1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2018
2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 415
1802004F
2.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga, frá fundi þess 26. jan. 2018.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skorar á yfirstjórn Háskóla Íslands að tryggja að sú endurskoðun sem nú stendur yfir á inntaki og skipulagi kennaranáms á menntavísindasviði endurspegli það ákall um aukna áherslu á hagnýtar kennsluaðferðir og vinnubrögð sem ítrekað hefur komið frá kennurum og öðrum aðilum í skólasamfélaginu á liðnum árum. Vísa má til fjölda rannsókna, úttekta og kannana, bæði meðal reyndra og nýútskrifaðra kennara þar sem þeir segjast ekki hafa fengið kennslu eða þjálfun í grunnnámi sínu til þess að bregðast við fjölbreyttum nemendahópi, hegðunarmálum nemenda, auknum fjölda barna af erlendum uppruna, álagi sem fylgir foreldrasamstarfi o.s.frv. Tryggja þarf að nýútskrifaðir kennarar verði sjálfsöruggari og hæfari til þess að uppfylla kröfur opinberrar menntastefnu. Þá þarf að leggja ríkari áherslu á vettvangsnám, starfsþróun og framhaldsnám á þessum sviðum. Mikilvægt er að háskólar geri nauðsynlegar breytingar á inntaki og skipulagi kennaranáms til að sporna við mikilli fækkun nemenda í kennaranámi, miklu brottfalli ungra kennara úr starfi og fyrirsjáanlegum kennaraskorti.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að samningi um rannsóknir og virkjun á vatnasviði Geitdalsár við Arctic Hydro ehf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita hann fh. sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Þórður Mar Þorsteinsson gerði eftirfarandi grein fyrir atkvæði sínu:
Ég, Þórður Mar Þorsteinsson fulltrúi Á-lista, lýsi mig samþykkan þeim samningi sem hér liggur fyrir vegna Geitdalsvirkjunar. Ég tel þó nauðsynlegt að sveitarfélagið móti sér stefnu varðandi virkjanamál almennt, einkum þeirra virkjana sem umtalsverð áhrif hafa á umhverfið, til dæmis vatnsafls- og vindorkuvirkja. Ég tel nauðsynlegt að skoðað verði hvort ákveðin landsvæði ættu hugsanlega að vera friðuð fyrir slíkum framkvæmdum, og að sveitarfélagið beiti sér fyrir umræðu í samfélaginu um þessi mál.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur samstarfssamningur við björgunarsveitina Hérað til eins árs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fh. sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir áherslur Sambands Ísl. sveitarfélag og felur íþrótta- og tómstundanefnd og starfsmönnum hennar að fara yfir gildandi samninga við íþrótta- og tómstundafélög, með tilliti til þeirra áherslna sem fram koma í bókun stjórnar Sambandsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að leita samninga við Rafey ehf um að selja þeim Ford Transit bíl ferðaþjónustunnar, sem eftir lagfæringar hyggjast afhenda hann knattspyrnudeild Hattar til eignar fyrir m.a. yngri flokka félagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Bæjarráð fór yfir fund sem haldinn var í húsnæði Austurbrúar, þar sem fjallað var um gerð húsnæðisáætlana á Austurlandi. Lagt var upp með á þeim fundi að sveitarfélögin gerðu sínar húsnæðisáætlanir, sem síðan yrðu samræmdar í húsnæðisáætlun fyrir Austurland.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Skýra sýn ehf, á grundvelli tilboðs, um gerð húsnæðisáætlun fyrir Fljótsdalshérað. Verklok verði fyrir lok apríl.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 416
1802010F
3.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði voru kynnt drög að ársreikningi HEF fyrir árið 2017, en hann verður tekinn til síðari umræðu í stjórn HEF 21. febrúar nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að ekki verði greiddur út arður til eigenda vegna hagnaðar ársins 2017 og rekstrarafgangur verði færður yfir eigin fé.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að aðalmenn í bæjarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi HEF, þegar hann verður haldinn 1, mars nk., í því hlutfalli sem fjöldi þeirra á fundinum segir til um. Varabæjarfulltrúa verið heimilt að mæta ef aðalmaður forfallast og fara með atkvæði hans.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir áhyggjum af því að verið sé að boða niðurskurð í starfsemi sýslumannsembættisins á Austurlandi, á meðan embættið nær ekki að sinna ásættanlegri þjónustu, til að mynda á skrifstofunni á Egilsstöðum.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka málið upp við Dómsmálaráðuneytið og þingmenn Norðausturkjördæmis.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjóra falið að svara erindum með vísun til bókunar bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.9
201802089
Bjarkasel 16
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði voru lögð fram drög að samningi um könnunarmöstur vegna rannsókna á vindorku í landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að undirbúa kynningarfund í Hjaltalundi fyrir íbúa á svæðinu til að ræða framkomnar hugmyndir að nýtingu vindorku á Út-Héraði. Þar verður þeim aðilum sem hafa sýnt áhuga á að koma að málinu gefinn kostur á að mæta á fundinn til að kynna sínar hugmyndir. Stefnt er að því að halda þennan fund í marsmánuði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði var lögð fram hugmynd að könnunarblaði, sem sent yrði út til íbúa sveitarfélaganna á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í könnuninni. Framkvæmd verkefnisins vísað til starfsmanna bæjarskrifstofunnar og óskað tillagna að verklagi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að tillaga að þingsályktun um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir skuli vera lögð fram. Jafnframt vísar bæjarráð til fyrri umsagnar bæjarstjórnar um málið frá 21. júní 2017.
