Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

240. fundur 15. júní 2016 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Íþrótta- og tómstundanefnd - 22

1606004

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.4. og kynnti bókun.

Fundargerðin lögð fram.

1.1.Skóladagatal Hádegishöfða 2016-2017

201606019

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

1.2.Skóladagatal Tjarnarskógar 2016-2017

201606018

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

1.3.Erindi frá foreldrum barna sem fædd eru 2015

201606024

Fræðslunefnd leggur til bætt verði við 70% stöðugildi á Tjarnaskógi frá 1. september nk. til að mæta auknum fjölda eins árs barna haustið 2016. Staðan verði svo metin í haust þegar endanleg niðurröðun barna á deildir liggur fyrir. Gera má ráð fyrir að launakostnaður skólans hækki um 1.1 milljón kr. miðað við áætlun 2016 vegna þessa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Meistaraverkefni Mörtu Wium Hermannsdóttur um sameiningu leikskóla á Egilsstöðum

201606017

Til kynningar.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236

1606003

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 6.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.5 og 6.14 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 6.5.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

201604030

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og felur starfsmanni að vinna áfram að gerð útlistaverks í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir og í samstarfi við Hött. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að varið verði kr. 300.000 til verksins af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég fagna hugmyndinni og þróun hennar í meðförum þeirra aðila sem að henni hafa komið. Ég vil þó benda á að telja verður heppilegt að leitað verði samstarfs við fagfólk á sviði myndlistar um útfærslu þess.

2.2.Ærslabelgur við Íþróttamiðstöðina

201606005

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem vakin er athygli á því að við hlið sundlaugarinnar, utan girðingar, væri kjörið að staðsetja "ærslabelg" (loftdýnu til að hoppa á).
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir góða hugmynd, en telur þessa staðsetningu fyrir ærslabelg ekki heppilega.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd um að hugmyndin verði tekin til skoðunar við skipulag Selskógar sem útivistar- og leiksvæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Í vinnslu.

2.4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201605076

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar leggur bæjarstjórn til að til umræðu á aðalfundi SSA í haust verði eftirfarandi:

Flugkostnaður vegna keppnisferða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

201605038

Rammaáætlun fyrir 2017 gerir ráð fyrr 30 milljóna skerðingu á fræðslusviði miðað við framreiknaðan kostnað. Fræðslunefnd telur óraunhæft að mæta þessum niðurskurði að fullu ætli sveitarfélagið að halda sjó á fræðslusviði.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að þegar bæjarstjórn horfir til niðurskurðar verði forgangsraðað þannig að grunnþjónustu eins og sinnt er á fræðslusviði verði hlíft.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa framangreindri bókun til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 148

1605018

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.7.Umsókn um lóð

201606047

Erindi barst frá Sigurði Halldórssyni fyrir hönd Plastverksmiðjunnar Yls ehf. kt. 580516-0250, þar sem hann sækir um lóðina Miðás 26, einnig er óskað eftir því að lóðin verði nýtt sem geymslulóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Svæðisskipulag Austurlands

201603137

Lögð er fram tillaga starfshóps vegna svæðisskipulags Austurlands, Austurland til framtíðar dags. 31.05.2016 og Vinnuskjal dags.02.05.2016, til glöggvunar sem sýnir tímalínu verkefnisins á yfirstandandi ári og áætlaðan heildarkostnað við verkefnið.
Óskað er eftir afstöðu Fljótsdalshéraðs til tillögunnar hið fyrsta. Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögunum, verður óskað eftir tilnefningum um tvo fulltrúa frá hverju sveitarfélagi til setu í svæðisskipulagsnefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér tillögur starfshópsins og tekur undir þær.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögum, tilnefnir bæjarstjórn Árna Kristinsson og Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur til setu í svæðisskipulagsnefnd fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Sláturhúsið/beiðni um færslu á upplýsingaskilti

