Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

267. fundur 17. janúar 2018 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2018

201709106

Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar og Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri kynntu starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2018.
Aðrir sem til máls tóku voru: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn um verkefnið Höldum glugganun opnum. Júlía Sæmundsdóttir, sem svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem þakkaði góða yfirferð yfir verkefni félagsmálanefndar og góð svör og ræddi einnig hið svokallaða Sænska módel, sem til stendur að taka upp.

Sigrúnu og Júlíu svo þökkuð kynningin á starrfsáætlun félagsmálanefndar.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 412

1801006F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.3. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.3, Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.12 og lagði fram bókun og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.12 og lagði til að bókun Stefáns Boga yrði lögð fram sem tillaga.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Í bæjarráði var farið yfir uppgjör við lífeyrissjóðinn Brú, en nú liggja fyrir út reiknaðar tölur frá sjóðnum. Áætlað framlag er alls upp á 325 milljónir króna. Í núverandi fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 390 milljónum vegna þessa uppgjörs. Skuldbindingin skiptist í Jafnvægissjóð, sem er uppreiknuð áfallin skuldbinding upp á 102 milljónir, Lífeyrisauka, sem er uppreiknuð framtíðarskuldbinding upp á 201 milljón og svo Varúðarsjóð sem er upp á 22 milljónir. Á fundi bæjarráðs var farið yfir tillögur að fjármögnun vegna uppgjörs á þessum lífeyrisskuldbindingum og þá möguleika sem sveitarfélagið hefur.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú á framangreindum skuldbindingum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Gerð grein fyrir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fram fór fyrr í dag þar sem farið var yfir megin áherslur sveitarfélagsins í samgöngu og sveitarstjórnarmálum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðstafa fjármunum á yfirstandandi ári til nauðsynlegra vegabóta innst í Skriðdal. Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á að ráðist verði sem fyrst í framkvæmd við heilsársveg um Öxi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir fyrirspurnir og umsóknir um mögulega leigu á húsnæði Sveitarfélagsins að Miðvangi 31.
    Undir þessum lið komu fulltrúar í starfshópi Fljótsdalshéraðs um Attractive Towns, þau Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson á fundinn og reifuðu hugmyndir sínar um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31 og svæðisins þar norður af.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að gera skammtímasamning við Daníel Haraldsson dýralækni um þann hluta húsnæðisins sem ekki er þegar í útleigu. Leigutíminn verði sá sami og í samningi við Landstólpa.
    Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir nánari útfærslu á hugmyndum starfshópsins, sem vísað verði til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var lögð fram skjalavistunaráætlun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs sem gilda á til ársloka 2021.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn áætlunina.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 2.10 201801015 Brunavarnaáætlun
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 61

1801001F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja úthlutunarreglur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýstir verði styrkir til umsóknar úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs og felur starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar að gera það.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði. Málið var síðast á dagskrá atvinnu- og menningarnefndar 11. desember 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 256

1801005F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 4.5 og bar fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 4.5 og svaraði fyrirspurn. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5 og bar fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.5 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.5. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.5. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.5 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar fylgdi Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, eftir lokaskýrslu þróunarverkefnisins "Brúin".

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar því frumkvæði sem liggur að baki verkefninu og þeirri verðskulduðu athygli sem það hefur fengið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar var kynnt hugmynd að áætlun um breytta kennsluhætti sem byggir m.a. á spjaldtölvuvæðingu í grunnskólum sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og telur mikilvægt að áfram verði unnið að undirbúningi að þeirri breytingu á kennsluháttum sem kynnt er í þessari áætlun. Stefnt verði að því að innleiðing geti hafist með markvissum hætti haustið 2018, enda hefjist undirbúningur að því nú á vorönn með því að kennarar fái spjaldtölvur til umráða. Bæjarstjórn telur mikilvægt að skólarnir feti þessa leið saman til að tryggja mögulegt hagræði og jafnræði. Farið er fram á að fá eins nákvæma kostnaðaráætlun og unnt er þar sem tekið er tillit til þeirra þátta sem fyrirsjáanlegir eru miðað við þá áætlun sem kynnt hefur verið. Sú áætlun liggi fyrir á fyrri fundi fræðslunefndar í febrúar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur að skólastjóri Fellaskóla hefur lagt fram bréf þar sem fram kemur að skólastjóri, sem valið hefur að vera með tímabundna ráðningu til 5 ára og deildarstjóri sérkennslu sem hefur verið með tímabundna ráðningu, óska ekki eftir endurráðningu frá og með næsta skólaári.
    Jafnframt liggur fyrir uppsögn aðstoðarskólastjóra sem taka mun gildi frá og með næsta skólaári.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar þeim stjórnendum sem um ræðir fyrir farsæl og góð störf í þágu skólans og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 83

1801002F

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 5.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.11 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.11 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.11 og bar fram tillögu. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.11. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 5.11. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.11 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.11, svaraði fyrirspurn og útskýrði tillöguflutning sinn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.11 og bar fram tillögu.
Stefán Bogi Sveinsson dró tillögu sína til baka.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Landgræðslu Ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins Bændur græða landið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um 186.000 kr. sem verður tekið af liðnum 13290

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar byggingar fimleikahúss. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 4. janúar sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits þar sem gert verður ráð fyrir viðbyggingu við Íþróttamiðstöðinna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá Kristínu Rut Eyjólfsdóttur þar sem óskað er eftir að byggðar verði upp gangstéttir við götuna Hamra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar innsent erindi. Bent er á að gatnagerðargjöld sem innheimt hafa verið af úthlutuðum lóðum hafa verið nýtt til uppbyggingar götunnar. Þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til framkvæmdarinnar á þessu ári vísar bæjarstjórn erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Skapist svigrúm í framkvæmdafé á yfirstandandi ári verður horft til verkefnisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 410

1712002F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411

1712005F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

8.Frístundastyrkir

201612083

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem fagnaði umræddum stuðningi sveitarfélagsins við frístundaiðkun barna og unglinga. Stefán Bogi Sveinsson, sem tók undir með Þórði og Anna Alexandersdóttir, sem tók umdir með Þórði Mar og Stefáni Boga og lýsti stuðningi sínum við framkomnar reglur um tómstundaframlög.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagt minnisblað um tómstundaframlag fyrir börn og ungmenni á Fljótsdalshéraði, reglur, markmið og skilyrði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


9.Umsókn um tækifærisleyfi ti áfengisveitinga - Þorrablót Jökuldals og Hlíðar

201801044

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Jökuldals og Hlíðar sem haldið verður á Brúarási þann 10.2.2018.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn tekur fram að eldvarnareftirlit og vinnueftirlit skila sínum umsögnum beint til Sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?