Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

231. fundur 03. febrúar 2016 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Uppreikningur launaliða 2016

201601094

Lagt fram til kynningar.

1.2.Þrekstuðningur við afreksfólk í íþróttum

201509091

Fyrir liggja drög að reglum um stuðning sveitarfélagsins við afreksfólk til að ná hámarksárangri í sinni íþróttagrein undir stjórn þjálfara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ

201601165

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta og tómstundanefnd og samþykkir að fyrirliggjandi samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar félagsins af íþróttahúsinu í Fellabæ, verði endurnýjaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Samningar við íþróttafélög

201511035

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.

1.5.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

201509104

Fyrir liggja drög að auglýsingasamningi við Körfuknattleiksdeild Hattar. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 11. nóvember 2015, en þá lagði nefndin til að deildinni yrði veittur styrkur að upphæð kr. 250.000 sem tekinn yrði af lið 0689.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Hreyfivikan 22. - 28. maí 2016

201512121

Fyrir liggur bréf, dagsett 21. desember 2015, frá Ungmennafélagi Íslands þar sem hvatt er til þátttöku í Hreyfivikunni, Move week, sem fram fer á þessu ári 22. - 28. maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu eins og undanfarin ár og að framlag til þess verði kr. 50.000 sem verði tekið af lið 06.83.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Fundargerð vinnuhóps 26.10. 2015 vegna undirbúnings Unglingalandsmóts 2017

201511058

Lagt fram til kynningar.

1.8.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

201509121

Í vinnslu.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 17

1601009

Til mál tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

2.2.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

201510014

Í vinnslu.

2.3.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

201411048

Í vinnslu.

2.4.Tónlistarskólinn í Brúarási - uppgjör launa 2015

201601206

Lagt fram til kynningar.

2.5.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - uppgjör launa 2015

201601204

Lagt fram til kynningar.

2.6.Tónlistarskólinn í Fellabæ - uppgjör launa 2015

201601205

Lagt fram til kynningar.

2.7.Reglur um vistunartíma/skilatímar í leikskólum Fljótsdalshéraðs

201601198

Í vinnslu.

2.8.Undirbúningstími kennara á leikskólum / kaffitímar

201601197

Í vinnslu.

2.9.Hádegishöfði - uppgjör launa 2015

201601203

Lagt fram til kynningar.

2.10.Tjarnarskógur - uppgjör launa 2015

201601202

Lagt fram til kynningar.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 229

1601016

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Yfirlit yfir kostnað vegna heimsendingar matar árið 2015

201601127

Lagt fram til kynningar.

3.2.Félagslegar íbúðir

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

3.3.Umsókn um fjárstyrk vegna lögmannskostnaðar.

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

3.4.Leyfi sem stuðningsforeldrar

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

3.5.Móttaka flóttafólks

201508099

Á fundi félagsmálanefndar var erindi frá Fjölmenningarsetri tekið fyrir, en þar er m.a. óskað eftir upplýsingum um móttökuáætlun sveitarfélagsins vegna innflytjenda. Erindið varðar innflytjendur almennt en ekki móttöku flóttamanna sérstaklega. Í því sambandi upplýsist að sveitarfélög á Austurlandi mótuðu stefnu í málefnum nýrra íbúa árið 2009. Sú stefna varðar starfsemi sveitarfélaga með víðtækum hætti og fellur ekki sérstaklega undir verksvið félagsþjónustunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari vinnslu og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Styrkbeiðni Krabbameinsfélags Austurlands

201601145

Vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

3.7.Gjaldskrá heimaþjónustu 2016

201601217

Drög að uppfærðri gjaldskrá heimaþjónustu var lögð fyrir félagsmálanefnd og samþykkt. Breytingin tekur gildi frá 15. febrúar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framangreinda gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar 2016

201601166

Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016 er lögð fram.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2015. Upphæðin hækkar því í kr. 154.315 fyrir einstakling á mánuði og í kr. 246.904 fyrir hjón/sambúðarfólk. Einstaklingur með stuðning frá heimili fær helming grunnfjárhæðar eða kr. 77.158. Breytingin tekur gildi nú þegar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2015

201601176

Lagt fram til kynningar.

