Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

268. fundur 07. febrúar 2018 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2018

201709106

Ágústa Björnsdóttir formaður fræðslunefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2018.
Guðmundur Sveinsson Kröyer, bar fram fyrirspurn og svaraði Ágústa henni.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 413

1801010F

Til máls tók: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414

1801015F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.7 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 3.7 og svaraði fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.7 og 3.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.7 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.7.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hafin verði vinna við umsókn til Minjastofnunar til verkefnisins Verndarsvæði í byggð, sem nái yfir gamla bæinn, þorpið, á Egilsstöðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var rædd staða mála hvað varðar endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs beinir bæjarstjórn því til starfshóps að ljúka vinnu við endurskoðun sem fyrst, og í síðasta lagi 1. maí 2018.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að ferli varðandi mögulega niðurfellingu lóðar af Fasteignaskrá.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir fund stjórnar Sv. Aust. sem haldinn var í síðustu viku og kynnti nýjan samning til eins árs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að undirrita nýjan samning.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð fram gögn frá félagsmálastjóra og fræðslustjóra um málið, auk viðauka við samstarfsamning um félagsþjónustu og barnavernd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað verði aðili að verkefninu. Hvað kostnað varðar, verður tekin afstaða til hans þegar endanlega liggja fyrir upplýsingar um fjármögnun verkefnisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að auglýsa tímabundið eftir aðila til að sjá um innleiðingu persónuverndarmála hjá sveitarfélaginu. Kostnaður vegna starfsins verður færður á lið 2701.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í tilraunaverkefni vegna mála sem varða heimilisofbeldi, í samvinnu við lögreglustjóraembættið á Austurlandi, enda rúmist kostnaður við það innan fjárhagsramma ársins. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn er sammála afgreiðslu bæjarráðs og tekur undir umsögn Sambands Ísl. sveitarfélaga um málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lagt fram.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 62

1801011F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.1 og bar fram fyrirspurn og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 4.1 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.4 201801073 Kynningarmál
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að framlag Fljótsdalshéraðs til sameiginlegrar kynningar sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar verði kr. 693.750, samkvæmt fyrirliggjandi birtingaráætlun 2018, sem verði tekið af lið 1363.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar og umhugsunar.
  • 4.7 201801076 Ormsteiti 2018
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur frá Brynju Þorsteinsdóttur fyrir hönd NME, dagsett 19. janúar 2018 þar sem óskaði er eftir styrk til að halda Barkann, árlega Söngkeppni framhaldsskólanna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að NME verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84

1801009F

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 5.2. Ester Kjartansdóttir, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 5.14 og úrskurðaði forseti þær vanhæfar. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 5.12, 5.13 og 5.15 og bar fram fyrirspurnir. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.12, 5.13 og 5.15 og svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.15 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.15.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Körfuknattleiksdeildar Hattar þar sem óskað er eftir samvinnu um uppbyggingu á útikörfuboltavelli við Íþróttamiðstöðina.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að gert verði ráð fyrir útikörfuboltavelli sunnan við Íþróttamiðstöðina í tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lagðar fram tillögur að svörum við athugasemdum við deiliskipulagstillögu að Eyvindará II að aflokinni auglýsingu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II og jafnframt geri hún svör nefndarinnar í skjalinu (Minnisblað skipulagsfulltrúa, svör við athugasemdum) að sínum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (S.Bl.).
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk við Lagarfell 3. Tillagan var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímabilinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði auglýsti í samræmi við 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Tjarnarbrautarreit á Egilsstöðum. Skv. tillögunni breytist lögun byggingarreits fyrir fimleika- og frjálsíþróttahús norðan núverandi íþróttahúss, skilmálar verða ítarlegri og gert er ráð fyrir boltavelli sunnan sundlaugar. Tillagan er sett fram í greinargerð og uppdrætti sem sýnir skipulagið fyrir og eftir breytingu skv. tillögunni. Sýnt er skuggavarp nýrrar viðbyggingar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Tjarnarbrautarreits fái umfjöllun samkvæmt 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Helgi Rúnar Elísson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús að Lindarhól.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá Landsnet þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 vegna breytingar á línuleið Kröflulínu 3. við Núpaskot.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028, þar sem línuleið Kröflulínu 3 við Núpaskot verði breytt. Þar sem breytingin fellur undir umhverfismat áætlana skal umhverfismat unnið samhliða breytingunni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Vegagerðin undirbýr nú byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Dal hjá Klaustursseli. Fyrir fundinum liggur kynning á framkvæmdinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna áform Vegagerðarinnar fyrir hagsmunaaðilum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um stofnun lögbýlis að Fossgerði/Lóð 4 landnúmer 196502. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn við erindinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (E.K.)
  • 5.15 201801105 Geymslusvæði
    Bókun fundar Fyrirspurn um afnot af landi undir lausmuni og aðkomu sveitafélagsins. Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að í deiliskipulagi athafna- og iðnaðarsvæðis Miðás og Brúnás er gert ráð fyrir geymslulóðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur það ekki í hlutverki sveitafélagsins að sjá um rekstur geymslusvæðis, en lýsir sig tilbúna til að koma að lausn málsins með öðrum hætti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 257

