Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

250. fundur 01. febrúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Þorleifsson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2017

201701152

Til fundar mætti Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar og kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2017.
Aðrir sem til máls tóku voru: Stefán Bogi Sveinsson,sem bar fram fyrirspurnir. Sigrún Harðardóttir, sem svaraði fyrirspurnum. Anna Alexandersdóttir og, Stefán Bogi Sveinsson.

Að því búnu var Sigrúnu þökkuð koman og veittar upplýsingar.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

201701107

Björn Ingimarsson kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2017, en hann er aðallega vegna áhrifa nýrra kjarasamninga og vegna breytinga á mótframlagi í lífeyrissjóði LSR og Brúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 370

1701011F

Til máls tók: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 371

1701017F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.2 og 4.4. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 4.2 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.2 og svaraði fyrirspurn. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 4.2 og 4.4. Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 4.2. og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • 4.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Til kynningar.
  • Bókun fundar Lögð fram drög að verklagsreglum vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins, sem starfshópur
    sem skipaður var af bæjarstjórn nýlega, hefur unnið að.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagðar verklagsreglur og óskar eftir að þær verði birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (ÞMÞ)
  • Bókun fundar Fundargerð stjórnar frá 27. janúar 2017 lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í bæjarráði var lögð fram umsókn til Fjarskiptasjóðs vegna framkvæmda í sveitarfélaginu við ljósleiðaralögn 2017.
    Jafnframt voru lagðar fram upplýsingar um að Fljótsdalshéraðs hefði fengið úthlutað 9,5 milljónum af aukaframlagi ríkisins til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að bætt var við fjármagni í þetta verkefni, þar sem tekið er tillit til byggðasjónarmiða og telur mikilvægt að í framhaldinu verði öllu fjármagni til verkefnisins úthlutað í samræmi við þá mælikvarða sem lágu til grundvallar þessari úthlutun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs á erindunum staðfest.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 46

1701008F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Alls bárust 29 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 9.5 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.670.000.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu atvinnu- og menningarnefndar um úthlutun styrkjanna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindið Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum skv. bráðabirgðaákvæði við lög nr. 20/2016, drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017.

    Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvaða verkefni talið er brýnt að ráðist verði í á ferðamannastöðum á næstu þremur árum, auk áætlaðs heildarkostnaðar fyrir hvert og eitt þeirra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar leggur bæjarstjórn til að á þriggja ára Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, verði eftirtalin verkefni hjá Fljótdalshéraði:

    - Áfram verði unnið með Stórurð
    - Áfram verði unnið með Fardagafoss
    - Galtastaðir fram (á vegum Þjóðminjasafnsins)
    - Ysti Rjúkandi
    - Selskógur og Eyvindarárgil
    - Kjarvalshvammur
    - Útsýnisstaður á Fjarðarheiði
    - Hjálpleysa
    - Stapavík
    - Sænautasel
    - Laugavellir
    - Héraðssandur
    - Kóreksstaðavígi
    - Geirsstaðakirkja

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að skipulagsskrá fyrir sjóð til að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða árið 2022.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að skipulagsskrá fyrir sjóð til að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða árið 2022.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Til kynningar.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62