201606007

Lagt er fram erindi forstöðumanns Sláturhússins, menningarmiðstöðvar. Sóst er eftir leyfi til að færa skilti sem stendur við Sláturhúsið og er í eigu sveitarfélagsins. Skiltið stendur nú við á lóðarmörkum Sláturhússins og Kaffi Egilsstaða/Egilsstofu en stendur til að flytja skiltið með breyttum merkingum á horn Kaupvangs og Fénaðarklappar þar sem það yrði bæði sjáanlegt umferð fyrir neðan og ofan húss, allur kostnaður yrði greiddur af Sláturhúsinu. Meðfylgjandi er erindi dags. 31. maí 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið, enda skal skiltið vera að öllu leiti innan lóðarmarka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Selskógur, útivistarsvæði

201604138

Afgreitt undir lið 4.10.

2.11.Selskógur deiliskipulag

201606027

Lagt er fram deiliskipulag Selskógar samþykkt í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 12.07.2006 til kynningar að beiðni nefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði þriggja manna vinnuhópur sem skili af sér tillögum að framkvæmdum og viðhaldi Selskógar. Niðurstaða hópsins liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í haust.
Bæjarstjórn beinir því til þjónustumiðstöðvar að farið verði í viðhald og lagfæringar á stígum í Selskógi nú þegar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Fundargerð 129. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201605143

Lagt fram til kynningar.

2.13.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

201503010

Að lokinni kynningu skipulagslýsingar sem var kynnt í samræmi við tilvísan í 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010, er hér lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 á athafna- og þjónustusvæði við Egilsstaðaflugvöll, dags.27.maí 2016.
Breytingin nær til landnotkunarreita A6 og T8 sem finna má á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins fyrir Egilsstaði og í köflum 9.4 og 9.6 í greinargerð. Breytingin nær einnig til vatnsverndar á Egilsstaðanesi, sjá sama uppdrátt og kafla 9.18 í greinargerð og legu afleggjara að flugstöð sem er flokkaður sem stofnvegur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (GJ)

2.14.Fyrirspurn varðandi boð HR til stúlkna í 9. grunnskóla

201606022

Bæjarstjórn tekur undir bókun fræðslunefndar.

3.Skipan í nefndir og ráð á vegum Fljótsdalshéraðs

201501128

Kosningar:

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi fyrirkomulag kosninganna og útskýrði hjásetu við kjör forseta.

Bæjarstjórn
Kosning forseta bæjarstjórnar og 1. varaforseta bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Forseti bæjarstjórnar: Anna Alexandersdóttir (D)

Samþykkt með 6 atkv. meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
1. varaforseti: Sigrún Blöndal (L)

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Kosning aðalfulltrúa og áheyrnarfulltrúa í bæjarráð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sigrún Blöndal verði aðalfulltrúi í bæjarráði og varaformaður þess og Anna Alexandersdóttir verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Varamaður í fræðslunefnd
Guðríður Guðmundsdóttir (Á) hefur flutt úr sveitarfélaginu. Bæjarstjórn þakkar henni störf í þágu sveitarfélagsins og velfarnaðar á nýjum slóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sigvaldi H. Ragnarsson (Á)taki sæti sem varamaður í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Skrifari.
Sigrún Harðardóttir hefur látið af störfum sem skrifari (atkvæðateljari) á fundum bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn kýs Þórð Mar Þorsteinsson sem skrifara í stað Sigrúnar Harðardóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.1.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

201606004

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu jafnréttisnefndar leggur bæjarstjórn til að jafnréttismál verði sett á dagskrá aðalfundar SSA á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Mál að öðru leyti í vinnslu.

4.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 58

1606001

Til máls tók: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

4.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Lagt fram.

4.2.Umsókn um skólavist í tónlistarskóla utan heimasveitarfélags

201606029

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.3.Skóladagatal Tónlistarskólans í Fellabæ 2016-2017

201606020

Í vinnslu.

