Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

259. fundur 21. júní 2017 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Þorleifsson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 388

1706001F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.6 og 1.8.

Fundargerðin lögð fram:
  • 1.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Fram kom að um síðustu mánaðarmót var íbúafjöldi sveitarfélagins kominn í 3.505. Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að íbúum skuli áfram fjölga í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 1.2 201702139 Fjárhagsáætlun 2018
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráð og fagnar því að bæjarráð Seyðisfjarðar hafi sýnt mikilvægi hugmynda varðandi byggingu menningarhúss á Egilsstöðum skilning og stuðning. Bæjarstjóra jafnframt falið að vinna áfram að framgangi málsins, í samræmi við viljayfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótadalshéraðs dagsetta 16. október 2016 og samþykkt ríkisstjórnar Íslands frá 1999 um byggingu menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að kallað verði eftir upplýsingum frá Landsneti og Rarik um það tjón innan sveitarfélagsins sem varð við rafmagnstruflanir sem urðu 17. maí sl. Bæjarstjóra falið að láta kalla eftir þessum upplýsingum og einnig hvað veldur því að þetta tjón kemur fyrst og fremst fram á Austur og Suðausturlandi, þegar ástæða rafmagnstruflunarinnar er á Suðvesturlandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að setja í vinnslu endurskoðun á samþykktum ungmennaráðs og jafnframt að farið verði yfir athugasemdir sem fram koma í bókun ráðsins frá fundin þessa 31. maí sl. Verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnamála falið að vinna málið í samráði við bæjarstjóra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í bæjarráði var lagt fram erindi dagsett 7. júní 2017 frá Kristdóri Þór Gunnarssyni fh. akstursíþróttaklúbbsins Start á Egilsstöðum, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýness, laugardaginn 8. júlí 2017 frá kl. 9:00 til c.a. kl. 18:00. Start mun sjá um umgengni og þrif á svæðinu og að það verði til fyrirmyndar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs veitir bæjarstjórn samþykki Fljótsdalshéraðs fyrir torfærukeppninni með fyrirvara um jákvæða umsögn Brunavarna Austurlands, HAUST og lögreglu umdæmisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 389

1706010F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.10.

Fundargerðin lögð fram:
  • 2.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.2 201702139 Fjárhagsáætlun 2018
    Bókun fundar Fyrir lá tillaga bæjarstjóra og fjármálastjóra um ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir fyrirliggjandi tillögu um endanlegan fjárhagsramma málaflokkanna fyrir árið 2018.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Bókun fundar Fyrir lá fundargerð aðalfundar Brunavarna á Austurlandi sem haldinn var þriðjudaginn 13. júní sl..

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Með vísan til umfjöllunar aðalfundar Brunavarna á Austurlandi um samstarf við Eldvarnarbandalagið samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað innleiði „Eigið eldvarnareftirlit“ innan stofnana sveitarfélagsins í samstarfi við Eldvarnarbandalagið. Bæjarstjóra verði falið að ganga frásamningum þar um.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá stjórn ÆSKÞ þar sem óskað er eftir vilyrði frá bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrir því að landsmót ÆSKÞ fái að fara fram á Egilsstöðum dagana 19. ? 21. október 2018. Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðstöðu svo mótið geti orðið að veruleika (þ.e. gistirými og íþróttahús undir dagskrá).

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra ganga frá samkomulagi um málið við fulltrúa ÆSKÞ í samráði við skólastjóra Egilsstaðaskóla og forstöðumann íþróttamiðstöðvar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 2.9 201705045 Aðalfundur SSA 2017
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram þingskjal 547 / 414. mál um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Með vísan til fyrri bókana bæjarstjórnar varðandi málefni ríkisjarða (15. júní 2016 og 19. apríl 2017) tekur bæjarráð undir þær áherslur er fram koma í framlagðri þingsályktunartillögu um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 71

1706006F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 3.11 og 3.22. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.11. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 3.2 og 3.11. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 3.11 og 3.22. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.11. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.11 og 3.22. og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.2, 3.11 og 3.22.

