Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

252. fundur 01. mars 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Þorleifsson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fyrir fund bæjarstjórnar var haldinn sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar og hófst hann kl. 15:00 og stóð til 16:30.

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2017

201701152

Kynntar starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs.

1) Adda Birna Hjálmarsdóttir kynnti starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar. Aðrir sem til máls tóku voru: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn og Adda Birna Hjálmarsdóttir, sem svaraði fyrirspurn.

2) Davíð Þór Sigurðarson kynnti starfsáætlun fræðslunefndar.

3) Árni Kristinsson kynnti starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar. Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem bar fram fyrirspurnir. Sigrún Blöndal, sem bar fram fyrirspurnir. Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurnir. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurnum. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi starfsáætlunina.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 374

1702011F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.1. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.1 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.1

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir umsókn til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um stuðning við unglingalandsmótið sem halda á um Verslunarmannahelgina í sumar og afgreiðslu á henni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir vonbrigðum sínum með þá afgreiðslu sem umsóknin fékk, en þar fékk sveitarfélagið 5 milljónir til landsmótshaldsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við UMFÍ og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um þessa afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


    Bæjarstjóri kynnti einnig uppsagnarbréf frá Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að auglýsa starfið sem fyrst.
    Guðrúnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitafélagsins og velfarnaðar á nýjum vettvangi þegar hún lætur af störfum hér.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Miðlunartillaga ríkissáttasemjara var lögð fram til kynningar í bæjarráði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að samningar hafa náðst. Fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna þeirrar hækkunar launaliða, sem þessi samningur kallar á.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu hjá félagsmálanefnd.
  • Bókun fundar Í vinnslu hjá bæjarráði.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 375

1702021F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 3.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.6. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 3.6. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.6. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.6 Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 3.6. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.6 og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.6.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 48

1702012F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.2. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.2 og bar fram fyrirspurn. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 4.2 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 8. febrúar 2017, frá Nemendafélagið Menntaskólans á Egilsstöðum, vegna uppsetningar á leikritinu Ronja Ræningjadóttir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur frá Austurbrú tilboð og verkáætlun vegna innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að starfsmanni nefndarinnar verði falið að leita samninga við Austurbrú um gerð innviðagreiningar á grundvelli meðfylgjandi gagna, í samvinnu við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Endanlegur samningur verði lagður fyrir nefndina og stjórn HEF.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu hjá nefndinni.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 64

1702018F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 5.3. og samþykkti forseti það. Sigrún Blöndal, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 5.9 og samþykkti forseti það. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.9 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.9.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 að lokinni auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Ábendingar/athugasemdir bárust á kynningartíma.

    Jafnframt er til umræðu og afgreiðslu athugasemdir frá eigendum og bændum á Egilsstöðum 1 sem vísað var til nefndarinnar af fundi bæjarráðs nr.373 þann 13. febrúar sl.
    Fyrir liggur umsögn Jón Jónssonar hrl. á skipulagsferil málsins.

    Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið þær umsagnir / ábendingar og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.

    Lögð eru fram viðbrögð við athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna athafnasvæðis við Egilsstaðaflugvöll þar sem rakin eru efnisatriði athugasemda sem fram komu á auglýsingartíma.

    Jafnframt er lögð fram umsögn Jóns Jónsson hrl. sem svar við athugasemdum eigenda og bænda á Egilsstöðum 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur að ekki sé tilefni til breytinga á tillögunni eða málsmeðferðinni vegna fyrrgreindra athugasemda. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn skipulagsbreytinguna sbr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (G.J.).
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman lista yfir lóðir sem þarf að innkalla og leggja fyrir næsta fund nefndar.
    Lagður er fram listi yfir þær lóðir sem lagt er til að innkalla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldar lóðir verði innkallaðar.
    - Fjóluhvammur 3, 4 og 6.
    - Fífuhvammur 5.
    - Fénaðarklöpp 1 og 3.
    - Skjólvangur 4, 5 og 6.
    - Sólvangur 1 og 3.
    - Skógarsel 20.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 5.6 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Vísað til liðar 1 í þessari fundargerð bæjarstjórnar.
  • Bókun fundar Lögð er fram Umsókn um stofnun nýrrar landaeignar í fasteignaskrá.
    Guðmundur Ármannsson kt. 240355-5909 óskar eftir að stofnuð verði ný landareignir úr Stakkabergi, landnúmer 201328. Heiti nýrrar lóðar verði Grásteinn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Björn Sveinssonar fyrir hönd lóðarhafa að Lagarfelli 3.
    Óskað er eftir samþykkt byggingaráforma / breytinga á norðanverðu húsinu, 16 fermetra viðbygging að brúttó grunnfleti og 41m3 að rúmmáli. Viðbyggingin norðan við er 3,2m x 5m að stærð og er 6,02 frá norðvestur horni núverandi húss.
    Meðfylgjandi eru uppdrættir hönnuðar sem sýna bæði samþykkta viðbyggingu til suðurs og viðbygginguna til norðurs sem erindið fjallar um.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (S.Bl.)

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 246

1702015F

Til máls tók: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að frá og með næsta skólaári verði heimilt að innrita fullorðna nemendur á ný í tónlistarskólum sveitarfélagins og vísar m.a. til nýlega samþykktrar menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

    Byggt verði á fyrirliggjandi tillögu um reglur fyrir fullorðna nemendur í tónlistarskólum sveitarfélagsins. Gjaldskrá fullorðinna verður afgreidd með frumvinnu við fjárhagsáætlun í maí nk.

    Ekki er heimilaður viðbótarkostnaður vegna þessa á árinu 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Vísað til liðar 1 í þessari fundargerð bæjarstjórnar.
  • Bókun fundar Til kynningar.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 28

1702014F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

8.Félagsmálanefnd - 152

1702020F

Fundargerðin lögð fram.

9.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 55

1702010F

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 9.1 201701005 Ungmennaþing 2017
    Bókun fundar Fram kom á fundi ungmennaráðs að starfsfólk sveitarfélagsins mun skipuleggja forvarnadag í maí í, samstarfi við grunnskólana á Fljótsdalshéraði.

    Einnig að ungmennaráð mun standa fyrir Ungmennaþingi 19. apríl með yfirskriftinni Ábyrgð ungs fólks á Austurlandi.
    Ungmennaráð mun halda vinnufund fyrir næsta formlega fund ráðsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar framtaki ungmennaráðs og óskar því góðs gengis í þessum verkefnum sínum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 9.2 201702062 Undirbúningur fundar með bæjarstjórn
    Bókun fundar Til kynningar.
  • 9.3 201702063 Önnur mál á fundi ungmennaráðs 16. febrúar 2017
    Bókun fundar Í vinnslu.

10.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi vegna sölu gistingar/ Lyngholt

201702078

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar að Lyngholti (Kaldá) á Völlum í flokki II.

Fram kemur að byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn og sömu leiðis Heilbrigðiseftirlitið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi vegna gistiheimilis/Ullartangi 6

201701122

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar að Ullartanga 6, í flokki II.

Fram kemur að byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn og sömu leiðis Heilbrigðiseftirlitið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?