Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs
1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2018
2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 412
1801006F
2.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Í bæjarráði var farið yfir uppgjör við lífeyrissjóðinn Brú, en nú liggja fyrir út reiknaðar tölur frá sjóðnum. Áætlað framlag er alls upp á 325 milljónir króna. Í núverandi fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 390 milljónum vegna þessa uppgjörs. Skuldbindingin skiptist í Jafnvægissjóð, sem er uppreiknuð áfallin skuldbinding upp á 102 milljónir, Lífeyrisauka, sem er uppreiknuð framtíðarskuldbinding upp á 201 milljón og svo Varúðarsjóð sem er upp á 22 milljónir. Á fundi bæjarráðs var farið yfir tillögur að fjármögnun vegna uppgjörs á þessum lífeyrisskuldbindingum og þá möguleika sem sveitarfélagið hefur.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú á framangreindum skuldbindingum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Gerð grein fyrir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fram fór fyrr í dag þar sem farið var yfir megin áherslur sveitarfélagsins í samgöngu og sveitarstjórnarmálum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðstafa fjármunum á yfirstandandi ári til nauðsynlegra vegabóta innst í Skriðdal. Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á að ráðist verði sem fyrst í framkvæmd við heilsársveg um Öxi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs var farið yfir fyrirspurnir og umsóknir um mögulega leigu á húsnæði Sveitarfélagsins að Miðvangi 31.
Undir þessum lið komu fulltrúar í starfshópi Fljótsdalshéraðs um Attractive Towns, þau Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson á fundinn og reifuðu hugmyndir sínar um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31 og svæðisins þar norður af.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að gera skammtímasamning við Daníel Haraldsson dýralækni um þann hluta húsnæðisins sem ekki er þegar í útleigu. Leigutíminn verði sá sami og í samningi við Landstólpa.
Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir nánari útfærslu á hugmyndum starfshópsins, sem vísað verði til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs var lögð fram skjalavistunaráætlun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs sem gilda á til ársloka 2021.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn áætlunina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Aðrir sem til máls tóku voru: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn um verkefnið Höldum glugganun opnum. Júlía Sæmundsdóttir, sem svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem þakkaði góða yfirferð yfir verkefni félagsmálanefndar og góð svör og ræddi einnig hið svokallaða Sænska módel, sem til stendur að taka upp.
Sigrúnu og Júlíu svo þökkuð kynningin á starrfsáætlun félagsmálanefndar.