3.10.Yfirlit yfir veitta heimaþjónustu árið 2015

201601134

Lagt fram til kynningar.

3.11.Skólabrún deiliskipulag

201309047

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brúnir II Fellabæ. Breytingunum er lýst í 14. grein í tillögu að skipulags- og byggingarskilmálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga þegar 3. málsgrein 5. greinar um skipulag lóða hefur verið tekin út.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að ekki þurfi skipulagslýsingu þar sem um breytingu á deiliskipulagi er að ræða.
Jafnframt er vakin athygli á að nafninu Skólabrún er breytt í Selbrún í tillögunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2015

201601159

Lagt fram til kynningar.

3.13.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndarmála 2015

201502127

Lagt fram til kynningar.

3.14.Skil á samtölublaði 2015

201601056

Lagt fram til kynningar.

3.15.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2016

201601215

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

3.16.Starfsáætlun Ásheima 2016

201601214

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

4.Félagsmálanefnd - 141

1601002

Til mál tók: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Sameining félagsmiðstöðva

201512092

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 þar sem fram kemur óánægja með sameiningu félagsmiðstöðvanna Afreks og Nýungar og að ekki hafi verið haft samráð við unglinga um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar ábendinguna en telur að gott samráð hafi verið haft við unglinga í sveitarfélaginu, þar sem upphaflega kom tillaga frá ungmennaráði um sameiningu félagsmiðstöðvanna. Einnig var gerð skoðanakönnun meðal unglinga sveitarfélagsins um sameiningu og haldinn var opinn fundur um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Uppreikningur launaliða 2016

201601094

Lagt fram til kynningar.

4.3.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Málefni tengd ljósleiðarvæðingu dreifbýlisins voru rædd á fundi sem SSA boðaði til 28.febrúar sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á það að sveitarfélög á Austurlandi, í samstarfi við þau sveitarfélög á Norðurlandi eystra sem verkefnið varðar, vinni saman að framgangi þess í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru í skýrslu starfshóps Innanríkisráðuneytisins um Ísland ljóstengt.
Bæjarstjórn telur hins vegar að sú aðferðarfræði sem nú hefur verið kynnt sé ekki í samræmi við þær hugmyndir sem fram komu í skýrslunni. Bæjarstjórn telur því ástæðu til þess að sveitarfélög stigi varlega til jarðar í málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Breytingar á starfsreglum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

201601168

Í vinnslu.

4.5.Uppreikningur launaliða 2016

201601094

Lagt fram til kynningar.

4.6.Tækja- og tækniminjasafn í miðbæ Egilsstaða

201512088

Í vinnslu.

4.7.Samstarfssamningur við Fimleikadeild Hattar um hátíðahöld og dagskrá 17. júní

201601135

Fyrir liggja drög að samningi við Fimleikadeild Hattar um umsjón með hátíðahöldum og dagskrá 17. júní, þjóðhátíðardagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði nýr samningur við Fimleikadeild Hattar sem verði fjármagnaður af liðum 0571 kr. 1.000.000 og 0574 kr. 200.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Afgreiðsla menningarstyrkja, janúar 2016

