Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

236. fundur 20. apríl 2016 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðbjörg Björnsdóttir varamaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varamaður
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi

1.

1.1.Sveitarfélagamörk Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps

201204018

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

1.2.Uppgjör 2015 - Fellaskóli

201604043

Lagt fram til kynningar.

1.3.Skólaakstur 2016-2017

201512027

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og samþykkir fyrir sitt leyti þann hluta útboðs-og verklýsingarinnar sem fjalla um skólaakstur í fyrirliggjandi gögnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - starfsmannamál

201604057

Lagt fram til kynningar.

1.5.Húsnæðismál Tónlistarskólans í Fellabæ

201604034

Lagt fram til kynningar.

1.6.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

201411048

Í vinnslu

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 232

1604005

Til máls tók Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Hamrahlíð, malbikun bílastæða

201604080

Í vinnslu.

2.2.Fráveita hreinsun

201604052

Í vinnslu.

2.3.Fyrirspurn frá Félagi ábyrgra hundaeigenda

201604048

Í vinnslu.

2.4.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

201506106

Erindi dagsett 15.03. 2016 þar sem Þráinn Lárusson kt. 150462-7549 f.h. 701 Hótels ehf. óskar eftir fresti til að fjarlægja smáhýsin af landi Skógræktar ríkisins á Hallormsstað til haustsins 2018.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hafnar erindinu. Bæjarstjórn samþykkir að frestur til að fjarlægja húsin verði til 1. nóvember 2016.

Samþykkt með 7 atkvæðum, 1 sat hjá (ÁK) og 1 var fjarverandi (KL).

2.5.Uppgjör 2015 - Brúarásskóli

201604042

Lagt fram til kynningar.

2.6.Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði.

201604049

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vekur athygli á að styrkveitingar til Fljótsdalshéraðs voru tvær:
Stórurðarverkefnið 8.000.000,- kr. og Fardagafoss göngustígur 2.600.000,- kr.
Bæjarstjórn fagnar þessum styrkveitingum, sem eru mikilvægar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við þessa ferðamannastaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka á Fjarðarheiði

201604051

Erindi í tölvupósti dagsett 06.04. 2016 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku samkvæmt meðfylgjandi erindi og fylgigögnum. Um er að ræða öryggisaðgerðir á Seyðisfjarðarvegi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að unnið verði í samráði við landeigendur á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

201604030

Í vinnslu.

2.9.Svæðisskipulag Austurlands

201603137

Lögð er fram fundargerð 1. fundar starfshóps um svæðisskipulag Austurlands 22. mars 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur þörf á að svæðisskipulag verði gert fyrir Austurland og styður þá vinnu sem hafin er. Bæjarstjórn samþykkir að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Lyngás 12, athugasemdir

201604046

Lagt fram til kynningar.

2.11.Fossgerði/Lóð 4 breyting á aðalskipulagi

201504080

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 29. mars 2016 og felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha) í landbúnaðarsvæði.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dagsett 03.02. 2016 er tillagan lögð aftur fyrir til umfjöllunar.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan að breytingunni verði metin óveruleg og hún send Skipulagsstofnun samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Þjóðvegur 1 í Skriðdal og vegur um Öxi.

201602103

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.13.Umsókn um ökutækjaleigu - Starfsleyfi bílaleigu

201603154

Erindi dagsett 23.03. 2016 þar sem Samgöngustofa óskar eftir umsögn sveitarfélagsins samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Ævars Bjarnasonar kt. 110768-3629 fyrir hönd Bílamálunar Egilsstöðum ehf. kt. 430698-2739, um að reka ökutækjaleigu að Fagradalsbraut 21-23, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við að rekin verði ökutækjaleiga að Fagradalsbraut 21-23.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Samningur um þjónustu

201603011

Lögð er fram drög að samningi um þjónustu fjargæslu, viðhald og árlega skoðun. Málið var áður á dagskrá 30.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að leita tilboða frá fleiri aðilum á svæðinu um þjónustuna þ.e. þjónusta, viðhald og árleg skoðun öryggiskerfa og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.15.Gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur

201604010

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 31.03. 2016 um að merkja með áberandi hætti þar sem göngustígar þvera götur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela Þjónustumiðstöðinni að taka saman upplýsingar um allar þveranir göngustíga yfir akbrautir, þar sem ekki eru þegar merktar gangbrautir og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.16.Loftslagsmál og endurheimt votlendis

201511088

Í vinnslu.

