Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

232. fundur 17. febrúar 2016 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Umsókn um byggingarleyfi 2 frístundahús

201511013

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

1.2.Eyvindará 2 deiliskipulag

201601236

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II, sem afmarkast eins og fram kemur á tillögunni. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 27.01. 2016. Breytingin felur í sér afmörkun byggingarreits fyrir eitt lítið hús, gistiálmur og tengingu við eldri þjónustuhús og stækkun skipulagssvæðisins til norðurs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sem samþykkt var í bæjarstjórn 05.11.2014

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Tjarnarbraut 3, umsókn um byggingarleyfi

201511079

Í vinnslu.

1.4.Lýsing við gangstétt á Egilsstaðanesi

201602004

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

1.5.Göngustígur umhverfis flugvöll

201602003

Í vinnslu.

1.6.Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

201502026

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 30.01.2015 þar sem fram kemur hugmynd um að setja upp laust gufubaðshús á lóðina við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggja gögn um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sett verði upp laust gufubaðshús við Íþróttamiðstöðina, samkvæmt framlögðum gögnum um gerð og staðsetningu.
Framkvæmdin verði fjármögnuð af Eignasjóði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Breytingar á byggingarreglugerð

201601216

Erindi dagsett 22. janúar 2016 þar sem Hafsteinn Pálsson f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir umsögn um framlögð drög að breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við drögin. Lögð er áhersla á að haft verði samráð við hagsmunasamtök fatlaðra varðandi breytingar á aðgengismálum þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Endurnýjun á gervigrasvöllum

201510135

Í vinnslu.

1.9.Beiðni um nafnbreytingu á jörðinni Hleinargarður II

201601201

Erindi dagsett 04.01. 2016 þar sem Davíð Þór Sigurðarson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt. 541113-1180 óskar eftir leyfi til að breyta nafninu á jörðinni Hleinagarður II í nafnið Davíðsstaðir.
Málið var áður á dagskrá 27.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (GJ. GI. og PS.)

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Eftir lagabreytingu nýverið er það nú hlutverk sveitarstjórna að taka ákvarðanir um nafngiftir á jörðum. Er þetta þriðja málið af þessu tagi sem kemur til kasta bæjarstjórnar og var nafnabeiðni samþykkt í öðru tilfellinu en synjað í hinu. Ég mun greiða atkvæði með því að samþykkja fyrirliggjandi beiðni, en legg hins vegar áherslu á að ástæða sé til þess að bæjarstjórn móti sér einhverjar viðmiðunarreglur um hvernig fara á með mál af þessu tagi.
Það er mín skoðun að miða ætti við að samþykkja beiðnir um nafnabreytingu og nýjar nafngiftir nema að eitthvað sérstakt mæli gegn því. Þættir sem að mínu mati geta mælt gegn samþykkt geta til dæmis verið eftirfarandi:
- Að nafnið sé of líkt eða tengist óeðlilega nafngift annarsstaðar innan sveitar eða sveitarfélagsins eftir atvikum.
- Að með nafnabreytingu hverfi gamalt og gróið nafn á viðkomandi jörð.
- Að nafnið brjóti verulega gegn almennri smekkvísi.
Ekkert af framangreindu á við í þessu máli, þótt deila megi um þá aðferð að nefna jörð í höfuðið á eiganda hennar, en slíkt hefur tæplega tíðkast hér á landi um að minnsta kosti nokkur hundruð ára skeið.

1.10.Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

201601068

Í vinnslu.

1.11.Lagarfell 3, umsókn um byggingarleyfi

201602051

Í vinnslu.

1.12.Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar

201602058

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02. 2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og óskar eftir því við áhugahópinn að tilnefndir verði fulltrúar úr hópnum til að vinna með fulltrúum úr umhverfis- og framkvæmdanefnd að gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið.
Það kort yrði svo notað við gerð framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu göngustíga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ)

1.13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 145

1601014

Fundargerðin lögð fram.

