Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

238. fundur 18. maí 2016 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

201605056

Í vinnslu.

1.2.Sleppitjörn við Uppsalaá

201604088

Erindi í tölvupósti dagsett 14. apríl 2016 þar sem Jóhannes Sturlaugsson f.h. Laxfiska og samstarfsaðila óskar eftir leyfi til að útbúa sleppitjörn í Uppsalaá, staðsetning samkvæmt meðfylgjandi myndum, vegna tilraunar þar sem fýsileiki ræktunar á laxi í vatnakerfi Lagarfljóts er metinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda fyrir sitt leyti, en bendir á að umsækjandi þarf að afla leyfis landeiganda austan árinnar.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (GJ og ÞMÞ)

1.3.Lýsing í Skjólgarðinum/Lystigarðinum

201601008

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 04.01.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að bæta lýsingu í gamla skrúðgarðinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að láta gera athugun á lýsingarþörf og kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Umsókn um leyfi til að skrá lögheimili að Höfða, lóð 2

201603103

Umsóknin hefur verið dregin til baka.

1.5.Umsókn um byggingarleyfi

201603059

Erindi dags. 07.03.2016 þar sem Ágúst Waltersson kt. 090350-3669 f.h. Röskva ehf. kt. 630704-2350 óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Reynivöllum 13, Egilsstöðum. Áætluð stærð byggingar er 130 m2.
Málið var áður á dagskrá 22.03.2016. Fyrir liggur hugmynd að viðbyggingu við núverandi hús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Hamrar 14 umsókn um lóð

201605026

Erindi dagsett 20.04.2016 þar sem Magnús Ási Ástráðsson kt. 190965-4739 og Hulda Rós Sigurðardóttir kt. 150465-3389 sækja um lóðina Hamrar 14.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni til umsækjenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Álagning rotþróargjalds/þjónustugjald vegna sumarbústaðar

201604068

Afgreitt af umhverfis- og framkvæmdanefnd.

1.8.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

201301254

Málið er í vinnslu.

1.9.Eyvindará II deiliskipulag

201601236

Málið er í vinnslu.

1.10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, starfs- og fjárhagsáætlun 2016

201510042

Varðandi breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2016, er vísað til áður samþykkts viðauka 1, sem afgreiddur var í bæjarstjórn 04. maí sl.

1.11.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

201605040

Erindi í tölvupósti dagsett 4. maí 2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir skjalavörður skrifstofu Alþingis, óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 673. mál.
Umsögnin óskast send rafrænt fyrir 18. maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.12.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

201605041

Erindi í tölvupósti dagsett 4. maí 2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir skjalavörður skrifstofu Alþingis, óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð 673. mál.
Umsögnin óskast send rafrænt fyrir 18. maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarpið:

1. Ákvæðið um bann við utanvegaakstri er óþarft. Náttúruverndarlögin taka vel á þessum málum og ekki ástæða til að setja meira inn í þessi lög heldur en fyrir er í gildandi lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2. 15 gr. c liður, ákvæði um bann við lendingu loftfara nema með sérstöku leyfi. Vatnajökulsþjóðgarður átti að styrkja við ferðamennsku á svæðinu. Með þessu ákvæði er verið að setja fótinn fyrir eina tegund hennar sem eru þyrluferðir. Ef umferð loftfara eykst í garðinum væri nær að skilgreina lendingarstaði rétt eins og bílastæði eða næturhólf fyrir hesta. Á Íslandi eru í gildi lög um loftferðir og því ekki ástæða til að setja sér lög um þau í þjóðgarðinum.

Samþykkt með 8 atkv. og 1 var á móti (SBS)

3. Sú tilhneiging til miðstýringar sem kemur fram í lögunum telur bæjarstjórn ekki í þeim anda sem lagt var upp með á sínum tíma. Bæjarstjórn leggst gegn því sem fram kemur í 8 gr.og leggur áherslu á að ráðningar þjóðgarðsvarða verði á hendi viðkomandi svæðisráða og að samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra verði á hendi þjóðgarðsvarða á hverju svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4. 18 gr. 2 mgr. Að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka ákveðnum svæðum og leiðum fyrirvaralaust.
Ekki er ásættanlegt að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka leiðum eða svæðum sem skulu vera opin samkvæmt verndaráætlun upp á sitt einsdæmi. Gera verður þá kröfu að það sé gert í samráði við svæðisráð á viðkomandi svæði.
Að lokum er gerð alvarleg athugasemd við að fyrstu drög laganna hafi ekki verið kynnt þeim sveitarfélögum sem liggja að garðinum og hagsmuna eiga að gæta varðandi nýtingu og aðkomu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.13.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku vegna endurbyggingar Upphéraðsvegar

201605011

Erindi í tölvupósti dagsett 2. maí 2016 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku vegna endurbyggingar á Upphéraðsvegi, Hof/Skeggjastaðir (2,2 km) þar sem endurbyggja á veginn og leggja klæðningu nú í sumar. Náman sem um ræðir er merkt í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Skeggjastaðir II E69.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.14.Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

201602153

Málið er í vinnslu.

