyingu fyrir íbúa og ferðamenn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 90

1804012F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 3.15 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 3.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði. 3.6, 6.7, 3.11 og 3.13 og bar fram fyrirspurnir. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.11 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurnum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.4 og 3.11.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Málið er í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • 3.3 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Málið er í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Selbrekku, 2. áfangi-efra svæði. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. apríl sl. Ein athugasemd barst frá Aðalsteinni Þórhallssyni og Gyðu Guttormsdóttur.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Selbrekku. Vegna upplýsinga um heildarumfang ósamræmis staðsetningar húsa að Bjarkaseli 14, 16 og 18, er sýnt að fyrri ákvörðun Fljótsdalshéraðs varðandi bílskúr Bjarkasels 16, hvíldi ekki á réttum/fullnægjandi upplýsingum. Krafa um niðurrif bygginga er afar íþyngjandi gagnvart eigendum fasteigna. Eins er ljóst að út frá jafnræðissjónarmiðum þarf Fljótsdalshérað að gæta samræmis varðandi viðbrögð vegna staðsetningar allra bygginga utan byggingarreits, á lóðunum Bjarkaseli 14, 16 og 18. Með vísan til þessa, sjónarmiða um meðalhóf og að ekki þurfi að koma til eyðileggingar verðmæta, er breyting á deiliskipulagi samþykkt eins henni er lýst í grenndarkynningu. Í ljósi athugasemda sem bárust er vísað til þess að afgreiðsla málsins er til hagsbóta fyrir eigendur allra lóða sem málið varðar. Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að svara athugasemdinni.

    Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GSK)
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar og felur starfsmanni að koma henni á framfæri.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá ósk um breytingu á deiliskipulagi, Ylströnd við Urriðavatn. Fyrir liggur jákvæð umsögn Vegagerðarinnar á deiliskipulagstillögunni.


    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna. Byggingarleyfi verður gefið út að lokinni minjaskráningu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Tjarnarbrautarreit á Egilsstöðum að loknum auglýsingar og kynningarferli. Í tillögunni felst breyting á lögun byggingarreits fyrir fimleika- og frjálsíþróttahús norðan núverandi íþróttahúss, skilmálar verða ítarlegri og gert er ráð fyrir boltavelli sunnan sundlaugar. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti sem sýnir skipulagið fyrir og eftir breytingu skv. tillögunni. Sýnt er skuggavarp nýrrar viðbyggingar. Við tillöguna barst ein athugasemd undirrituð af 8 íbúum við Furuvelli og Sólbrekku.
    Athugasemdir sem bárust ásamt svörum nefndarinnar má sjá í fundargerð 90. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem aðgengileg er á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd, tekur undir svör nefndarinnar við inn komnum athugasemdum og samþykkir breytinguna á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits.

    Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (PS)
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lögð er fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Hleinargarðsvegar nr. 949-01 af vegaskrá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir alvarlega athugasemd við áformin í ljósi þess að fyrirhuguð er atvinnustarfsemi á jörðinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.12 201804001 Sorporka
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og viðbyggingu við íbúðarhús, Brávellir 2. Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan fái afgreiðslu í samræmi við 43. gr. skipulaglaga nr. 123/2010,að undangenginni kynningu og samráði við landeigendur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (GJ)
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálanefnd - 163

1802017F

Fundargerðin lögð fram.
  • 4.1 201802071 Þinn besti vinur - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk
    Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • 4.2 201803113 Samstarfssamningur Fljótsdalshéraðs og Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.3 201802164 Beiðni um upplýsingar um úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.4 201712040 beiðni um ættleiðingu
  • 4.5 1707057 Barnaverndarmál
  • 4.6 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
  • 4.7 201803064 Frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja)
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 41

1804014F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.2.

Fundargerðin lögð fram.

6.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 68

1804015F

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 6.1 201606027 Selskógur deiliskipulag
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa umsögn og tillögum ungmennaráðs til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari umfjöllunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.2 201804083 Ungt fólk og lýðræði 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.3 201804086 Heilsueflandi samfélag - fundir stýrihóps
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.4 201703054 Samþykktir ungmennaráðs.
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til skoðunar og umfjöllunar í bæjarráði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • 6.5 201804099 Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 6.6 201802005 Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 6.7 201804100 Fjárhagsáætlun ungmennaráðs 2019
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 6.8 201803055 Forvarnadagur 2018
    Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs var farið yfir skipulag Forvarnadags á Fljótsdalshéraði sem haldinn var 12. apríl síðastliðinn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráð Fljótsdalshéraðs og lýsir sérstakri ánægju sinni með daginn og fagnar góðri samvinnu ungmennaráðs og Nýungar. Jafnframt þakkar bæjarstjórn þeim aðilum sem stóðu að undirbúningi forvarnardagsins fyrir góða vinnu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.9 201711032 Ungmennaþing 2018
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráð Fljótsdalshéraðs og lýsir ánægju sinni með umgjörð Ungmennaþings 2018, en þema þingsins var geðheilbrigði ungs fólks. Öllum þeim sem komu fram á þinginu er einnig þakkað fyrir þeirra þátt, ekki síst Sigurbjörgu Lovísu Árnadóttur, fundarstýru. Jafnframt er Menntaskólanum á Egilsstöðum, Árna Ólasyni og Hildi Bergsdóttur, þakkað sérstaklega fyrir aðstoð og einstaka velvild.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?