3.Samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðum á Fljótsdalshéraði

201604103

Til máls tók Árni Kristinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fresta umræðu um þennan lið þar til á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.1.Tillögur til bæjarstjórnar

201603084

Lagt fram til kynningar.

3.2.Ráðstefnan Skipta raddir ungs fólks máli

201603083

Lagt fram til kynningar.

3.3.Forvarnadagurinn 2016

201603082

Lagt fram til kynningar.

3.4.Ungt fólk og lýðræði

201603081

Lagt fram til kynningar.

4.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 49

1603013

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Loftslagsverkefni Landverndar

201411111

Lagt fram til kynningar.

4.2.Ásgeirsstaðir - Skipulagslýsing - Umsögn náttúruverndarnefndar

201604005

Afgreiðsla náttúrverndarnefndar staðfest.

4.3.Uppsalir - Aðalskipulagsbreyting - Umsögn náttúruverndarnefndar

201604004

Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.

4.4.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Lagt fram.

4.5.Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi

201604011

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 31.03. 2016 um að búin verði til 1-2 km krefjandi torfærubraut í Selskógi, fyrir reiðhjól.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Umhverfis- og framkvæmdanefnd og óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi sig fram við umhverfis-og tæknisvið bæjarins til að ræða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Ályktanir Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2015

201512108

Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.

4.7.Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2015

201510168

Lagt fram til kynningar.

5.Náttúruverndarnefnd - 5

1604001

Til máls tók Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi lið 8.2

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

5.2.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Lagt fram til kynningar.

5.3.Starfsáætlun fræðslunefndar 2016

201604035

Lagt fram til kynningar.

5.4.Fræðslusvið - launaþróun 2016

201604040

Lagt fram til kynningar.

5.5.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

201603047

Lagt fram til kynningar.

5.6.Uppgjör 2015 - Egilsstaðaskóli

201604041

Lagt fram til kynningar.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 338

1604010

Til máls tók Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2016

201603094

Tekin fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.

6.2.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

201603061

Í vinnslu.

7.Atvinnu- og menningarnefnd - 33

1603015

Til máls tók Guðbjörg Björnsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar 2016

201604082

Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar á Austurlandi, sem boðaður hefur verið í Valaskjálf 3. maí nk. kl. 14:00 til 18:00.
Kjörnir fulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér stöðu verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Í bæjarráði kynnti bæjarstjóri ýmis gögn og drög að samningum td. við Fjarskiptasjóð, vegna fyrirhugaðrar lagningu ljósleiðara á þessu ári frá Lagarfossvirkjun og að Brúarási og tengingu nokkurra bæja á þeirri leið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninga þar að lútandi. Staðfestir samningar verða kynntir bæjarráði þegar þeir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Hólshjáleiga.

201604003

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að gera drög að kaupsamningi um íbúðarhúsið í Hólshjáleigu, ásamt sambyggðu útihúsi, og viðauka við gildandi leigusamning við þriðja aðila, vegna þess hluta húsnæðisins sem í dag er í útleigu.
Jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að gera drög að lóðaleigusamningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Fundargerð 205.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201604086

Vísað til liðar 10 í þessari fundargerð.

7.5.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Í vinnslu.

7.6.Fjárhagsáætlun 2016

201504075

Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 er í vinnslu.

7.7.Fjármál 2016

201601001

Lagt fram til kynningar.

7.8.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Málið er í vinnslu.

