Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

249. fundur 18. janúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu- menningar og íþróttafulltrúi
Páll Sigvaldason boðaði forföll á fundinn og varamaður hans forfallaðist með stuttum fyrirvara.

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 368

1612013F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson sem ræddi liði 1.1 og 1.9, Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi liði 1.2 og 1.9.

Fundargerðin lögð fram.
  • 1.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Í bæjarráði var farið yfir grein í kaflanum um helstu áherslur, í gildandi starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs, sem varðar stuðning við líkamsrækt starfsmanna og lagt til að henni verði breytt.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að umrædd grein hljóði svo:
    "Stuðla að hreyfingu og líkamsrækt starfsmanna, með því að greiða árlegan hreyfi- og heilsueflingarstyrk til starfsfólks sveitarfélagsins, samkvæmt nánari reglum þar um".

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði, varðandi umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða og er ósammála umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið, en tekur undir þær athugasemdir sem bæjarstjórn Fjarðarbyggðar gerði um það á fundi sínum 15. desember síðastliðinn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og vísar í fundargerð hluthafafundar Sláturhússins Menningarseturs ehf. frá 23. desember 2016 og samþykkir þær breytingar á stjórn félagsins sem þar koma fram og einnig breytingar á samþykktum félagsins sem samþykktar voru á þeim fundi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Til kynningar.
  • 1.5 201501023 Egilsstaðastofa
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi við Austurför og Þjónustusamfélagið á Héraði vegna Egilsstaðastofu og rekstur tjaldsvæðis á Egilsstöðum og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegu eintaki og undirrita síðan fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði um verkefnisstjóra markaðsmála og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegu eintaki og undirrita síðan fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn leggur áherslu á að bæði sveitarfélög og tónlistarkennarar bera ábyrgð á því að farsæl niðurstaða náist. Bæjarstjórn telur jafnframt mikilvægt að samninganefndir nái niðurstöðu sem fyrst.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem endurtekið hefur komið upp varðandi sjúkraflug og aðgengi að neyðarþjónustu á Landspítala, krefst bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þess að þriðja flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð án tafar. Mikilvægt er að brautin sé starfhæf þangað til önnur ásættanleg lausn er fundin varðandi sjúkraflug.

    Miðað við þær áherslur í þróun heilbrigðisþjónustu sem unnið er samkvæmt má ljóst vera að aðgengi að Landspítala - Háskólasjúkrahúsi þarf að vera eins gott og mögulegt er fyrir alla landsmenn og á það ekki síst við um neyðarþjónustu.

    Með lokun brautarinnar er slík þjónusta skert verulega og verði ekki úr þessu bætt án tafar er eðlilegt að stjórnvöld bregðist við með því að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni með þeim hætti að neyðarþjónusta verði aðgengileg á fleiri en einum stað.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 369

1701004F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson sem ræddi lið 2.7, Sigrún Blöndal sem ræddi liði 2.1, 2.2 og 2.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Í bæjarráði var farið yfir nýja reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Varðandi álagningu fasteignagjalda á húsnæði til útleigu til ferðamanna samþykkir bæjarstjórn að allt það húsnæði sem í dag er með leyfi til gistingar, fái álagningu samkvæmt gjaldflokki C fyrir árið 2017. Sé um heimagistingu að ræða, skal álagning í C flokki miðast við uppgefna nýtingarfermetra húsnæðisins til atvinnustarfsemi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að skipa starfshóp sem fái það hlutverk að gera tillögu að verklagsreglum vegna veitingar umsagna um rekstraleyfi fyrir gistingu í sveitarfélaginu. Byggt verði á þeirri vinnu sem unnin hefur verið innan umhverfis- og framkvæmdanefndar. Starfshópurinn skili fullbúnum tillögum að verklagsreglum fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Starfshópinn skipi Árni Kristinsson formaður, Stefán Bogi Sveinsson og Vífill Björnsson.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því sem fram kemur í nýjum stjórnarsáttmála, að efna eigi til breiðs samráðs um framtíð Reykjavíkurflugvallar og sömuleiðis því sem komið hefur fram í máli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki ekki fyrr en önnur ásættanleg lausn er komin.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur bæjarráðs veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts Eiða- og Hjaltastaðaþinghár.
    Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

    Jafnframt veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts Egilsstaða 2017, eins og það er tilgreint í umsókn þorrablótsnefndar.
    Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar bæjarstjórnar með 5 atkvæðum, þrir sitja hjá (SBl, ÞMÞ, ÁK).
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar bæjarstjórnar með 6 atkvæðum. Tveir sátu hjá (ÁK, ÞMÞ).