Eitt af helstu markmiðum tillögunnar er að ríkið marki sér stefnu sem tryggi og ýti undir möguleika fólks til að hefja búskap. Því leggur Fljótsdalshérað ríka áherslu á að við mótun stefnunnar verði haft samráð við Samtök ungra bænda, til viðbótar við þá aðila sem flutningsmenn tillögunnar gera ráð fyrir.
Ungir bændur eru þeir sem munu búa lengst við þá stefnu sem verður mörkuð og því er mikilvægt að þeir fái að koma sínum sjónarmiðum að við mótun stefnunnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.Atvinnu- og menningarnefnd - 63
1802002F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lágu umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur rann út 8. febrúar. Tvær umsóknir bárust sjóðnum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Teiknistofan AKS - Markaðsrannsóknir vegna þróunar fyrirtækisins kr. 315.000
- Pes ehf - Markaðssetning Krossdal Gunstock á alþjóðlegri sýningu í Þýskalandi kr. 780.000
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.3
201801076
Ormsteiti 2018
Bókun fundar
Í vinnslu.
5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 85
1801017F
-
Bókun fundar
Umsókn frá HEF ehf. um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfangi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem lega stofnlagna verði sýnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lágu niðurstöður vegna útboðs á viðhaldi og breytingum á Heimatúni 1. Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum, eftir yfirferð eru tilboðin svohljóðandi: Ævarandi ehf. 16.900.000 kr. Og synir ehf. 23.367.300 kr. MVA ehf. 24.500.000 kr. Launafl ehf. 29.175.495 kr. Kostnaðaráætlun var upp á kr.13.586.100
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lögð fram gögn vegna úrbóta á húsnæðinu að Kaupvangi 17. Málið var áður á dagskrá á 83. fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að farið verði í framkvæmd í samræmi við tillögu 2. Jafnframt er starfsmanni falið að vinna verkið áfram í samræmi við innkaupareglur sveitafélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tilkynning varðandi skógræktarsamning að Brú 2. Jökuldal. Óskað er álits sveitafélagsins, samkvæmt reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki kröfur um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri skógrækt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lögð eru fram gögn um laun nemenda vinnuskólans.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að launataxtar nemenda í vinnuskóla verði hlutfall af launaflokki 116 hjá FOSA sem hér segir: 13 ára 35% 14 ára 40% 15 ára 50% 16 ára 60%.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur umsókn um lóðina Miðás 47 frá Unnari Elíssyni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn lóðaúthlutunina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Erindi frá Vegagerðinni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Skriðdals- og Breiðdalsvíkurveg, Skriðuvatn- Axarvegur, á um 6 km löngum kafla.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar löngu tímabærum samgöngubótum í Skriðdal sem munu koma sér vel fyrir allt Austurland. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út, þegar fyrir liggur samþykki landeiganda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk fyrir Davíðsstaði. Tillagan var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun.
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipulagsráðgjafi geri breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Að þeim breytingum loknum samþykkir bæjarstjórn tillöguna til auglýsingar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Erindi frá ábúendum á Hallbjarnastöðum, Jóni Runólfi Jónssyni og Mörtu Kristínu Sigurbergsdóttur, varðandi veglögn að fyrirhugaðri nýbyggingu á Hallbjarnarstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við áformin.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
5.15
201702095
Rafbílavæðing
Bókun fundar
Fyrir liggja tilboð frá Hlöðu og Ísorku um uppsetningu á hleðslustöðvum í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Hlöðu í samræmi við tilboð frá janúar 2018. Lagt er til að stöðvarnar verði staðsettar við Fellavöll, Vilhjálmsvöll og tvær við tjaldsvæðið við Kaupvang.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
-
Bókun fundar
Lögð er fram umsókn frá Guðmundi Karli Sigurðssyni þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti jarðarinnar Laufás í Hjaltastaðaþinghá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkir bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn um landskiptin.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísar því til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu en 1 var fjarverandi (G.J.)
6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 258
1802006F
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi fræðslunefndar lá greinargerð vegna verkefnisins "Breyttir kennsluhættir á Fljótsdalshéraði", sem hefur verið til umfjöllunar á fundum nefndarinnar, með sundur liðaðri kostnaðaráætlun. Nefndin tekur undir framkvæmdaáætlun verkefnisins og fer þess á leit við bæjarstjórn að kannað verði hvort hægt sé að tryggja aukið fjármagn til verkefnisins á þessu ári.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs til umfjöllunar og tillögugerðar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til kynningar.
7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 65
1802001F
7.1
201802005
Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Bókun fundar
Fyrir fundi ungmennaráðs lá erindi frá forsætisráðuneytinu varðandi umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og fagnar því að ungt fólk á Íslandi fái að koma að verkefninu og hvetur ungmenni á Fljótsdalshéraði til þess að sækja um þátttöku. Þá er því beint til til grunn- og framhaldsskóla á Héraði að kynna þetta tækifæri fyrir sínum nemendum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.2
201802010
Norrænn rithöfundaskóli fyrir unglinga
Bókun fundar
Fyrir fundi ungmennaráðs lá auglýsing vegna rithöfundaskóla á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með ungmennaráði og beinir því til grunnskóla á Fljótsdalshéraði og Menntaskólans á Egilsstöðum að kynna verkefnið fyrir nemendum og hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að kynna sér gott tækifæri.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.3
201711032
Ungmennaþing 2018
Bókun fundar
Í vinnslu.
7.4
201705176
Vegahús - fyrirkomulag
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 20:30.