1.14.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis/Umsagnarbeiðni

201601182

Erindi í tölvupósti dags.20.01. 2016. þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um endurnýjun á veitingaleyfi í fl. III og gistileyfi í fl. V. Umsækjandi er Benedikt Hrafnkelsson kt. 120953-4949. Starfsstöð er Hótel Svartiskógur.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.15.Umsókn um rekstrarleyfi/umsögn

201601175

Erindi í tölvupósti dags.02.10. 2015. þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um endurnýjun á rekstrarleyfi. Umsækjandi er Egilsstaðahúsið ehf. kt. 700198-2869. Forsvarsmaður er Gunnlaugur Jónasson kt. 300968-5899. Starfsstöð er Gistihúsið Egilsstöðum.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.16.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

201301254

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar- og þjónustusvæði V26, Eyvindará II, ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu um deiliskipulag svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.17.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar á Flugstöð

201512057

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

1.18.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201512001

Í vinnslu.

1.19.Steinholt, umsókn um breytta notkun

201407113

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

1.20.Galtastaðir Fram, móttaka fyrir ferðamenn

201602080

Erindi í tölvupósti dagsett 10.02. 2016 þar sem Guðmundur Luther Hafsteinsson, f.h. Þjóðminjasafns Íslands, óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir móttöku ferðamanna í íbúðarhúsinu að Galtastöðum Fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar framkvæmdum við Galtastaði Fram, um leið og hún samþykkir erindi umsækjanda.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að senda Þjóðminjasafni Íslands yfirlýsingu þess efnis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 230

1602004

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

201211040

Lagt fram til kynningar.

2.2.Fellaskóli - sjálfsmatsskýrsla 2014-2015

201510147

Lagt fram til kynningar.

2.3.Fellaskóli - húsnæðismál

201602040

Til kynningar.

2.4.Egilsstaðaskóli - breyting á skóladagatali

201602039

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti fræðslunefnd erindið sem varðar skóladaginn 20. apríl, en þá er starfsfólk skólans í námsferð. Í samræmi við niðurstöðu á fundi skólaráðs er óskað eftir að sá dagur verði skertur skóladagur en í staðinn verði 1. júní fullur skóladagur nemenda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn framangreinda breytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Egilsstaðaskóli - nemendamál

201509016

Afgreitt af fræðslunefnd.

2.6.Þátttaka í rannsókn

201602042

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

2.7.Áminning til sveitarfélaga frá umboðsmanni barna

201602062

Lagt fram til kynningar.

2.8.Gátlisti um ábyrgð skólanefnda skv. lögum og reglugerðum

201501057

Í vinnslu.

2.9.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

2.10.Fundargerðir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, 2016

201601238

Lagt fram til kynningar.

2.11.Fjármál 2016

201601001

Á fundi bæjarráðs gerði bæjarstjóri grein fyrir því að umhverfis- og skipulagsfulltrúi muni láta af störfum í lok maí nk. Að höfðu samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur bæjarstjóri þegar auglýst starfið laust til umsóknar.

2.12.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, 2015

201502022

Lagðar fram til kynningar.

2.13.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

201601181

Í vinnslu.

2.14.Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak

201602006

Lagt fram.

2.15.Póstdreifing í dreifbýli

201601084

Lagt fram til kynningar svarbréf Íslandspósts við bókun bæjarstjórnar 20. janúar 2016.

2.16.Reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2015

201602030

Í vinnslu.

2.17.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjar- og sveitarstjóra frá fundi þeirra 2. febrúar sl. þar sem þess er krafist að tillögur varðandi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis, verði teknar til endurskoðunar og að þær taki mið af niðurstöðum starfshóps innanríkisráðuneytisins.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að auglýst verði formlega eftir aðilum sem kunni að hafa áform um að leggja ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.18.Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2015.

201502121

Lagt fram svarbréf frá Vegagerðinni varðandi breytingu á þjóðvegi 1 í Skriðdal og vegi um Öxi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar svarið og hvetur Vegagerðina til að hraða undirbúningi verksins, halda sveitarfélaginu upplýstu um framvindu þess og óskar jafnframt eftir tímaáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.19.Styrkbeiðni Krabbameinsfélags Austurlands

201601145

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita Krabbameinsfélagi Austurlands styrk að þessu sinni, að upphæð kr. 150.000 og verður fjármagnið tekið af lið 21-62.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.20.Móttaka innflytjenda

201602056

Á fundi bæjarráðs var bent á að fyrir liggur stefna í málefnum nýrra íbúa frá árinu 2009, en hún var unnin á vegum SSA og síðar tekin til samþykktar af hverju aðildarsveitarfélagi fyrir sig.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til starfsmanna sveitarfélagsins að fara yfir hvernig framfylgd stefnunnar er háttað hjá Fljótsdalshéraði.
Jafnframt er bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að svara fyrirspurn Fjölmenningarseturs um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.21.Lög um opinber fjármál.