4.4.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - skóladagatal 2016-2017

201605125

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.5.Staða skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum

201606028

Daníel Arason hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september nk. Staðan hefur verið auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar Daníel fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Flotbryggjur

201605162

Lögð er fram tillaga um að koma flotbryggjum sem eru í eign sveitarfélagsins í verð.
Flotbryggjurnar eru þrjár c.a. 3 metra á breidd og 9,85 metra á lengd hver um sig, þar af tvær á landi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að selja flotbryggjurnar og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs að koma málinu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Ábending frá Sambandi ísl. sveitarfélaga til skólanefnda

201606023

Í vinnslu.

4.8.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

201209100

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Líkt og fræðslunefnd tekur bæjarstjórn undir bókun skólaráðs Egilsstaðaskóla hvað varðar tímasetningu haustþings og telur rétt að skoðað sé hvort hægt er að halda haustþing grunnskóla utan starfstíma skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Fellaskóli - húsnæðismál

201602040

Í vinnslu.

4.10.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

201211040

Lagt fram til kynningar.

4.11.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

201305087

Lagt fram til kynningar.

4.12.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara

201606021

Lagt fram til kynningar.

4.13.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201605076

Lagt fram.

4.14.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

201101102

Í vinnslu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 345

1606009

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.6. og vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna þessa liðar og var hæfi hans samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (ÞMÞ) Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.8. og kynnti bókun. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.8. og kynnti bókun og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.8.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Ylströnd við Urriðavatn

201605132

Eftirfarandi tillaga löð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og vísar aðkomu að verkefninu til stjórnar Hitaveitunnar og leggst ekki gegn því að að stjórn HEF taki ákvörðun um framlag til verkefnisins.
Bæjarstjórn telur þó að forsenda fyrir aðkomu HEF sé sú að full fjármögnun verkefnisins náist áður en mögulegt framlag verði innt af hendi.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GSK)


Anna Alexandersdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi bókun.
Verkefnið, Ylströnd við Urriðavatn, er mjög spennandi verkefni og þeir sem að því standa sýna metnað og áræðni. Sveitarfélagið á að skapa vettvang fyrir nýja atvinnustarfsemi en ekki leggja til beina fjármuni í einstök verkefni. Ef sveitarfélagið vill hafa beina aðkomu að verkefninu, Ylströnd við Urriðavatn, þá er það okkar skoðun, að leiðin til þess sé með afhendingu á heitu vatni til nokkurra ára sem metið yrði til hlutafjáreignar í félaginu. Með því að vísa ákvörðun í málinu til stjórnar HEF verður
afgreiðsla málsins án beinnar aðkomu bæjarstjórnar, sem þó ber ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins. Fulltrúar D listans treysta því að stjórn HEF taki til greina þær athugasemdir sem fulltrúar listans hafa komið á framfæri, á fundi bæjarráðs og í bæjarstjórn. Sveitarfélagið stendur frammi fyrir óvissutímum í rekstri sínum s.s. óvissu um þróun verðlags og lausir kjarasamningar kennara. Því er mikilvægt að sveitarfélagið sýni aðhald í rekstri og taki ekki beinan þátt í áhættufjárfestingum.


Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar B-lista telja að sveitarfélagið ætti, auk þeirrar tillögu sem samþykkt er hér að framan, að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn verkefnisins með það í huga að fjárfesta mögulega í því í gegnum Atvinnumálasjóð Fljótsdalshérað. Ljóst er að ef af verkefninu verður mun sveitarfélagið njóta af því beinna tekna og því réttlætanlegt að leggja fram fjármagn til þess.

5.2.Sala fasteigna Hallormsstaðaskóla.

201606052

Í vinnslu.

5.3.Fundargerð 43. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

201606050

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna hækkunar framlaga til Brunavarna á Austurlandi um kr. 1.939.289, vegna nýrra kjarasamninga við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.
Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi 2016

201606051

Lagt fram til kynningar.

5.5.Fundargerð 209.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201606077

Lagt fram til kynningar.

5.6.Fundargerð 839. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201606041

Lagt fram til kynningar.