1801012F

Til máls tók: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að strax verði brugðist við þeim athugasemdum sem varða öryggisatriði í skólahúsnæði og á skólalóðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 6.2 201710039 Eldvarnarátakið 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að strax verði brugðist við þeim athugasemdum sem varða öryggisatriði í skólahúsnæði og á skólalóðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að strax verði brugðist við þeim athugasemdum sem varða öryggisatriði í skólahúsnæði og á skólalóðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Til kynningar.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 38

1712007F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 7.3 201801059 Skautasvæði
    Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur frá Önju Sæberg frá 6. janúar 2018 þar sem hún lýsir yfir áhuga á að gert verði skautasvæði fyrir börn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn er sama sinnis og íþrótta- og tómstundanefnd, þakkar Önju fyrir erindið og tekur undir það að gaman væri að halda úti skautasvæði fyrir börn. Þó er ekki gert ráð fyrir slíku svæði á vegum sveitarfélagsins skv. starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar á þessu ári.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Þristi, dagsett 15. janúar 2018, vegna Vetrarfjörs á Héraði - útivistarnámskeiðs fyrir börn og unglinga.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Ungmennafélagið Þristur verði styrkt vegna námskeiðsins um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0689.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

8.Félagsmálanefnd - 161

1801003F

Fundargerðin lögð fram.
  • 8.1 201712093 Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir
    Bókun fundar Umsögn félagsmálanefndar hefur verið komið til nefndasviðs Alþingis.
  • 8.2 201712094 Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
    Bókun fundar Lagt fram.
  • 8.3 201705017 Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2017
  • 8.7 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
  • 8.8 201801048 Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar 2018

9.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 64

1801008F

Fundargerðin lögð fram.
  • 9.1 201801075 Laun ungmennaráðsmeðlima
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.2 201801041 Kynning skipulags- og byggingafulltrúa
    Bókun fundar Til kynningar.
  • 9.3 201701004 Plastpokalaust Fljótsdalshérað
    Bókun fundar Til kynningar.
  • 9.4 201711032 Ungmennaþing 2018
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 9.5 201711053 Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar - undirbúningur
    Bókun fundar Lagt fram.

10.Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót Kvenfélags Hróarstungu

201801082

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts kvenfélags Hróarstungu, sem haldið verður í Tungubúð 17. febrúar næstkomandi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 5. mgr. 17. gr. og 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um rekstrarleyfi vegna veitingasölu/Flugkaffi

201801011

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II í Flugkaffi í flugstöðinni Egilsstöðum. Umsækjandi er G. Kristín veitingar.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?