1701014F

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 6.3 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.
  • 6.2 201701056 Reglur eignasjóðs
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að unnið verði að endurskoðun samþykktar um eignasjóð.
    Ágústa Björnsdóttir, Árni Kristinsson, Kjartan Róbertsson, Guðlaugur Sæbjörnsson og Vífill Björnsson leggi fyrir drög að breyttri samþykkt að vinnu lokinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir til umræðu erindið: Framkvæmdir á deiliskipulögðu svæði á landi í einkaeign.
    Til umræðu er afstaða Umhverfis- og framkvæmdanefndar á framkvæmd á 39.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Fyrirspurn snýr að mögulegum framkvæmdum á deiliskipulögðu svæði sunnan við Egilsstaðaflugvöll, sem ætlað er fyrir verslun og þrifalega þjónustustarfsemi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við landeiganda á grundvelli 39.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt með 8 atkvæðum, en einn var fjarverandi (G.J.)
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindið Tillaga að aðgerðaráætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í endurnýjun á sparkvöllum við Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla á komandi sumri.
    Þar sem til aukafjárveitingar mun þurfa að koma vegna þessa felur bæjarstjórn bæjarráði að gera tillögu að fjármögnun verksins.
    Leitað verði leiða til að vinna verkin í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tilaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Esther Kjartansdóttur og Pál Sigvaldason í starfshóp vegna vinnu við 70 ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipa Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur í starfshóp sem móti stefnu um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreitt undir lið 5.2.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Minjastofnunar, Skráning menningarminja, fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum.
    Minjastofnun kallar eftir skilaskyldum gögnum vegna skráningar menningarminja. Með skilaskyldum gögnum er átt við gögn sem orðið hafa til við skráningu menningarminja eftir 1.janúar 2013.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að taka saman umbeðin gögn, ef einhver eru, og koma þeim til Minjastofnunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi lóðarhafa Selás 23, tillögu að breytingum á Selás 23.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti á fundi nr. 56 að senda erindið í grenndarkynning skv.44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til kl.15:00, mánudagsins 9. janúar 2017.

    Athugasemdir bárust.

    Á fundi nr. 61 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir og leggja hana fyrir næsta fund nefndarinnar.

    Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið innsendar athugasemdir ásamt umsögn Skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Jafnframt er bent á 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem segir:
    Hafi byggingar- eða framkvæmdaleyfi á grundvelli grenndarkynningar ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindið Umsókn um byggingarleyfi / breytingar á orlofshúsi nr. 13 á Einarsstöðum, fastanr. 217-4992 / landnr. 157468.
    Um er að ræða breytingar og stækkun á orlofshúsi, mannvirkið stækkar úr 45,9 m2 í 66,3 m2.

    Ekki er að finna gildandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Einarsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir það mat nefndarinnar, að breytingarnar séu óverulegar og varði ekki hagsmuni nágranna. Bæjarstjórn felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn málsins skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Málið er í vinnslu.

7.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 244

1701012F

Til máls tóku: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 7.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Tónlistarskólastjórar fara þess á leit við fræðslunefnd að breytingar á gjaldskrám tónlistarskóla verði í upphafi skólaárs en taki ekki gildi um áramót vegna þess hvernig kynningu og innheimtu skólagjalda er háttað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn breytingu á þessari framkvæmd til samræmis við ósk skólastjórnenda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum fer fram á heimild til að breyta samþykktu skóladagatali skólaársins 2016-2017 þannig að í stað 26. maí verði laugardagurinn 18. mars skóladagur. Ástæðan er að Nótan fyrir Norður- og Austurland verður haldin hér 18. mars.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn þessa breytingu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar þeirri vinnu við stefnumótun Tónlistarskólans á Egilsstöðum sem birtist í framsettri stefnu skólans.
    Bæjarstjórn samþykkir jafnframt framlagaða stefnu skólans.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi,kynnti málið, sem varðar þörf fyrir viðbót sem nemur 75% stöðugildi til að sinna aukinni þörf fyrir sérstakan stuðning við einstaka nemendur. Viðbótarkostnaður sem af þessu hlýst er rúmar 3,7 milljónir á árinu 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að skólastjóri bregðist við þessari auknu þörf en fer fram á að skoðað verði þegar lengra líður á árið hvort nauðsynlegt verður að leita eftir viðbót við samþykkta fjárhagsáætlun vegna þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fæðingaárgangar í sveitarfélaginu eru mjög misfjölmennir. Sá árgangur sem lýkur leikskólagöngu í sumar er fremur fámennur og því getur reynst erfitt að óbreyttu að tryggja þeim börnum sem sótt er um fyrir og hafa náð eins árs aldri 1. september nk. leikskólavist í haust.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn telur mikilvægt að fræðslunefnd vinni hratt að lausn málsins og skili tillögum þar að lútandi til bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla kynnti fræðslunefnd fyrirliggjandi skjalavistunaráætlun Egilsstaðaskóla, sem hefur hlotið umræðu meðal grunnskólastjóra á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar þeirri vinnu sem hefur farið fram og hvetur til að allir skólarnir nýti sér fyrirliggjandi áætlun og að unnið verði eftir hliðstæðri áætlun sem hver skóli aðlagar að sínum aðstæðum frá og með árinu 2017.
    Gert er ráð fyrir að skólastjórnendur Fellaskóla og Brúarásskóla kynni sínar áætlanir fyrir fræðslunefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
  • 7.8 201701121 PISA 2015
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu hjá fræðslustjóra.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 27