201601053

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

4.9.Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum/Frummatsskýrsla

201512055

Fyrir liggur slóð á Frummatsskýrslu vegna markaðsrannsókna á eldsneytismarkaðnum frá Samkeppnisstofnun og bréf frá stofnuninni þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum og athugasemdum vegna skýrslunnar.
Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarráði 14. desember 2015 og var einnig á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
Verð á eldsneyti, t.d. á farartæki hefur mikil áhrif á hag almennings og rekstur fyrirtækja í sveitarfélagi eins og Fljótsdalshéraði, enda oft langt að sækja atvinnu eða sérhæfða þjónustu á milli byggðarlaga og landssvæða. Atvinnu- og menningarnefnd leggur því ríka áherslu á að allra leiða sé leitað til að gera úrbætur á núverandi umhverfi eldsneytismarkaðarins þannig að eldsneytisverð sé ætíð eins lágt og kostur er og endurspegli jafnframt heimsmarkaðsverð. Eldsneytisverð innan lands sé alls staðar það sama og raski þannig ekki möguleikum til búsetu og atvinnuuppbyggingar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur sérstaka áherslu á að Samkeppniseftirlitið skoði í markaðsrannsókn sinni þau samkeppnishindrandi áhrif sem hærra eldsneytisverð á Egilsstaðaflugvelli hefur á millilandaflug um völlinn, ef miðað er við eldsneytisverð á öðrum millilandaflugvöllum hérlendis. Nefndin leggur jafnframt til að útfærðar verði leiðir til að jafna verð á flugvélaeldsneyti sem selt er á flugvöllum landsins þannig að eldsneytisverð og eldsneytisbúnaður sé ekki þáttur sem hafi neikvæð áhrif á þróun millilandsflugs um aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur heils hugar undir bókun atvinnu- og menningarnefndar og hvetur Samkeppnisstofnun, stjórnvöld og söluaðila til að hafa framangreind sjónarmið í huga við verðlagningu og verðjöfnun eldsneytis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

201410144

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að haldinn verði opinn borgarafundur í febrúar í samstarfi við Þjónustusamfélagið á Héraði og hagsmunaaðila, um flug Discover the world um Egilsstaðaflugvöll í sumar. Á fundinum verði verkefnið kynnt og áhersla lögð á að ræða aðgerðir heimaðila vegna móttöku gesta með fluginu og tækifæri sem tengjast því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Galtastaðir fram

201506073

Í vinnslu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 29

1601012

Til mál tók: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Ræsing, átaksverkefni NMÍ um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni

201601211

Fyrir liggur bréf frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, dagsett 22. janúar 2016, þar sem Fljótsdalshérað er boðið samstarf um verkefnið Ræsing, sem er átaksverkefni til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu og felur starfsmanni að undirbúa samning við NMÍ. Þáttur sveitarfélagsins í verkefninu er kr. 1.000.000 og leggur nefndin til að það framlag komi úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs. Mótframlag Nýsköpunarmiðstöðvarinnar til verkefnisins verður kr. 2.000.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

201601181

Í vinnslu.

5.3.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

201601231

Lagt fram til kynningar.

5.4.Fjármál 2016

201601001

Lagt fram til kynningar.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 328

1601021

Til mál tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Fundur um almenningssamgöngur og Ísland ljóstengt

201601195

Í vinnslu.

6.2.Fundargerðir stjórnar SSA.

201507008

Lagðar fram til kynningar.

6.3.Fundargerð 200.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201601178

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að máli HEF og Fljótsdalshéraðs gegn Lánasjóði sveitarfélaga, verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

6.4.Fjármál 2016

201601001

Í vinnslu.

6.5.Ósamþykktar íbúðir

201512021

Lagt fram til kynningar.

6.6.Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

201601068

Í vinnslu.

6.7.Auglýsingar meðfram vegum og annarsstaðar utan þéttbýlis

201601199

Lagt fram til kynningar

6.8.Beiðni um tímabundna útleigu íbúðar

201601200

Erindi í tölvupósti dagsett 22.01. 2016 þar sem Einar Tómas Björnsson kt. 141291-2629 óskar eftir leyfi til að leigja út íbúðina að Norðurtúni 31 til ferðaþjónustu. Leigutímabilið verður frá 1. maí til 31. ágúst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem atvinnustarfsemi er bönnuð í gildandi deiliskipulagi fyrir hverfið þá hafnar bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.9.Beiðni um nafnbreytingu á jörðinni Hleinargarður II

201601201

Í vinnslu.

6.10.Kynning á Teiknistofunni AKS

201601207

Lagt fram til kynningar.

