Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

228. fundur 01. desember 2015 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Tjarnarskógur skóladagatal 2015-2016

201505054

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

1.2.Endurnýjun á gervigrasvöllum

201510135

Í vinnslu.

1.3.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Kaupvangur 23 og Miðvangur 6

201511032

Í vinnslu.

1.4.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015

201507057

Lagt fram til kynningar.

1.5.Svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, 72. fundur

201511087

Lögð er fram fundargerð 72. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs haldinn 19. nóvember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd taka undir athugasemdir Svæðisráðs um fyrirhugaðar breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Lögð er áhersla á að ekki verði dregið úr valdi stjórnar þjóðgarðsins, svæðisráða og þjóðgarðsvarða. Nauðsynlegt svæðisbundið sjálfstæði þjóðgarðsvarða og svæðisráða er í hættu og þannig geti skapast of mikil "miðstýring" miðað við núverandi tillögu að lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 226

1511014

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Mývatnsferð grunnskólanema á Fljótsdalshéraði

201505045

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

2.2.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2016

201509099

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.3.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2016

201509098

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.4.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2016

201509097

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.5.Erindi frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

201509057

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

2.6.Umsókn um leyfi til að starfrækja íbúðagistingu fyrir ferðamenn

201511082

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.7.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2016

201509050

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.8.Hádegishöfði - skóladagatal 2015-2016

201505146

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

2.9.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2016

201509051

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.10.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2016

201509052

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.11.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2016

201509054

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.12.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2016

201509053

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.13.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

201411048

Í vinnslu.

2.14.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

201511075

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

2.15.Launaþróun á fræðslusviði

201403032

Lagt fram til kynningar.

2.16.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Lagt fram.

2.17.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-056

201508015

Í vinnslu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 320

1511013

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram:

3.1.Fjármál 2015

201501007

Lagt fram.

3.2.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

201510156

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

3.3.Fundargerð 196. stjórnarfundur HEF

201511059

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.4.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga(sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

201511064

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er sammála þeirri útfærslu sem kemur fram í framlögðum frumvarsdrögum, en vísar að öðru leyti til umsagnar Sambands ís. sveitarfélaga um frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Safnahús / Samningur um afnot og leigu / Kaupsamningur - afsal

201401245

Lagt fram til kynningar.

3.6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

201502122

Engin erindi bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. nóv. sl.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36

1511015

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem bar fram fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.10. og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.10 og svaraði fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.14 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.14 og 3.9 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.14 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram:

4.1.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071

201508014

Í vinnslu.

4.2.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-068

201506163

Í vinnslu.

5.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

201510156

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti fjárhagsáætlunina og lagði hana fram til síðari umræðu.
Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi áætlunina og lagði fram tillögu. Gunnar Jónsson. Sigrún Blöndal. Stefán Bogi Sveinsson. Páll Sigvaldason. Sigrún Blöndal. Björn Ingimarsson. Árni Kristinsson. Anna Alexandersdóttir. Gunnhildur Ingvarsdóttir. Björn Ingimarsson og Anna Alexandersdóttir.


Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2016 eru eftirfarandi: (Í þús. kr)

A-HLUTI

Tekjur:
Skatttekjur 1.899.095
Framlög Jöfnunarsjóðs 1.005.140
Aðrar tekjur 433.947
Samtals 3.338.182

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 1.795.949
Annar rekstrarkostnaður 970.911
Samtals 2.766.860

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 571.321

Framlegðarhlutfall 17,1%

Afskriftir 169.421
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -318.713

Rekstrarniðurstaða A hluta 83.188


Úr sjóðstreymi A-hluta:
Veltufé frá rekstri 389.844
Fjárfestingarhreyfingar -50.000
Tekin ný langtímalán 30.000
Afborganir lána -340.933
Aðrar fjármögnunarhreyfingar -11.850

Handbært fé í árslok 13.276

Skuldaviðmið A hluta í árslok 2016 144,9%


SAMANTEKINN A- og B HLUTI (í þús. kr.)
(A-hluti auk B-hlutafyrirtækjanna sem eru: Brunavarnir á Héraði, Ársalir bs., Félagslegar íbúðir, Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Minjasafn Austurlands og Fasteignafélag Iðavalla ehf)

Tekjur:
Skatttekjur 1.875.613
Framlög Jöfnunarsjóðs 1.005.140
Aðrar tekjur 907.218
Samtals 3.787.971

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 1.865.255
Annar rekstrar kostnaður 998.961
Samtals 2.864.216

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 923.755
Framlegðarhlutfall 24,39%

Afskriftir 300.228
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -517.699

Rekstrarniðurstaða A og B hluta 115.977



Úr sjóðstreymi samantekins A- og B hluta:

Veltufé frá rekstri 621.069
Fjárfestingarhreyfingar -171.326
Afborganir lána -511.516
Lántökur 30.000

Handbært fé í árslok 99.529

Skuldaviðmið A og B hluta skv reglugerð 187,31%


Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu við fjárhagsáæltun 2016, fh. B-listans:

04-02 +273 (Laun og launatengd gjöld 3.800. Annar rekstrarkostnaður 300)
05-02 -915 (Laun og launatengd gjöld 1.000. Annar rekstrarkostnaður 100)
06-02 -531 (Laun og launatengd gjöld 1.000. Annar rekstrarkostnaður 100)
09-02 +329 (Laun og launatengd gjöld 1.700. Annar rekstrarkostnaður 200)
11-02 -220 (Laun og launatengd gjöld 800. Annar rekstrarkostnaður 100)
13-02 -364 (Laun og launatengd gjöld 1.800. Annar rekstrarkostnaður 100)
21-02 +148 (Laun og launatengd gjöld 7.500. Annar rekstrarkostnaður 500)
21-03 -368 (Verði 0)
31-02 +29 (Laun og launatengd gjöld nefndar 1.700. Annar rekstrarkostnaður nefndar 200)
21-99 +1.619 (Hagræðing til ráðstöfunar bæjarstjórnar)

Forsendur:
Fræðslunefnd fundi 20 sinnum á árinu.
Íþrótta- og tómstundanefnd verði Atvinnu- og menningarnefnd. Sameiginleg nefnd fundi 20 sinnum á árinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fundi 22 sinnum á árinu. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna aksturs nefndarmanna.
Jafnréttisnefnd og Náttúruverndarnefnd verði skipaðar bæjarráðsfulltrúum, fundi í tengslum við fundi bæjarráðs og verði ekki launaðar sérstaklega. Kostnaður vegna verkefna þessara nefnda komi af lið 21-02.

Tillagan borin upp og felld með 6 atkv. meirihluta, en 3 fulltrúar minnihluta greiddu henni atkvæði.


Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Jafnframt liggur fyrir til seinni umræðu 3ja ára áætlun 2017 til 2019.

Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árin 2017 - 2019 og koma fram í áætlun ársins 2016. Samkvæmt henni verður skuldaviðmið A og B hluta komið niður í 146,7% í árslok 2019 sem er í samræmi við þá aðlögunaráætlun um fjárhagsleg viðmið sem bæjarstjórn samþykkti árið 2012.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Í fylgiskjali með fjárhagsáætlun 2016 er samantekt yfir helstu breytingar á gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Margar þessara breytinga hefur bæjarstjórn þegar samþykkt, en aðrar eru tillögur nefnda og HEF sem ekki hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir þær breytingar á gjaldskrám og álagningarhlutföllum sem fram koma í framlagðri samantekt. Bæjarstjórn óskar eftir að umræddar gjaldskrárbreytingar verði birtar á heimasíðu sveitarfélagsins sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.1.Beiðni um stuðning vegna landsmóts bifhjólafólks 2016

201510062

Beiðni um slátt á tjaldstæði við Stekkhólma, í tengslum við landsmótið, en þeim hluta beiðninnar var vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarráði 09.11.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja fyrirhugað landsmót með því að slá tjaldstæði við Stekkhólma fyrir mótið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Iðjusel 5, umsókn um stækkun lóðar

201511069

Erindi dagsett 16.11. 2015, þar sem Ármann Ingimagn Halldórsson kt. 260457-2099 f.h. Ingimagns ehf. kt. 620207-0710, óskar eftir stækkun á lóð sinni að Iðjuseli 5, samkvæmt framlögðum uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

201506116

Í vinnslu.

5.4.Skipalækur, umsókn um stofnun lóða

201511078

Erindi dagsett 13.11. 2015 þar sem Þórunn Sigurðardóttir kt. 011130-3569 óskar eftir stofnun þriggja lóða úr landi Skipalækjar skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt framlögðum uppdráttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að stofna lóðirnar í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Kaldá deiliskipulag

201312056

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11. 2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Kaldá á Völlum, Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 08.05. 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 12. febrúar til 26. mars 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. mars 2015.
Athugasemdir við deiliskipulagstillöguna bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dags. 26.02. 2015 frá Minjastofnun, þar sem krafist er skráningar menningarminja og bréf frá Minjastofnun dags. 12.06. 2015 þar sem fram kemur að fundist hafi menningarminjar innan skipulagsreitsins, sem taka verður tillit til við frekari skipulagsvinnu og framkvæmdir.

Svar: Menningarminjar verða færðar inn á deiliskipulagsuppdráttinn og texta breytt í greinargerðinni.

2) Athugasemd dags. 06.03. 2015 frá Umhverfisstofnun þar sem bent er á mikilvægi þess að forðast eins og kostur er að skerða birkiskóg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 42. gr. Skipulagslaga, þegar menningarminjar hafa verið færðar inn á deiliskipulagsuppdráttinn og texta breytt í greinargerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Hvammur 2, beiðni um nafnabreytingu

201511081

Erindi dagsett 12.11. 2015 þar sem Melanie Hallbach kt. 050981-2669 og Einar Ben Þorsteinsson kt. 280876-2919 óska eftir nafnabreytingu á lögbýlinu Hvammur 2, landnúmer 214008. Óskað er eftir að nafninu verði breytt í Stormur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Beiðni um stofnun lögbýlis

201511080

Erindi í tölvupósti dagsett 10.11. 2015 þar sem Ásdís Ámundadóttir kt. 170461-2680 óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á Kaldá 1 Fljótsdalshéraði 177180.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Kaldá 1, Fljótsdalshéraði.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (G.J.)

5.8.Tjarnarbraut 3, umsókn um byggingarleyfi

201511079

Í vinnslu.

5.9.Umsókn um stækkun hesthúsalóðar

201511077

Erindi í tölvupósti dagsett 09.11. 2015 þar sem Halldór Bergsson kt.160255-4989 óskar eftir stækkun á hesthúsalóðinni Fossgerði H2 til suðurs, þannig að lóðamörk verði 4 m frá suðurstafni hússins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Vindorka og skipulagsmál

201511076

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?