1612002F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Gerð var grein fyrir ráðningu Bylgju Borgþórsdóttur í starf verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði, sem auglýst var til umsóknar með umsóknarfresti til 21. desember 2016. Alls sóttu 7 um starf verkefnastjóra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og býður Bylgju velkomna til starfa sem verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 8.3 201612083 Frístundastyrkir
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að samningur um rekstur Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs verði endurnýjaður óbreyttur fyrir árið 2017. Jafnframt verði unnið að lengri tíma samningi við golfklúbbinn, með nýrri stjórn klúbbsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur og gögn dagsettur 9. janúar 2017, frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu þar sem óskað er eftir styrk til að klára fjármögnun þriggja ára samstarfsverkefnis með samtökum frá Finnlandi og Svíþjóð og hefur það markmið að útbúa grunnnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

9.Félagsmálanefnd - 151

1701009F

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 9.1 1408043 Barnaverndarmál
    Bókun fundar Afgreitt af félagsmálanefnd.
  • 9.2 201605137 Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga 2016
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.3 201701071 Yfirlit yfir veitta heimaþjónustu 2016
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.4 201701070 Yfirlit yfir heimsendan mat 2016
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.5 201701069 Yfirlit yfir húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur 2016
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.6 201701068 Yfirlit yfir dagþjónustu eldri borgara 2016
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.7 201701073 Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2016
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.8 201701072 Yfirlit yfir rekstraráætlun 2016
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 9.9 201701075 Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar 2017
    Bókun fundar Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2017 er lögð fram.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að hækka hana miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2016. Upphæðin hækkar því í kr. 157.252 fyrir einstakling á mánuði og í kr. 251.603 fyrir hjón/sambúðarfólk. Einstaklingur með stuðning frá heimili fær helming grunnfjárhæðar sem er kr. 78.626. Breytingin tekur gildi nú þegar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 9.10 201701090 Starfsáætlun Félagsþjónustu 2017
    Bókun fundar Sjá afgreiðslu í lið 1 í þessari fundargerð.
  • 9.11 201701091 Starfsáætlun Stólpa 2017
    Bókun fundar Afgreitt af félagsmálanefnd.
  • 9.12 201701092 Starfsáætlun Ásheima 2017
    Bókun fundar Afgreitt af félagsmálanefnd.
  • 9.13 201701093 Starfsáætlun Hlymsdala 2017
    Bókun fundar Afgreitt af félagsmálanefnd.
  • 9.14 201701094 Starfsáætlun Miðvangs 2017
    Bókun fundar Afgreitt af félagsmálanefnd.
  • 9.15 201701125 Styrkumsókn - átaksverkefni varðandi kynferðisofbeldi gegn drengjum
    Bókun fundar Afgreitt af félagsmálanefnd.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Smárahvammur 3

201612093

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, heimagisting í flokki I - að Smárahvammi 3.
Fyrir liggur að skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Þessari afgreiðslu verði komið til sýslumanns, ásamt þeim athugasemdum sem bárust vegna umsóknarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?