6.11.Beiðni um uppsetningu sendiloftnets á félagsheimilinu Arnhólsstöðum

201601208

Erindi í tölvupósti dagsett 14.01.2016 þar sem Eyjólfur Jóhannsson, starfsmaður hjá Rafey, óskar eftir leyfi til að setja upp sendiloftnet á félagsheimilið Arnhólsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.12.Umsókn um lagnaleið fyrir ljósleiðarastreng

201601209

Erindi í tölvupósti dagsett 13.01.2016 þar sem Stefán Sigurðsson kt. 170766-2969 f.h. Tölvuteymis ehf kt. 650612-1160 óskar eftir lagnaleyfi fyrir ljósleiðarastreng samkvæmt framlagðri teikningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.
Bæjarstjórn fer fram á við framkvæmdaaðila að frágangur verði til fyrirmyndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.13.Fellabær deiliskipulag iðnaðarsvæði

201601064

Erindi í tölvupósti dagsett 16.12.2015 þar sem Hitaveita Egilsstaða og Fella leggur fram hugmyndir að lagnaleiðum og skipulagi fyrir svæðið sunnan við Valgerðarstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við undirbúning að gerð skipulagstillögu fyrir umrætt svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.14.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

201401135

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða. Lagðar voru fram hugmyndir að breytingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir.
Bæjarstjórn tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar og óskar eftir því við stýrihópinn að fundartími hópsins verði endurskoðaður, þannig að fulltrúar úr umhverfis- og framkvæmdanefnd geti setið fundina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 327

1601013

Til mál tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Samræmd lóðaafmörkun

201601110

Erindi dagsett 8. janúar 2016, vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun. Samband Íslenskra sveitarfélaga óskar eftir athugasemdum og ábendingum um hvort sveitarfélagið hafi einhverjar athugasemdir við þá nálgun sem Sambandið setur fram í erindinu.
Fyrir liggur tillaga að umsögn um samræmda aðferðafræði við afmörkun lóða í þjóðlendum dagsett 25.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða umsögn og að hún verði send Sambandi Íslenskra sveitarfélaga sem athugasemd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Beiðni um að fá að færa til innkeyrslu við Kauptún 1

201601066

Erindi dagsett 15. janúar 2016 þar sem íbúar að Heimatúni 2, Fellabæ mótmæla fyrirhugaðri breytingu á innakstursleið að Kauptúni 1, Fellabæ. Málinu var vísað frá bæjarstjórn 20.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að með tilfærslu á innkeyrslu aukast sjónlengdir til beggja handa á Upphéraðsvegi. Nefndin telur að umferðaröryggi aukist með tilfærslunni, þá leggst af hættulegt blindhorn.
Ítrekað er að færsla innkeyrslunnar verði gerð í samráði við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Uppreikningur launaliða 2016

201601094

Lagt fram til kynningar.

7.4.Molta lífrænn úrgangur

201505057

Lögð eru fram drög að tímabundnum samningi við Moltu ehf. kt. 600407-0580 um móttöku og jarðgerð lífræns heimilisúrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög með áorðnum breytingum og felur starfsmanni að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Sumarstarfsmaður sviðslista

201601149

Lögð er fram tillaga að auglýsingu eftir sumarstarfsmanni sviðslista frá og með 17. maí til 19. ágúst 2016, þ.e. umsjónarmanni með listastarfi Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs og karnivali sem fram fer á Ormsteiti Héraðshátíð 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýst verði eftir sumarstarfsmanni sviðslista 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Ofanflóð í desember 2015

201601210

Lagt fram til kynningar.

7.7.Snjómokstur og hálkuvarnir 2016

201512128

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var m.a. til umræðu mokstur heimreiða þar sem stunduð er ferðaþjónusta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar leggur bæjarstjórn áherslu á að sömu reglur gildi fyrir ferðaþjónustuaðila hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39

1601017

Til mál tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.18. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.18. Páll Sigvaldason sem ræddi lið 4.18. og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.18.

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?