201602054

Lagt fram fundarboð vegna fundar um samstarf ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál, sem haldinn verður 18. febrúar n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs óskar bæjarstjórn eftir því að bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki fundinn fh. Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.22.Fjarvarmaveitan á Eiðum

201504091

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að framfylgt verði fyrri ákvörðun bæjarstjórnar um að loka fjarvarmaveitunni á Eiðum, þar sem fyrir liggur kauptilboð í húsnæði barnaskólans, en í því húsnæði er búnaður fjarvarmaveitunnar.
Bæjarstjóra falið að láta undirbúa framkvæmd málsins og kanna hjá lögmanni sveitarfélagsins hverjar séu skyldur sveitarfélagsins, gagnvart eigendum þeirra fasteigna, sem tengjast fjarvarmaveitunni í dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 330

1602007

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.7.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Fjármál 2016

201601001

Í vinnslu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 329

1602001

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 1.8.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

201601181

Í vinnslu.

4.2.Þjónustusamfélagið á Héraði

201504016

Í bæjarráði var lagt fram erindi frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar þjónustusamfélaginu fyrir ýmsar góðar ábendingar. Bæjarstjórn samþykkir að vísa áherslupunktunum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til nánari umræðu og úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra

201602053

Lagt fram til kynningar.

4.4.Skráning og mat vatnsréttinda

200811060

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.5.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Á fundi bæjarráðs var farið yfir stöðuna í málinu og samskipti SSA og Fjarskiptasjóðs varðandi fyrirhugaða framkvæmd á lagningu ljósleiðara í dreifðum byggðum landsins á líðandi ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að vinna málið áfram og gæta hagsmuna sveitarfélagsins í samræmi við fyrri ákvarðanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

201011096

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á það við skipulagsyfirvöld í Reykjavík að tryggt verði að starfsemi Reykjavíkurflugvallar verði óskert og þá ekki síst með tilliti til öryggis þeirra íbúa landsins sem geta átt allt sitt undir óhindruðum samgöngum til Reykjavíkur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 30

1602002

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 3.1 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.1.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Galtastaðir fram

201506073

Fulltrúar Þjóðminjasafnsins komu á fund atvinnu- og menningarnefndar, ásamt fulltrúum frá Minjasafni Austurlands, og fóru yfir viðgerðir og uppbyggingu á Galtastöðum fram undanfarin misseri. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna bæinn fyrir gesti árið 2017. Ræddir voru möguleikar á samstarfi á milli Þjóðminjasafnsins og Minjasafnsins um rekstrarfyrirkomulag hússins.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

5.2.Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum/Styrkumsókn

201601222

Fyrir liggur umsókn styrk frá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum vegna uppsetningar á leiksýningunni Eldhús eftir máli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Málfundafélag Menntaskólans á Egilsstöðum/styrkumsókn

201601232

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Málfundafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum vegna þátttöku í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Málfundafélag Menntaskólans á Egilsstöðum verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að atvinnumálaráðstefna á vegum sveitarfélagsins verði haldin 12. maí 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

5.5.Áfangastaðurinn Austurland

201409105

Í vinnslu.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40

1602003

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liða 4.6 og 4.13. og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.2, 4.3 og bar fram fyrirspurn og lið 4.10. og kynnti bókun. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.10 og útskýrði hjásetu sína við afgreiðslu þess liðar. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.10. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.2 og 4.3 og svaraði fyrirspurn og einnig liði 4.10 og 4.11. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.10 og bar fram fyrirspurn og lið 4.11. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.11. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.10 og svaraði fyrirspurn og lið 4.11. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.11. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.11. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.11 og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi liði 4.11. og 4.10.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Skipulags- og umhverfissvið. Tillaga að skipulagi, verkefnum og verkaskiptingu

201602050

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?