Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

229. fundur 16. desember 2015 kl. 17:00 - 17:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 9

1511024

Fundargerðin lögð fram.

1.2.Skólaakstur 2016-2017

201512027

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar felur bæjarstjórn fræðslufulltrúa að hefja undirbúning að útboði á skólaakstri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

201211040

Lagt fram til kynningar.

1.4.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

201101102

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fræðslunefnd vinni að því að skipaður verði stýrihópur sem leiði vinnuna við endurskoðun á menntastefnu Fljótsdalshéraðs. Sá stýrihópur verði skipaður í byrjun árs 2016 og í framhaldi verði umræða um vinnuferlið í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Sameiginlegt verkefni leik- og grunnskóla á Austurlandi um bættan námsárangur

201501223

Lagt fram til kynningar.

1.6.Samstarf um þróunarverkefni í leik- og grunnskóla

201506134

Lagt fram til kynningar.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 227

1512005

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Eiðar hraðatakmarkanir

201511100

Málið hefur þegar verið tekið upp við Vegagerðina.

2.2.Umferðaröryggi við gatnamót Lágafells og Lagarfells

201510144

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.3.Bifreiðastöður við byggingar HSA við Lagarás

201510061

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu vinnuhópsins og umhverfis- og framkvæmdanefndar þá samþykkir bæjarstjórn að lagning ökutækja verði bönnuð við vestari brún Lagaráss frá nyrðri innkeyrslu inn á plan HSA Lagarási 17-19 að gatnamótum Lagaráss og Miðvangs.
Einnig verða gerðar úrbætur á merkingum samkvæmt beiðni þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

201411048

Í vinnslu.

2.5.Íslensku Lýsingarverðlaunin 2015

201512032

Lagt fram til kynningar.

2.6.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

201506116

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að verklagsreglum um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Ósamþykktar íbúðir

201512021

Í vinnslu.

2.8.Miðás 39, krafa um afturköllun

201506059

Lagt fram til kynningar.

2.9.Hátungur deiliskipulag

201411055

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01. 2015 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 02.01. 2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu útgáfa 4.08 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03. 2015.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Minjastofnun dagsett 06.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 09.02.2015.
3) Umhverfisstofnun dagsett 19.02.2015.
4) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
5) Skipulagsstofnun dagsett 05.03.2015.
6) Veðurstofu Íslands, athugasemd við skipulagslýsingu dagsett 29.01.2015.
Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.
Fyrir liggur skjal "Athugasemdir og svör við þeim dags. 04.12.2015"

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna með áorðnum breytingum og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Bændur græða landið, beiðni um styrk 2015

201511099

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.11.Merkingar á göngu- og hjólastíga

201512002

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 01.12.2015, þar sem vakið er máls á því að setja merkingar á göngu- og hjólastíga þannig að ekki fari milli mála að stígarnir séu fyrir alla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Göngubrú milli Selskógar og Taglaréttar

201512003

Hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn telur ekki um það að ræða að brúin yfir í Klaustursel verði notuð á þessum stað, verði hún tekin úr notkun þar sem hún er. Því beinir bæjarstjórn því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að vinna áfram að hugmyndinni með tilliti til þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Reglur um félagslegt húsnæði 2016

201512013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að breyttum reglum um félagslegt húsnæði á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Styrkbeiðni frá Stígamótum við brotaþola hjá Fljótsdalshéraði

201512034

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

2.15.Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2016

201512025

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

2.16.leyfi sem vistforeldri

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

2.17.Barnaverndarmál

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

2.18.Barnaverndarmál

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

2.19.Breytingar á lögræðislögum

201512007

Lagt fram til kynningar.

2.20.Reglur fyrir stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna.

201512016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að breyttum reglum fyrir stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.21.Reglur um þjónustu á heimilum fyrir fatlað fólk

201512015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að breyttum reglum um þjónustu á heimilum fyrir fatlað fólk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.22.Reglur um styrki til tækja og verkfærakaupa

201512014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að breyttum reglum um styrki til tækja og verkfærakaupa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.23.Vinnubúðir, ósk um geymslulóð

201210083

Umsókn dagsett 03.11.2014 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. kt.6803881489, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á lóðinni Miðás 39, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 12.11.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem lóðinni hefur verð úthlutað þá tekur bæjarstjórn undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hafnar erindinu. Vísað er til bréfs dags.06.05. 2015 þar sem Héraðsverki var tilkynnt um úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.24.Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu árið 2015

201504089

Lagt fram til kynningar.

2.25.Launaþróun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2014-2016

201512011

Lagt fram til kynningar.

2.26.Rekstraráætlun Félagsþjónustu 2016

201510108

Lagt fram til kynningar.

3.Félagsmálanefnd - 140

1511023

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

3.2.Skólavogin - upplýsingar um grunnskóla á Fljótsdalshéraði

201512028

Til kynningar.

3.3.Fjárhagur fræðslusviðs 2015

201512026

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir fyrirsjáanlega rekstrarniðurstöðu fræðslusviðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi niðurstöðunnar tekur bæjarstjórn undir með fræðslunefnd og leggur ríka áherslu á að stjórnendur gæti ýtrasta aðhalds nú í lok árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Launaþróun á fræðslusviði

201403032

Lagt fram til kynningar.