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 45

1612015F

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 3.2, Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi lið 3.2, Sigrún Blöndal sem ræddi lið 3.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að myndaður verði starfshópur sem móti stefnu um tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Gert verði ráð fyrir að hópurinn skili af sér niðurstöðum fyrir 1. maí 2017. Starfshópinn myndi Þórður M. Þorsteinsson sem verði formaður hópsins, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Þorvaldur Hjarðar. Einnig er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að skipa einn fulltrúa í hópinn.

    Að öðru leyti er afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að tveir fulltrúar nefndarinnar og tveir fulltrúar umhverfis- og framkvæmdanefndar móti stefnu um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum og Fellabæ, samanber fyrri tillögu þar um. Hópinn myndi Guðmundur Sveinsson Kröyer og Alda Ósk Harðardóttir fyrir hönd atvinnu- og menningarnefndar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að tilnefna tvo fulltrúa.

    Jafnframt felur bæjarstjórn starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar að gera drög að stofnskrá fyrir sjóð sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ár afmæli Egilsstaða.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.

    Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég fagna skipan starfshóps til að móta stefnu um hlutverk opinna svæða. Í ljósi þess að málið er gott tel ég ekki rétt að gera sérstaka breytingatillögu við skipan hópsins á þessu stigi, en vill hvetja hópinn til að hafa með formlegum hætti samráð við ungmennaráð sveitarfélagsins við mótun stefnunnar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61

1701003F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal óskaði eftir að forseti úrskurðaði um vanhæfi sitt vegna liðar 4.7. Forseti úrskurðaði hana vanhæfa og vék hún af fundi undir afgreiðslu liðar 4.7. Gunnar Jónsson sem ræddi lið 4.9, Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 4.17, Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi lið 4.17, Björn Ingimarsson sem ræddi lið 4.17, Stefán Bogi Sveinsson svaraði fyrirspurn við lið 4.17, Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi lið 4.17.
Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd til kynningar, fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands nr. 132.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn undir bókun Heilbrigðisnefndar Austurlands varðandi brotalamir í eftirliti og eftirfylgni. Bæjarstjórn leggur áherslu á að stjórnvöld efli starfssemi opinberra starfsstöðva á landsbyggðinni, eins og Haust, þannig að þeim verði gert kleift að sinna auknu eftirlitshlutverki í nærumhverfi. Fyrir því liggja bæði faglegar og fjárhagslegar forsendur sem munu tryggja betur aðhald, skilvirkt eftirlit og eftirfylgni úr nærumhverfinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.3 201701009 Framkvæmdir 2017
    Bókun fundar Á fundi nefndarinnar voru til umfjöllunar framkvæmdir 2017, gatnaframkvæmdir, göngustígar o.fl. og viðhald gatna. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fyrirhugaðar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni gatna og göngustíga 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið verkefnislista nýframkvæmda og viðhaldsverkefna og gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við þá afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • 4.4 201501023 Egilsstaðastofa
    Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu.
    Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 21. nóvember 2016.
    Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti en vísar viðauka við samninginn, um uppbyggingu á svæðinu, til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Nú þegar umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið viðaukann,samþykkir bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir framkvæmdunum á þriggja ára áætlun, jafnframt samþykkt að á yfirstandandi ári verði farið í framkvæmdir vegna vaskaskýlis og rafmagns við eldunaraðstöðu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Afgreiðsla staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd leiðrétt tillaga að deiliskipulagi Möðrudals, ásamt svarbréfi frá Birni Sveinssyni frá Verkís ehf., skipulagsráðgjafa umsækjanda.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur svo að komið hafið verið til móts við þær athugasemdir/ábendingar sem bárust.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu málsins skv.42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 7 atkvæðum. Sigrún Blöndal var fjarverandi.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfi Landsnets auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu.
    Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr.105/2006, en í umhverfisskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við kerfisáætlun Landsnets. Bæjarstjórn leggur áherslu á að tekið verði tillit til umhverfis- og náttúrusjónarmiða og hagsmuna landeiganda við allar framkvæmdir.
    Bæjarstjórn telur jafnframt að þörf sé á að farið sé í framkvæmdir sem fyrst til að tryggja raforkuöryggi í landinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • 4.10 201612100 Mýrar 1- Deiliskipulag
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var erindið Plastpokalaust sveitarfélag.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið Fljótsdalshérað verði plastpokalaust sveitarfélag í byrjun árs 2018.
    Jafnframt að verkefnið verði unnið í samráði við nágrannasveitarfélög.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu nefndarinnar um að í tilefni 70 ára afmælis Egilsstaðakauptúns verði heimilum í sveitarfélaginu gefinn fjölnota burðarpoki. Umhverfis- og framkvæmdanefnd falin nánari útfærsla.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Til umræðu er erindið skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd.
    Guðrún Ragna Einarsdóttir segir af sér sem fulltrúi sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Vífil Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs sem aðalfulltrúa og Kjartan Róbertsson sem varafulltrúa Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Til umsagnar er lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs og drög að breytingum að sömu samþykkt.
    Lagt er til að breyta 9. gr. samþykktar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingu á 9. gr. lögreglusamþykktar Fljótsdalshéraðs á þann veg að við textann bætist fimmta málsgreinin.
    9. grein verði því eftirfarandi:

    Bæjarstjórn getur sett umgengnisreglur um skemmtigarða, leikvelli, lystigarða, tjarnir, kirkjugarða og önnur opinber svæði, enda séu reglurnar festar upp við innganginn eða á öðrum áberandi stað.
    Hvorki má troða niður ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð og limgerði á almannafæri né slíta þar upp blóm eða annan gróður.
    Í dreifbýli er bannað að spilla gróðri, nema um sé að ræða jarðarbætur á vegum ábúenda á bújörðum eða aðrar heimilar framkvæmdir.
    Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.

    Ofangreint á einnig almennt við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins. Óheimilt er að hafa gistingu í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda lands komi þar til, sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013 með síðari breytingum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Málið er í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

5.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 54

1701001F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 5.1 201701005 Ungmennaþing 2017
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 5.2 201701004 Plastpokalaust Fljótsdalshérað
    Bókun fundar Ungmennaráð fagnar tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 11. janúar 2017 um plastpokalaust Fljótsdalshérað 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði sem hvetur til þess að málið verði undirbúið vel og kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og fyrirtækjum. Lögð verði áhersla á að höfðað verði til allra aldurshópa og hefur ungmennaráð sérstaklega óskað eftir því að fulltrúar ungs fólks fái að koma að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að taka tillit til þessa við útfærslu málsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • 5.3 201611010 Samþykktir fyrir ungmennaráð Fljótsdalshéraðs
    Bókun fundar Fyrir fundi ungmennaráðs lágu tillögur að breyttum samþykktum fyrir ungmennaráð og vísaði ráðið þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir tillögu að samþykktum fyrir ungmennaráð og felur bæjarstjóra að undirrita þær.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 366

1612003F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild bæjarstjórnar. Fundargerðin því lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367

1612012F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild bæjarstjórnar. Fundargerðin því lögð fram til kynningar.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

201406079

Anna Alexandersdóttir kynnti eftirfarandi tillögu:

Jafnframt tóku til máls tóku Stefán Bogi Sveinsson og Þórður Mar Þorsteinsson.

Gunnar Þór Sigbjörnsson B-lista hefur óskað eftir að hætta sem varabæjarfulltrúi og sem aðalfulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd. Fyrir liggur tölvupóstur með staðfestingu hans á afsögn sinni sem varabæjarfulltrúi.

Aðalheiður Björt Unnarsdóttir sem skipaði 8. sæti á B-lista verður varabæjarfulltrúi í hans stað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir verði aðalfulltrúi B-lista í atvinnu- og menningarnefnd, í stað Gunnars Þórs Sigbjörnssonar, en hætti sem aðalfulltrúi B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd.

Varafulltrúar B-lista í atvinnu- og menningarnefnd eru Gunnhildur Ingvarsdóttir og Ásgrímur Ásgrímsson, eins og samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 17.08.2016.

Guðmundur Björnsson Hafþórsson, sem verið hefur varafulltrúi B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd, verði aðalfulltrúi B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd.

Í hans stað verði Stefán Bogi Sveinsson varafulltrúi B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?