5.7.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Borist hafa viðbrögð nefnda sveitarfélagsins við útsendum ramma vegna fjárhagsáætlunar 2017 og ýmsar tillögur sem komu frá þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fjárhagsramminn verði áfram í vinnslu og felur bæjarráði að afgreiða rammann á næstu fundum, með hliðsjón af framkomnum athugasemdum og mögulegum breytingum á forsendum.
Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að bæjarstjóri og fjármálastjóri fari inn á næstu fundi nefndanna eftir að ramminn liggur fyrir og kynni hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Fjármál 2016

201601001

Í bæjarráði kynnti bæjarstjóri fyrstu drög að áætlun um kostnað við unglingalandsmót sem haldið verður á Egilsstöðum á næsta ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram og senda styrkumsókn til ráðuneytisins vegna stuðnings þess við unglingalandsmót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Kjörskrá fyrir forsetakosningarnar 25. júní.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.9.Haustak hf

201606076

Í vinnslu.

5.10.Trúnaðarmál

201605175

Afgreitt af bæjarráði.

5.11.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2016

201605177

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar 2016 hefjist eftir þennan fund sem haldinn er 15. júní, og standi til og með 9. ágúst.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 17. ágúst og þar næsti fundur verður 7. september.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Bæjarráð mun funda eftirtalda daga með fullnaðarafgreiðsluumboð: 20.6, 27.6, 4.7, 11.7. og 8.8.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.12.Frumvarp til laga um timbur og timburvöru

201605180

Lagt fram til kynningar.

5.13.Almenningssamgöngur á Austurlandi

201606016

Í bæjarráði voru kynnt drög að tímabundnu tilraunaverkefni um almenningssamgöngur á leiðinni Egilsstaðaflugvöllur - Hallormsstaður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að ganga frá samningi við SSA um verkefnið. Jafnframt verði gerð könnun meðal hópleyfishafa á Héraði um áhuga þeirra á því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.14.Ábúð á jörðinni Kirkjubæ

201605170

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til ríkisvaldsins að leita allra leiða til þess að ríkisjarðir séu setnar og tryggja að samfella sé í búrekstri þeirra jarða sem hafa verið í nýtingu.
Í ljósi stöðu dreifbýlis Fljótsdalshéraðs er það sveitarfélaginu sérstaklega mikilvægt að þessar kostajarðir séu setnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.15.Ylströnd við Urriðavatn

201605132

Málið er í vinnslu.

5.16.Fundargerð 208.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201605178

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.17.Fjármál 2016

201601001

Til kynningar.

5.18.Umsókn um styrk til flutnings dægurlagatónlistar í Sláturhúsinu og Dyngjunni

201606001

Fyrir liggur styrkumsókn frá Erlu Dóru Vogler, dagsett 31. maí 2016, til flutnings dægurlagatónlistar í Sláturhúsinu og Dyngjunni í sumar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.19.Beiðni um uppsetningu skilta sem vísa á Safnahúsið á Egilsstöðum

201606014

Lagt er fram erindi frá safnstjórum Minjasafns Austurlands, Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Bókasafns Héraðsbúa þar sem óskað er eftir uppsetningu skilta sem vísa á Safnahúsið á Egilsstöðum í meðfylgjandi erindi dags. 31.05. 2016.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar heimilar bæjarstjórn staðsetningu 1 og 2, en synjar staðsetningu nr. 3. Uppsetning skal unnin í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar en greiðist alfarið af umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.20.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

201511057

Skipulagslýsing Ásgeirsstaða sem kynnt var í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lauk föstudaginn 27. maí 2016 er lögð fram tillaga á vinnslustigi dags. 27. maí 2016 unnin af Alta ehf. en þar segir:
Ásgeirsstaðir eru um 11 km akstursleið norðan við þéttbýlið á Egilsstöðum og 4 km akstursleið
suðaustan við Eiða, á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs
2008 til 2028. Þar er áhugi á að koma upp gistiaðstöðu fyrir ferðafólk og liggja fyrir drög að
deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir allt að 16 litlum húsum, samtals allt að 450 m2 á 1,15 ha svæði.
Meðfylgjandi er einnig umsögn Skipulagsstofnunar dags. 27.apríl 2016.