3.5.Starfslok Hallormsstaðaskóla

201502133

Lögð fram drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um lok samstarfssamnings um Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samkomulagið og heimilar bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fh. Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Bæjarstjórnarbekkurinn

201512051

Í bæjarráði var farið yfir þau erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var í Barra sl. laugardag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum/Frummatsskýrsla

201512055

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

201506108

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Fundargerð 42. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

201512059

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.10.Fjármál 2015

201501007

Í bæjarráði var ræddur mögulegur tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum, þar sem eru fullfrágengnar götur með tilbúnum tengistútum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögur að mögulegri málsmeðferð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Í bæjarráði voru rædd launakjör nefnda sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi launagreiðslur til nefnda á næsta ári samþykkir bæjarstjórn að fylgt verði meðaltalshækkun launa skv. kjarasamningum FOSA, líkt og verið hefur, en hækkunin taki gildi 1. janúar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 322

1512010

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega lið 2.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.1, 2.4, 2.5 og 2.6. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.4. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.1. og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.1 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2,1 og svaraði fyrirspurn og lið 2.4.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Virðisaukaskattur vegna fólksflutninga

201512031

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráð og lýsir verulegum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á innheimtu virðisaukaskatts af almenningssamgöngum og öðrum akstri í almannaþágu. Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að breytingarnar leiði ekki til þess að kostnaður sveitarfélaga við slíkan akstur aukist frá því sem nú er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Álagningarforsendur fasteignagjalda 2016

201512030

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 1.12. 2015 voru eftirfarandi álagningarhlutföll og gjaldskrár vegna fasteignagjalda árið 2016 samþykkt og bókuð í fylgiskjali með fundargerðinni.

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Holræsagjald verði óbreytt, eða 0,32%

Vatnsgjald pr. fermetra húss verði 245 kr
Fastagjald vatns verði 8.250 kr
Vatnsgjald á sumarhús verði 24.900 kr

Sorpgjald á íbúð verði 24.859 kr.
Sumarhús eyðingargjald (30%) 7.458 kr.
Sumarhús með sumarsorphirðu 12.429 kr
Aukatunna grá verði 8.800 kr.
Aukatunnur grænar og brúnar verði 1.538 kr.

Bæjarstjórn staðfestir ofangreind álagningarhlutföll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

4.3.Könnun Austurbrúar um afstöðu fólks til Austurlands sem ferðamannastaðar.

201511001

Lagt fram til kynningar.

4.4.Jólaleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs 2015

201512052

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að jólaleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 17. desember til og með 8. janúar 2016.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði fullnaðarafgreiðsluheimild mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi.
Bæjarráð verður kallað saman til fundar á þessu tímabili ef þurfa þykir. Næsti reglulegi fundur bæjarráðs er hins vegar áformaður 11. janúar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Egilsstaðastofa, upplýsingamiðstöð

201501023

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að semja við nýtt rekstarfélag, Austurför, um að taka við samningi um rekstur tjaldstæðis og Egilsstaðastofu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Leiðbeiningar um störf almannavarnanefnda

201511103

Lagt fram til kynningar.

4.7.Að austan - Glettur 2016

201511095

Lagt fram erindi N4 vegna áframhaldandi stuðnings við þáttagerð á Austurlandi sem fær nafnið "Að austan", en verður í anda þáttarins Glettur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá samningi við N4, á þeim grunni sem kynntur var á fundinum og fjárheimildir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gera ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SBS)

4.8.Loftslagsmál og endurheimt votlendis

201511088

Lagt fram til kynningar.

4.9.Fundargerð 832. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201511106

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.10.Fundargerð 198. stjórnarfundur HEF

201511105

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.11.Fundargerð 197. stjórnarfundur HEF

201511092

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.12.Fjármál 2015

201501007

Í bæjarráði var kynnt kauptilboð í íbúð sveitarfélagsins að Miðgarði 15 b, sem barst í gegn um fasteignasöluna Inni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn kauptilboðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.13.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Í vinnslu.

4.14.Sorphirðudagatal 2016

201512023

Í vinnslu.

4.15.Samningar um refaveiði 2016

201512022

Í vinnslu.

4.16.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-056

201508015

Í vinnslu.

4.17.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-068

201506163

Lagt fram til kynningar.

4.18.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071

201508014

Lögð er fram til umræðu skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071. Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Umhverfis- og framkvæmdanefnd, að mikilvægt sé að fylgst verði áfram með fuglalífi á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37

1512004

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.14. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.14. 4.15, 4.16, 4.17 og 4.18. bar fram fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.17 og 4.18 og svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.8. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 4.8 og 4.17 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 4.17 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

201402191

Fyrir liggur bréf dagsett 10. desember 2015, undirritað af starfandi þjóðgarðsverði austursvæðis og formanni svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélaga og Austurbrúar um uppbyggingu upplýsingamiðstöðva og þá sérstaklega í Möðrudal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Í vinnslu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 321

1511022

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 1.6 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Auknir möguleikar í millilandaflugi, skýrsla október 2015

201511056

Fyrir liggur til kynningar skýrslan Auknir möguleikar í millilandaflugi sem unnin var á vegum Forsætisráðuneytisins. En starfshópurinn sem vann skýrsluna hafði það hlutverk að gera tillögur að því hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar þeim niðurstöðum sem fram koma í skýrslunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

201511026

Lagt fram til kynningar.

6.3.Umsókn um styrk til tónleikahalds

201511053

Fyrir liggur umsókn um styrk, frá Erlu Dóru Vogler, dagsett 12. nóvember 2015, til að halda tónleika með jólalögum í nýju húsnæði aldraðra á Egilsstöðum í desember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Galtastaðir fram

201506073

Í vinnslu.

6.5.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands 14. september 2015

201511025

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.6.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns 25.11.2015

201511102

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.7.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015

201511039

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Atvinnu- og menningarnefnd - 27

1512001

Til máls tók: Guðmundur Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?