Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

251. fundur 15. febrúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2017

201701152

Guðmundur Sveinsson Kröyer kynnti starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2017.
Aðrir sem til máls tóku voru: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram spurningar. Sigrún Blöndal, sem bar fram spurningar og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem svaraði fyrirspurnum.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 372

1702002F

Til máls tók: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 373

1702007F

Til máls tók: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki fund um fjármál sveitarfélaganna sem haldinn verður í Reykjavík mánudaginn 20. febrúar nk.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðaukann, sem felur í sér eftirtalda breytingu:

    0010 Útgjaldajöfnunarframlag 2017, hækkun tekna um 12 milljónir.

    3128 Gervigrasvellir við Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla, viðhald á yfirborði. Hækkun rekstrargjalda í Eignasjóði um 12 milljónir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lögð fram erindi sem leikskólabörn frá Tjarnarskógi afhentu bæjarstjóra í heimsókn þeirra á bæjarskrifstofurnar nýlega.
    Má þar til dæmis nefna að mála þarf gangbrautir betur, víða mætti bæta við leiktækjum, setja mætti bát í sundlaugina, fái dýr á leikskólann, fleiri hús fyrir fólk frá öðrum löndum til að flytja í og fleiri gönguljós og gangbrautir.

    Eftirfarandi tilaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að koma erindunum á framfæri við umhverfis- og framkvæmdanefnd og fræðslunefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagðar fram starfsreglur fyrir Svæðisskipulagsnefnd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs, samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi starfsreglur og felur bæjarstjóra að undirrita þær og koma undirrituðum gögnum til verkefnastjóra svæðisskipulags Austurlands.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð fram drög að nýjum samningi við Fjölís, vegna afritunar á höfundarvörðu efni. Samband ísl. sveitarfélaga hefur unnið að undirbúningi þessara samningsdraga og mæla með því að sveitarfélög geri slíkan samning við þetta félag höfundarréttarhafa.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að ganga frá samningi við Fjölís og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Bókun bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Vísað til liðar 3.2 í þessari fundargerð bæjarstjórnar.
  • 3.11 201702061 Ungt Austurland.
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagðar fram athugasemdir frá eigendum og bændum á Egilsstöðum 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að svara erindinu og skila inn athugasemdum fyrir tilskilinn frest.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að taka saman umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.

    Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GSK)

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 47

1702001F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.2 201501023 Egilsstaðastofa
    Bókun fundar Samkvæmt samningi Fljótsdalshéraðs, Austurfarar og Þjónustusamfélagsins á Héraði eiga þessir aðilar að tilnefna fulltrúa í samstarfsnefnd Egilsstaðastofu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Aðalheiður Björt Unnarsdóttir taki sæti í samstarfsnefnd Egilsstaðastofu sem fulltrúi sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Vísað til liðar 1 í þessari fundargerð bæjarstjórnar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63

1702006F

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 5.14 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.
Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði, 5.6, 5.7, 5.11 og 5.13 og bar fram fyrirspurnir.
Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 5.8 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.7. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.7 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.7.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 5.2 201701148 Landbótasjóður 2017
    Bókun fundar Tvær fundargerðir landbótasjóðs lagðar fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Þórhalls Pálssonar fyrir hönd lóðarhafa, um breytingar á deiliskipulagi fyrir Unalæk A6 og B2.
    Óskað er eftir að breyta greinargerð skipulags, heimila sölu gistingar á lóðunum Unalækur A6 og B2.

    Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Unalækjar sé að ræða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn málsins skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar sbr. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram skipulagslýsing vegna aðalskipulags Breiðdalshrepps 2016-2036, til umsagnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 60 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir stöðu mála hjá Forsætisráðuneytinu.

    Fyrir liggur svar Forsætisráðuneytisins við bréfi Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt umsögn Jóns Jónssonar hrl. á bréfi Forsætisráðuneytisins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Með vísan í umsögn Jón Jónssonar hrl. þá fela bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd Skipulags- og byggingarfulltrúa að upplýsa Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um, að með breytingum á lögum þá er það ekki hlutverk sveitarfélagsins að gera lóðarleigusamninga innan þjóðlendna í Vatnajökulsþjóðgarði.
    Umsækjandi verði því að snúa sér til Vatnajökulsþjóðgarðs.

    Jafnframt er Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fá svör við eftirfarandi spurningum frá Vatnajökulsþjóðgarði og Samráðsnefndar um þjóðlendumál:

    A. Á sveitarfélag að gera lóðarsamning vegna húseigna/framkvæmda Vatnajökulsþjóðgarðs í þjóðlendu sem er innan þjóðgarðsmarka?