Skipulagslýsing var kynnt íbúum skv.1.mgr.30.gr. skipulagslaga nr.123/2010, og var frestur til athugasemda eða ábendinga gefinn til 27.maí 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag liggur nú til umfjöllunar hjá umhverfis-og framkvæmdanefnd, dags. 27. maí 2016 og 16.09. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu á aðal- og nýju deiliskipulagi samhliða skv. 1. mgr. 31.gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni jákvæðri umsögn ráðunautar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 m.s.br. og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.21.Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2015

201605150

Lögð fram til kynningar.

5.22.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar framlögðum samning um styrkveitingu upp á kr. 2.600.000 til lagfæringar á gönguleið að Fardagafossi. Jafnframt felur bæjarstjórn forstöðumanni þjónustumiðstöðvar úrvinnslu á verkefninu í samráði við verkefnisstjóra umhverfismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.23.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201605076

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfisnefndar leggur bæjarstjórn til eftir farandi umfjöllunarefni á aðalfundi SSA á komandi hausti.

-Tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum.
-Styrkvegir, hlutfall milli landshluta og samstarf sveitarfélaga.
-Staða vegakerfisins í fjórðungnum.
-Gisting í heimahúsum.
-Endurnýjun á fjallskilasamþykkt Múlasýslna.
-Samstarf sveitarfélaga um refa- og minkaeyðingu.
-Samstarf um úrgangsmál, t.d. lífrænn úrgangur.
-Uppbygging áningarstaða við þjóðvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.24.Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

201602153

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest, en málið að öðru leyti í vinnslu.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49

1606005

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 4.8 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 31. maí 2016

201606025

Lagt fram til kynningar.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 344

1605022

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.4 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 1.4.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

201602100

Í vinnslu.

7.2.Reglur um farandsölu

201604063

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að reglur sveitarfélagsins um farandsölu, frá 2001, verði aflagðar. Jafnframt að í reglum sveitarfélagsins um notkun fasteigna Fljótsdalshéraðs, frá 2015, verði skerpt á því að fasteignir sveitarfélagsins verði ekki leigðar út til farandsala.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Gálgaklettur / menningarminjar í miðjum bæ

201606003

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að vekja Gálgaklett til vegs og virðingar í samhengi við þá sögulegu viðburði sem þar áttu sér stað á fyrri tímum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu og menningarnefnd og þakkar fyrir ábendinguna og leggur til að gert verði upplýsingaskilti sem geri sögustaðnum skil. Starfsmanni falið að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum atvinnu- og menningarnefndar að fjárhagsætlun 2017 til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og einnig ábendingu nefndarinnar um að lítið fé er lagt í atvinnumálasjóð skv. drögum að fjárhagsáætlun, annað árið í röð, auk tillögu hennar um að sjóðnum verði markaður fastur tekjustofn þannig að hann megi eflast.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201605076

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar leggur bæjarstjórn m.a. til eftirfarandi umfjöllunarefni á aðalfundi SSA á komandi hausti.

- Tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum
- Frekari stuðningur ríkisins við menningarmiðstöðvar
- Efling nýsköpunar á Austurlandi
- Skattkerfið sem tæki til búsetueflingar
- Nýting og búseta á ríkisjörðum
- Læknaskortur í fjórðungnum
- Efling starfsemi ríkisstofnana á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að á haustmánuðum komi atvinnu- og menningarnefnd, bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd saman til fundar. Þar verði farið yfir ástand, horfur og framtíðarsýn í atvinnumálum, skipulagsmálum og uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Atvinnu- og menningarnefnd - 37

1606002

Til máls tók: Guðmundur S. Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Trúnaðarmál

201605175

Afgreitt af bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?