1.15.Samningur um þjónustu

201603011

Lagður er fram þjónustusamningur frá Slökkvitækjaþjónustu Austurlands ásamt fylgiskjali 1 verðskrá.
Einnig Þjónustusamningur um viðhald og árlega skoðun á öryggiskerfum við Rafey ehf.
Öryggismiðstöðin leggur fram tilboð í vöktun öryggiskerfa fyrir Fljótsdalshérað.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að framlagðir samningar við Rafey ehf. og Slökkvitækjaþjónustu Austurlands verði samþykktir.
Jafnframt er starfsmanni falið að gera samning við Öryggismiðstöðina á grundvelli framlagðs tilboðs um vöktun öryggiskerfa og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 234

1605004

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Brúarásskóli - skóladagatal 2016-2017

201605033

Afgreitt af fræðslunefnd.

2.2.Fellaskóli - skóladagatal 2016-2017

201605034

Afgreitt af fræðslunefnd.

2.3.Egilsstaðaskóli - skóladagatal 2016-2017

201605035

Afgreitt af fræðslunefnd.

2.4.Skimun á unglingastigi

201605032

Í vinnslu.

2.5.Egilsstaðaskóli - nemendamál

201509016

Í vinnslu.

2.6.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

201101102

Mál í vinnslu.

2.7.Frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

201605038

Mál í vinnslu.

2.8.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

2.9.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 341

1605001

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Fjármál 2016

201601001

Til kynningar.

3.2.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Í vinnslu.

3.3.Fundargerð 838. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201605046

Í bæjarráði var rætt um 4. lið, Skólamálanefnd sambandsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til fræðslunefndar að fara vel yfir málið og fylgjast með vinnu sérfræðinga Sambandsins varðandi það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.4.Uppbygging ferðamannastaða

201605022

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt er samstarfsverkefni sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi verði tengiliður sveitarfélagsins við verkefnisstjóra vegna vinnu við landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Skráning á hagsmunatengslum kjörinna fulltrúa

201605029

Bæjarstjórn bendir á að slíkar reglur eru ekki sérskráðar í siðareglum bæjarfulltrúa, en árlega eru þó hagsmunatengsl tengdra aðila gefin upp við gerða ársreiknings skv. reglum KPMG, endurskoðunar.

3.6.Vatnsból

201605021

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.7.Jörðin Grunnavatn á Jökuldal

201508003

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita yfirlýsingu um afsal réttinda og viðurkenningu eignarréttar sveitarfélagsins á jörðinni Grunnavatni.
Afgreiðsla málsins verður síðan lögð formlega fyrir bæjarráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Jafnt búsetuform barna

201605043

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar og óskar eftir afstöðu og athugasemdum frá þeim í byrjun júní.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 35

1605002

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 3.2. Guðmundur S. Kröyer, sem ræddi lið 3.2. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.2 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 3.2.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Auðlindagarður

201605028

Í vinnslu.

5.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2016

201603060

Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar, kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

Til máls tóku undir þessum lið í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurnir og Adda Birna Hjálmarsdóttir, sem svaraði fyrirspurnum.

5.1.Félagsheimilið Iðavellir/eftirlitsskýrsla HAUST

201604174

Lagt fram til kynningar.

5.2.Flugfélag Austurlands

201604163

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn tekur undir afgreiðslu atvinnu- og menningarnefndar og staðfestir hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

201602100

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs að útfæra leiðir til að halda samkeppni um gerð útilistaverks í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Ársreikningur og ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir 2015

201605037

Lagt fram til kynningar.

5.5.Snorraverkefni, beiðni um stuðning vegna 2016

201605042

Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóði, dagsett 5. maí 2016, um stuðning við Snorraverkefnið 2016. En verkefnið lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47

1605003

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.16. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 4.5. 4.17. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.17. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.17. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.17. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.17. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 4.16. og 4.17, Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.4, 4.6 og bar fram fyrirspurn og 4.7 og 4.16. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.4 og 4.6 og svaraði fyrirspurnum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.6. og gerði grein fyrir atkvæði sínu og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.6. og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging

201605024

Í vinnslu.

6.2.Niðurfelling vega af vegaskrá 2016

201605018

Lagt fram til kynningar.

6.3.Upplýsingaskilti fyrir viðburði í Íþróttahúsi og á Vilhjálmsvelli

201605014

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að setja upp auglýsingaskilti framan við Íþróttamiðstöðina og annað skilti við gatnamótin Tjarnarbraut/Fagradalsbraut þar sem hægt væri að auglýsa viðburði í Íþróttamiðstöðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í tillöguna og vísar nánari útfærslu á hugmyndinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Tillaga um að fjölga ruslatunnum við göngustíga/gangstéttir

201605013

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05. 2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að fela starfsmanni að gera úttekt á fjölda ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?