7.9.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga um verkið og fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna kostnaðarhlutdeildar sveitarfélagsins í því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.10.Fellaskóli viðgerðir

201603040

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn fjármálastjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna málsins, sem lagður verði fyrir bæjarráð 25. apríl nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.11.Yrkjusjóður beiðni um stuðning 2016

201602163

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

7.12.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs

201506130

Í vinnslu.

7.13.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

201604016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2016 varðandi endurskipulagningu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar um málið, áður en sveitarfélagið skilar áliti sínu. Frestur sveitarfélagsins til að skila umsögn er til 15. maí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.14.Ársreikningur 2015

201604002

Afgreitt undir lið 2 í þessari fundargerð.

7.15.Fjármál 2016

201601001

Í vinnslu.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 337

1604006

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigvaldi Ragnarsson sem rædi lið 3.7 og lagði fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem ræddi lið 3.7 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

9.Ársreikningur 2015

201604002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði ársreikning Fljótsdalshéraðs 2015, ásamt fylgigögnum fram til síðari umræðu. Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru Þórður Mar Þorsteinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2015 námu 3.729 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3.308 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 2.974 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2015 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 2.813 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 286 millj. og þar af 174 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 414 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 311 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstarafkoma ársins jákvæð um 46 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta jákvæð um 11 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 469 millj. kr., þar af 322 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 452 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 284 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 475 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 50 millj. í A hluta.
Lántökur námu 387 millj. kr., en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 503 millj. kr. á árinu 2015.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 8.979 millj. kr. í árslok 2015 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.595 millj. kr. í árslok 2015.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 8.791 millj. kr. í árslok 2015 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.459 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 6. apríl sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.

Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að boða til almenns borgarafundar þriðjudaginn 10. maí n.k. kl. 20:00 þar sem ársreikningurinn verður kynntur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 146

1603017

Fundargerðin lögð fram.

9.2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

201502122

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

9.3.Til stjórnenda úrgangsmála hjá sveitarfélögum og sorpsamlögum.

201601239

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar meðfylgjandi skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd taka undir með starfshópnum og gerir ekki athugasemd við skýrsluna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.4.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/Arctic East Apartments Egilsstaðir

201602035

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.5.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar

201603097

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.6.Umsókn um nýtt gistileyfi vegna heimagistingar

201603101

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.7.Gíslastaðir breyting á teikningum

201603108

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.8.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201603100

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.9.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201512001

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.10.Umsókn um byggingarleyfi viðbygging

201603096

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.11.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201603095

Í vinnslu.

10.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2016

201603060

Varaformaður atvinnu- og menningarnefndar, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, kynnti bæjarfulltrúum starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

10.1.Snjómokstur og hálkuvarnir 2016

201512128

Lagt fram til kynningar.

10.2.Starfsmannamál 2016

201603119

Fram kom á fundi umhverfis- og mannvirkjanefndar að gengið hefur verið frá ráðningu skipulags- og byggingarfulltrúa. Vífill Björnsson byggingarfræðingur hefur verið ráðinn í stöðuna og hefur hann störf um mánaðarmótin apríl/maí.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45

1604004

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Karl Lauritzson sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 6.26 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi lið 6.21 og lagði fram fyrirspurn, Árni Kristinsson sem ræddi lið 6.21 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram:

11.1.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

201112020

Til kynningar.

11.2.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar var farið yfir dagskrá og fyrirkomulag ráðstefnunnar. Tímasetning ráðstefnunnar staðfest 12. maí.

11.3.Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ný lög um landsáætlun um innviði

201604049

Lagt fram til kynningar.

11.4.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

201506108

Lagt fram til kynningar.

11.5.Matjurtarækt á Austurlandi, beiðni um styrk

201604001

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

11.6.Ormsteiti 2016

201603134

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar var kynntur nýr framkvæmdastjóri Ormsteitis sem er Vala Gestsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og býður Völu velkomna til starfa og óskar henni góðs gengis í störfum hennar við Ormsteiti á komandi sumri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?