Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

260. fundur 16. ágúst 2017 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 393

1708003F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 1.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar í bæjarráði var rætt um kaup á námsgögnum fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun skólanna 2107 var gert ráð fyrir kaupum á námsgögnum fyrir nemendum í 1. - 4 bekk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að gert verði ráð fyrir að veita öllum nemendum grunnskóla Fljótsdalshéraðs nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Bæjarstjórn felur fræðslustjóra, í samráði við skólastjórnendur, að útfæra kaup á umræddum námsgögnum. Fræðslustjóra og fjármálastjóra er jafnframt falið að leggja fram endanlegt mat á kostnaði við framkvæmdina og áhrif hennar á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og næsta árs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 1.3 201708031 Snjótroðari
    Bókun fundar Í bæjarráði var rætt um möguleg kaup á notuðum snjótroðara fyrir skíðasvæðið í Stafdal, en það hefur verið í skoðun undanfarna mánuði hjá skíðafélaginu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Fljótadalshérað komi að kaupum á umræddum troðara og veitir bæjarstjóra umboð til að ganga frá fjármögnun kaupanna og ræða við samstarfsaðila um útfærslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74

1708001F

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.6.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi Strympu f.h. Yls ehf, varðandi áform um breytta landnotkun á lóð 1 í landi Mýness.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við áform landeiganda. Bent er á að Mýnes/lóð 2 vantar inn á uppdráttinn og að staðfest landamerki verða að liggja fyrir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram bréf frá Steindóri Jónssyni og Önnu Þórnýju Jónsdóttur lóðarhöfum lóðar nr 24 í Eyjólfsstaðaskógi, þar sem þau gera athugasemdir við afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar á erindi frá þeim. Málið var á dagskrá nefndarinnar þann 12.7.2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að í gildandi deiliskipulagi fyrir Eyjólfsstaðaskóg svæði D, E og F, unnið af landeiganda, eru ákvæði um að mænishæð megi mest vera 540 cm yfir gólfplötu. Einnig er í deiliskipulaginu kveðið á um að rotþró skuli staðsett innan byggingarreits. Á þeim forsendum hlaut erindið neikvæða afgreiðslu. Því stendur fyrri bókun nefndarinnar óbreytt. Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma ábendingum til Skógræktarfélags Austurlands um hvort rétt sé að endurskoða gildandi deiliskipulag þar sem komið verði til móts við óskir bréfritara.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar erindi frá Sveini Sveinssyni f.h. Vegagerðarinnar þar sem kynnt eru áform um endurbætur á 1,3 km kafla Hróarstunguvegar við Urriðavatn.
  • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd voru til umræðu ábendingar frá íbúum um umgengni á íbúðasvæðum í þéttbýlinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og beinir þeim eindregnu tilmælum til þeirra íbúa sem nota óbyggðar lóðir sveitarfélagsins sem geymslusvæði, að fjarlægja eignir sínar hið fyrsta.
    Verkefnastjóra umhverfismála falið að hefja undirbúning að aðgerðum skv. samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 668/2010.
    Jafnframt hvetur bæjarstjórn íbúa til að halda lóðum sínum og lendum snyrtilegum þannig að umgengni í sveitarfélaginu sé okkur öllum til sóma.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur deiliskipulagstillaga - Grásteinn, að afloknu auglýsingaferli.
    Frestur til að gera athugasemdir var til 12.7. 2017. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímabilinu en fyrir liggja ábendingar við tillöguna frá Skipulagsstofnun.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa ábendingum Skipulagsstofnunar til skipulagsráðgjafa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð er fram Verkefnalýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Davíðsstaðir. Umsagnir og athugasemdir bárust frá: Seyðisfjarðarkaupstað, Fjarðabyggð, Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Skógræktinni, Vegagerðinni, Hjalta Stefánssyni og Philip Vogler.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa umsögnum til umfjöllunar hjá skipulagsráðgjafa. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið athugasemdir Hjalta Stefánssonar og Philips Vogler. Álit nefndarinnar er að með þessari breytingu sem snýr að því að færa landnotkun til fyrra horfs, sé verið að minnka umhverfisáhrif og álag á náttúru svæðisins verulega. Jafnframt bendir nefndin á að stærð skógræktarsvæðisins er vel innan þeirra marka sem gerir kröfu um mat á umhverfisáhrifum og að í skógræktaráætlunum á að taka tillit til þess lands sem fyrirhugað er að planta í. Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hafnar því framkomnum athugasemdum Hjalta Stefánssonar og Philips Vogler.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru samningar um snjómokstur og hálkuvarnir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að stofna starfshóp sem fer yfir það vinnuferli sem verið hefur á snjómokstri og hálkuvörnum og geri tillögu að áframhaldi ferli og/eða breytingum á vinnuferlum.
    Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Árna Kristinsson, Pál Sigvaldason, Kjartan Róbertsson og Kára Ólason í starfshópinn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lögð er fram umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá - Snæfellsskáli.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til úrvinnslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 2.16 201703048 Styrkvegir 2017
    Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni um úthlutun úr Styrkvegasjóði fyrir árið 2017. Í hlut Fljótsdalshéraðs komu kr. 1.200.000.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að gera tillögu um hvernig nýta megi fjármagnið sem best.
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og furðar sig á þeirri upphæð sem landstærsta sveitarfélag landsins fær úthlutað úr Styrkvegasjóði og óskar eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hversu hárri fjárhæð var úthlutað úr Styrkvegasjóði í ár og hvernig henni var skipt á milli sveitarfélaga.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 390

1706016F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluumboð mála fh. bæjarstjórnar.
Fundargerðin lög fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 391

1706018F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluumboð mála fh. bæjarstjórnar.
Fundargerðin lög fram til kynningar.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 392

1707003F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluumboð mála fh. bæjarstjórnar.
Fundargerðin lög fram til kynningar.

6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

201406079

Bæjarstjórn býður Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra og Gunnlaug Rúnar Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúa, velkomin til starfa hjá sveitarfélaginu.

Fyrir liggur erindi frá Þórði Mar Þorsteinssyni, þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn frá 17. ágúst og til og með 31. desember 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir umbeðið leyfi og jafnframt að Sigvaldi H. Ragnarsson taki sæti Þórðar sem aðalmaður í bæjarstjórn umrætt tímabil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Gistihús Olgu.

201707050

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II í gistihúsi Olgu að Tjarnarbraut 3.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn tekur fram að ekki liggur fyrir bæjarstjórn úttekt eldvarnareftirlits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu veitinga/Café Níelsen

201708025

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II í Café Nielsen að Tjarnarbraut 3.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn tekur fram að ekki liggur fyrir bæjarstjórn úttekt eldvarnareftirlits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (A.A.)

9.Umsókn um tækifærisleyfi - Nýnemadansleikur ME

201708043

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna einkasamkvæmis Menntaskólans á Egilsstöðum, sem haldið verður í Café Egilsstaðir 25. ágúst næstkomandi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn tekur fram að ekki liggur fyrir bæjarstjórn úttekt eldvarnareftirlits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?