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veittur verði afsláttur með vísan til heimildar í 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði. Nefndin leggur til að af lóðunum Miðás 22 og 24 verði veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi og samþykkir bæjarstjórn það. Reynist meðal jarðvegsdýpt af lóð nr. 22 meiri en 5 metrar mun nefndin endurskoða afsláttinn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að unnið verði eftir framlagðri verkáætlun um Tjarnargarðinn, að tjörninni undanskilinni nú í sumar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gera breytingu á Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði þannig að akstursstefna á bílastæði vestan við Miðvang 6, verði frá norðri til suðurs og jafnframt verði bannað að leggja ökutækjum í Fjóluvangi. Starfmanni falið að senda breytinguna til Lögreglustjórans á Austurlandi til umsagnar og birtingar. Starfsmanni falið að setja upp viðeigandi merkingar eftir að breytingin hefur öðlast gildi. Bæjarstjórn gefur leyfi fyrir uppsetningu skilta skv. 7. lið og verði það gert í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar. Jafnframt samþykkt að fela yfirmanni eignasjóðs að ganga frá samningi um aðkomu sveitarfélagsins og annarra eigenda á jarðhæð Miðvangs 6, að rekstri bílaplansins og umhirðu við það. Starfsmanni falið að ganga frá uppgjöri vegna stofnkostnaðar við bílastæðin skv. samkomulagi þar um.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn bendir á að umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki gefið út stöðuleyfi fyrir mannvirkið, en óskar eftir umsókn um bygginga- eða framkvæmdaleyfi fyrir mælamastrinu í landi sveitarfélagsins við Hól.
    Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og tekur jákvætt í óskir um breytingar á skipulagsáætlunum og gerð nýrra. Bæjarstjórn fer þess á leit við Orkusöluna að halda opinn kynningarfund í Hjaltalundi þar sem áætlanir fyrirtækisins um verkefnið verði kynntar.

    Samþykkt með 8 atkv. en 1 var á móti (ÞMÞ)

    Þórður Mar Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Bæjarfulltrúi Á-lista, Þórður Mar Þorsteinsson er mótfallinn tillögu bæjarstjórnar vegna umsóknar Orkusölunnar um að reisa vindorkuver á miðju Úthéraði. Ég tel að slíkt mannvirki falli ekki að náttúrufari eða hins sérstaka landslags svæðisins. Ég tel neikvæð sjónræn áhrif vera of mikil.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagstillögu á vinnslustígi er lokið og barst ein athugasemd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn samþykkt umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 68. fundi þann 26. apríl sl. um að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2 verði auglýst samhliða.
    Bæjarstjórn beinir því til vinnuhóps um gögnuleiðir að taka framkomna athugasemd til greina.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að lækka gatnagerðargjöld á lóð nr. 2 við Norðurtún í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 15. febrúar 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

  • 3.21 201705045 Aðalfundur SSA 2017
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi þar sem lagt er til að sett verði upp skilti á nokkrum stöðum á Fljótsdalshéraði til að vekja athygli á að á viðkomandi stað sé gisting óheimil. Staðirnir sem um ræðir eru bílastæði og útskot þar sem reynslan undanfarið hefur sýnt að þörf er á slíkri ábendingu.

    Staðirnir eru:
    .
    Bílastæði við Selskóg
    .
    Bílastæði við þjónustuhús á Vatnsskarði
    .
    Bílastæði við gönguleiðina í Fardagafoss
    .
    Bílastæði við Hettuna
    .
    Nýtt bílastæði á s.k. brennustæði á Egilsstöðum
    .
    Á bílastæði við Egilsstaðakirkju
    .
    Áningarstaður við Rjúkanda (með fyrirvara um að Vegagerðin gefi heimild fyrir slíku)
    .
    Áningarstaður við brúna yfir Jökulsá (með fyrirvara um að Vegagerðin gefi heimild fyrir slíku)


    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og gerir tillögu um að skilti verði sett niður á eftirtöldum stöðum að auki: Á bílaplönum við stofnanir sveitarfélagsins, á útskoti við gamla Seyðisfjarðarveginn, við Sigfúsarlund, við skilti Landgræðslunnar innan við Hól í Hjaltastaðaþinghá.
    Bæjarstjórn beinir þeim tilmælum til íbúa að koma ábendingum til sveitarfélagsins um fleiri staði sem talið er að þarfnist slíkra merkinga. Jafnframt bendir bæjarstjórn fyrirtækja- og landeigendum á að þeir geta nýtt sér hönnun skiltisins. Bæjarstjórn felur starfsmanni nefndarinnar að skrifa bílaleigum bréf þar sem vakin er athygli á að skv. lögreglusamþykkt sveitarfélagsins er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum og ferðavögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 251

1706005F

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.8.

Fundargerðin lögð fram:

5.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Finnsstaðir

201706024

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar HS ferðaþjónustu um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar án veitinga í flokki II á Finnsstöðum

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar /Eiðavellir 6

201706026

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar (gistiskáli) í flokki III að Eiðavöllum 6.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sölu íbúðagistingar /Finnsstaðir 1a

201706051

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar HS ferðaþjónustu um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar án veitinga í flokki II á Finnsstöðum

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?