    B. Á sveitarfélag að gera lóðarsamning vegna húseigna(framkvæmda þriðja aðila ,t.d. félagssamtaka), innan þjóðlendu sem er innan þjóðgarðsmarka?

    C. Á sveitarfélag rétt til greiðsla fyrir lóðarleigu vegna landnota í þjóðlendu skv. liðum A og B hér að framan? Á þjóðgarðurinn rétt til slíkra greiðslna?

    D. Með hvaða hætti á Vatnajökulsþjóðgarður að afmarka lóðir sem hann leggur undir mannvirki í skilningi laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna?.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt var fyrir nefndina yfirlit yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði ásamt jarðkönnun á Suðursvæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn Skipulags- og byggingarfulltrúa að birta lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Jafnframt er Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman lista yfir lóðir sem þarf að innkalla og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lögð eru fram drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða, til umsagnar.
    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar hér með eftir umsögn um framkomin drög og að þau berist ráðuneytinu eigi síðar en 10. febrúar 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir þær athugasemdir er fram hafa komið frá slökkviliðstjóra Brunavarna á Austurlandi, sem snúa fyrst og fremst að menntunarkröfum við mönnun, en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við drögin.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð var fyrir nefndina Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði, nr.668/2015, ásamt skýrslu um lausar lóðir til umfjöllunar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn þær breytingar sem lagðar eru til á Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði og samþykkir að hún verði auglýst að nýju í B-deild Stjórnartíðinda.

    Jafnframt samþykkt að lækkuð verði gatnagerðargjöld sem nemur 50% af eftirfarandi lóðum með tilvísun í 6. gr. samþykktar 668/2015:
    - Dalsel 1,3,5
    - Dalsel 2,4,6
    - Hamrar, af öllum óbyggðum lóðum.
    - Bláargerði, á óúthlutuðum lóðum 1-69 og 4-38.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt var fyrir nefndina drög að breyttu deiliskipulagi fyrir Brúnir II í Fellabæ.
    Eldra deiliskipulag var samþykkt af sveitarstjórn Fellahrepps þann 13. mars 2002.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Brúnir II nær yfir þegar byggða götu Dalbrúnar og einnig Selbrún, sem þekkt er sem Skólabrún í eldra skipulagi.
    Skipulagsskilmálar Dalbrúnar eru endurnýjaðir og hreinskrifaðir.
    Skipulagsskilmálar fyrir Selbrún taka breytingum þar sem bæði fjöldi íbúða og tegund þeirra breytast.
    Þar sem áður var gert ráð fyrir 6 einbýlishúsum er nú gert ráð fyrir par-, rað- og fjöleignahúsum, allt að 18 íbúðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn Skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt var fyrir erindið Stofnun lóða - Flugvallavegur.
    Hermann Hermannsson leggur til umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.
    Óskað er eftir að stofna lóð út úr Flugvallarsvæði, landnr. 158045 og á sú nýstofnaða lóð að bera heitið Flugvallarvegur 7, mannvirki sem skrá á á nýju lóðina er 217-6332 21-0101.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 5.14 201702018 Umsókn um lóð
    Bókun fundar Guðmundur Heiðar Eyþórsson kt. 120983-3189 sækir hér um lóð nr. 2 við Norðurtún á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn lóðarumsóknina og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn hennar.
    Jafnframt er minnt á 12. gr. í samþykkt 668/2015, lið 2. Lóðarúthlutunargjald greiðist við úthlutun og er óendurkræft, þó úthlutun gangi til baka.

    Samþykkt samhljóða með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (SBS)
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Hafliða P. Hjarðar, kt.120556-5849, Umsókn um skráningu nýrra landaeigna í fasteignaskrá.
    Heiti upprunaeignar: Stakkaberg 1, landnr.:201328.
    Heiti nýrra landaeigna: Stakkaberg 2.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, í landi Ketilsstaða á Völlum.
    Tillaga að breyttu aðalskipulagi felst í því að breyta landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn Skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu í samræmi við 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð fyrir Snæfellsskála, unnin af Mannvit að undangenginni kynningu á tillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 7.9.2016.
    Þrjár ábendingar bárust frá Forsætisráðuneytinu með bréfi dagsett 5. október 2016 og ein ábending frá Skipulagsstofnun.
    Meðfylgjandi er leiðréttur uppdráttur og greinargerð.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur það svo að komið hafi verið til móts við þær athugasemdir/ábendingar sem bárust.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu málsins skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 245

1702003F

Til máls tók: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.Umsókn um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi/Fagradalsbraut 9

201701040

Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga að Fagradalsbraut 9. í flokki II.

Fram kemur að byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Unalækur A6

201701135

Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar að Unalæk 6a í flokki II.

Málið er í vinnslu hjá byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til afgreiðsla byggingarfulltrúa liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?